Leita í fréttum mbl.is

Akureyringar athugið - Wilson er í heimsókn

David Solan Wilson er þekktastur fyrir að rannsaka einingu náttúrulegs vals, þá sérstaklega hvernig valið er ekki bundið við gen, eða arfgerðir, heldur hvernig það getur mögulega haft áhrif á hópa og samfélög. Honum er sérstaklega umhugað um menntun, þróun þekkingar og hvernig menning mannsins og náttúrulegt val samtvinnast.

Úr tilkynningu frá Háskóla Akureyrar, Háskólans á Hólum og Reykjavíkurakademíunnar.

Hinn virti þróunarfræðingur dr. David Sloan Wilson ræðir um menningu og mannlegt samfélag út frá kenningum Darwins og þróunarfræði.

Fyrirlestur Wilsons nefnist Understanding and Managing Cultural Change From an Evolutionary Perspective sem má þýða „að skilja og stjórna menningarbreytingum frá sjónarhóli þróunarfræði“. Innihaldi fyrirlestursins lýsir Wilson svo: „Þróun er oft tengd við genetíska nauðhyggju og er teflt gegn lærdómi og menningu. Samt sem áður hafa hæfileikar manna til lærdóms og menningar komið fram við erfðaþróun og eru þeir um leið sjálfstæð og opin þróunarferli. Nýjar kenningar í þróunarfræði leitast við að sætta hið margþætta erfðaeðli mannshugans við hæfileika hans til takmarkalausra umbreytinga. Niðurstaðan er sú að nýr grundvöllur er að myndast fyrir fræðilegar rannsóknir á menningu og samfélagslegri stefnumótun. Gildir það jafnt um hið smáa, eins og að bæta umhverfi í einstökum borgarhverfum, og hið stóra, eins og að endurhugsa hagstjórn.“ Ætla má að efnið sé forvitnilegt fyrir Íslendinga sem eru að endurhugsa gildi sín og hagstjórn í kjölfar efnahagshruns.

Fyrirlesturin var í dag, mánudaginn 13. september kl. 12.00 í fyrirlestrasal N102 í nýbyggingu Háskólans á Akureyri.

Fyrirlesturinn Wilsons á HA er haldinn í tengslum við fyrirhugað málþing sem haldið verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 15. september kl. 12:10-15:00. Málþingið ber yfirskriftina Þróun menningar og framtíð Íslands en þar verður fjallað um menningu og mannlegt samfélag út frá kenningum Darwins og þróunarfræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband