Leita í fréttum mbl.is

Frétt af gerð 2

Vísindafréttum má skipta í nokkrar flokka.

Í fyrsta flokki eru tíðnid af framfaraskrefum (maður á tunglinu, erfðamengi mannsins raðgreint, ný lækning við krabbameini). 

Í öðrum flokki eru hræðslufréttir (hættuleg padda, vírus, baktería eða sjúkdómur sem drepur fólk).

Í þriðja flokki eru fyndnar fréttir (konur með stórar tær hafa meiri kynþörf, froskar aldir á bjór rata betur en aðrir froskar...).

Í fjórða flokki eru "stolt þúfunnar". Vísindamenn ættaðir úr þorpinu eru ræddir í þorpsblaðinu, sem og örninn sem verpir í hólmanum og sjaldgæfa jarðfræðilega fyrirbærið í fjallinu.

Í fimmta flokki eru vísindaleg klúður, t.d. ef vísindamenn svindla, sprengja upp heilt þorp, opinbera kynþáttafordóma sína eða kvenhatur.

Í raun og veru eru vísindalegar framfarir hægar, þær gerast í litlum skrefum og erfitt að benda á að eitthvað eitt skref sé merkilegra en annað. Er frétt af froski í Indonesíu merkilegri en frétt af froski í Nigaragva.

Skrifið inn aðra flokka í athugasemdir ef þeir birtast ykkur, í draumi eða eldi.


mbl.is Vísindamenn óttast nýja bakteríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Fréttir af gerð 2 eru nú sorglega algengar, amk. á íslenskum fréttamiðlum.

Gott dæmi voru fréttir af segulstorminum ógurlega í síðustu viku (eða var lengra síðan).

Mér finnst eiginlega ótrúlegt að það séu ekki komnar fréttir (af gerð 2 eða kannski 4) um þann ógurlega fjölda loftsteina sem munu hrapa í átt til jarðar í nótt (byrjaði reyndar í gær).  Þeim tækist örugglega að skapa einhverja hræðslu með því.

Arnar, 12.8.2010 kl. 11:53

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Auðvitað er gaman að draugasögum og hryllingi, því það getur nefnilega verið dálítið skemmtilegt að vera hræddur.

En eilíf úlfaköll og/eða úlfaköll út af kanínu gera það að verkum að menn hætta að trúa litla fréttasmalanum.

Arnar Pálsson, 12.8.2010 kl. 14:41

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Í þessu tilfelli er samt um mögulega hættu að ræða. Sýklalyfjaþolnar bakteríur eru á skriði, fleiri stofnar greinast og fleiri gerðir baktería öðlast þol gegn einu eða fleiri sýklalyfjum.

Þetta er afleiðing nokkura þátta.

i) Of algengt er að læknar skrifi reseft fyrir sýklalyf fyrir krankleika sem þau virka ekki á, til þess eins að lina sálarangist sjúklings eða foreldra (ef barn er veikt).

ii) Minni líkur eru á að þolnar bakteríur komi upp ef sjúklingar klára kúrana sína, slitrótt sýklalyfjagjöf skapar kjöraðstæður fyrir þróun þolinna afbrigða.

iii) Notkun sýklalyfja í matvælaframleiðslu eða við almennt hreinlæti eykur einnig líkurnar á þolnum afbrigðum.

Arnar Pálsson, 12.8.2010 kl. 15:10

4 identicon

Ég ætla að giska á að Óli Tynes skrifi ógnvekjandi frétt um yfirvofandi loftsteinadrífuna á visir.is snemma í næstu viku. :)

Bjarki (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband