Leita í fréttum mbl.is

Landnáma sexfætlinganna - ógna ný smádýr í íslenskri náttúru?

Námskeið á vegum Endurmenntunar HÍ.

Á námskeiðinu, sem ætlað er öllu áhugafólki um náttúru Íslands, verður fjallað um þær breytingar sem orðið hafa á undanförnum 10-20 árum með fjölda nýrra smádýrategunda sem numið hafa land á Íslandi. Þetta er einn angi af miklum breytingum á lífríki jarðar, sem orsakast af breytingum á veðurfari og öðrum breytingum sem maðurinn hefur valdið á umhverfinu. Suðlægar tegundir eru að færast norður á bóginn, breytingar eru að verða á lífsferlum smádýra og á samspili smádýra við aðra þætti vistkerfa.

Skráningarfrestur er til 13. september 2010.

Á námskeiðinu verður sagt frá nýjum tegundum smádýra á Íslandi, skógarmítli, rifsvespu, barrvefara, birkikembu, asparrana, rauðhumlu og fjölda annarra. Velt verður vöngum yfir nytsemi og skaðsemi, fegurð og ljótleika, sagt frá risafaröldrum skordýra í skógum erlendis, áhrifum aukinna skordýrafaraldra á matvælaframleiðslu í heiminum og breyttu mynstri skordýrafaraldra hér á landi. Hvaða áhrif hefur þetta á garðræktandann, sumarbústaðaeigandann, skógræktarmanninn og svo alla hina?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

".. ógna ný smádýr í íslenskri náttúru" eða ".. ógna ný smádýr íslenskri náttúru" :)

Er spurningin hvort smádýrin í náttúrunni ógni almennt eða ógna þau náttúrunni.

Arnar, 8.9.2010 kl. 11:50

2 Smámynd: Arnar

PS. er alveg ótrúlega mikil 'nitpick' á málfræði.. svona miðað við einkun á stúdentsprófi :)

Arnar, 8.9.2010 kl. 11:50

3 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Hvað með varmasmiðinn. Ég sá hann í fyrsta skipti í sumar í Hveragerði og brá við eins og fleirum því hann eru engu líkari en kakkalakka. En víst enginn skyldleiki þar á milli. Hann settist að í Hveragerði ásamt fleirum heitum stöðum á landinu fyrir 10 árum að sögn. Líklega er þetta "smádýr" meinlaust en nóg var af rauðhumlu.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 8.9.2010 kl. 12:46

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Nafni, sammála þetta er klaufalega orðað. Krafan er um að námskeið hafi snaggarleg og lýsandi nöfn.

Nýju smádýrin eru "í" íslenskri náttúru, og ég held að spurning sé um hvort þau ógni náttúrunni, frekar en okkur. 

TARA

Við erum frekar óvön pöddum, og viðbrögð okkar eru oft dálítið móðursýkisleg þegar nýjar pöddur banka upp á, eða blanda sér í límonaðið okkar. Kakkalakkar eru líklega mest hataða skordýr jarðar, en þeir eru samt undraverð fyrirbæri, þola næstum allt (geislun, eitur, sýkingar).

Arnar Pálsson, 8.9.2010 kl. 13:03

5 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Ef skólgarmítill er að nema hér land þarf að bregðast við með viðeigandi upplýsingum til almennings, eins og gert er t.d. í Svíþjóð. Skógarmítill er ekkert grín.

 Ég held ég hafi verið bitin af veggjalús (Bed Bug) um daginn þar sem ég var í heimsókn (samt ekki í rúmi). Eftirköstin voru vond.

Hólmfríður Pétursdóttir, 8.9.2010 kl. 16:37

6 Smámynd: Arnar Pálsson

Hólmfríður

Sumar skógarmítlategundir geta borið smitsjúkdóma, og það hlýtur að vera mikilvægt að komast að því

i) hvaða tegundir hafa numið land hér,

ii) hvort þær beri í sér smitandi frumdýr, bakteríur eða ámóta óværu, og

iii) hver útbreiðsla þeirra er hérlendis.

Arnar Pálsson, 9.9.2010 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband