Leita í fréttum mbl.is

Kominn tími til

Jafnréttisbaráttunni er ekki lokið innan háskóla- og vísindasamfélagsins. Það er sannarlega skref í rétta átt að fleiri konur skuli ljúka doktorsprófi frá Bandarískum háskólum, jafnvel þótt að dreifingin sé skekkt á milli fræðasviða. Sem líffræðingi fannst mér gaman að sjá að hlutfall kvenn og karl doktora frá Bandarískum skólum skuli nú vera næstum jafnt. Þetta kemur ekki á óvart, þær deildir sem ég vann í BNA (við North Carolina State University og University of Chicago) voru með mjög jafnt kynjahlutfall framhaldsnema.

Næstu skref eru að jafn margar konur séu ráðnar í kennara, nýdoktora og stjórnunarstöður innan háskóla og vísindastofnanna. Ég er mótfallinn kynjakvótum í vísindum, en það er mikilvægt að hafa kerfi til að meðhöndla tilfelli þegar grunur leikur á mismunun vegna kyns (og kynþáttar). Það er einnig mikilvægt að kerfið sé hagstætt konum sem vilja taka sér 1-2 ára hlé til að sinna barneignum. Reynsla mín af Ameríku sem barnalandi er þannig að mér er það til efs að þessi fjöldi kvendoktora skili sér á næsta þrepi vísindasamfélagsins.

Annars fannst mér orðalag fréttar mbl.is dálítið sérkennilegt. Er það á einhvern hátt hagsmunamál karla að halda konum niðri? Úr frétt mbl.is.

Er nú fokið í flest skjól hjá körlum og forskoti þeirra í háskólanámi vestanhafs...


mbl.is Konur með forskot þegar kemur að doktorsgráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það er rétt, þessi klisja Er nú fokið í flest skjól hjá körlum er gamaldags hugsunarháttur. Svona álíka og með karlaklúbbana í London, þar sem konum var meinaður aðgangur vegna þess að þær voru konur og áttu ekkert með að reykja dýra vindla og drekka fínt cognac.

En hvernig heldurðu að dreifingin er hér á Íslandi varðandi doktorspróf, t.d. í HÍ? Þegar ég lít í Árbók Háskóla Íslands frá 2007 á lista yfir prófessora og dósenta sem starfa við HÍ (alls um 350 talsins), gizka ég á hlutföllin annars vegar 70-30 og hins vegar 60-40 (hef ekki talið). Ég geri þá ráð fyrir að allir dósentar hafi doktorsgráðu, ég veit ekki hvort það sé rétt. Mig grunar líka að kynjahlutföll séu mismunandi eftir því um hvaða deild eða skor er að ræða. Þau hlutföll munu þá væntanlega endurspegla kynjaskiptingarhlutföll starfssviða allra með doktorsgráðu starfandi í landinu.

Hins vegar var kynjahlutfallið meðal þeirra 11 doktorsnema sem luku doktorsprófi frá HÍ árið 2007 nokkuð jafnt:

  • Frá Læknadeild: 4 konur og 1 karl
  • Frá Hugvísindadeild: 1 kona
  • Frá Raunvísindadeild: 1 kona og 2 karlar
  • Frá Félagsvísindadeild: 1 karl
  • Frá Verkfræðideild: 1 karl.

Vendetta, 15.9.2010 kl. 17:30

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Vendetta

Þetta er einmitt dæmi um gamaldags karlrembu hugsunarhátt. Kynjahlutföllin eru örugglega á því bili sem þú segir. Í deildinni minni (líf og umhverfisvísindadeild) er hlutfallið 13 konur og 19 karlar, aðallega þökk sé landfræði og ferðamálafræðinni, í líffræðihlutanum er það 5 á móti 18.

Ég hef ekki litið á kynjadreifinguna meðal útskrifaðara doktorsnema, en mér sýnist kynjahlutfall núverandi nemenda vera nokkuð jafnt í okkar deild a.m.k.

Síðan verðum við að gæta þess að i) hvetja konur til frekari afreka, og ii) gera þeim sem á því hafa huga kleift að  eignast börn án þess að það aftri starfsframa þeirra.

Arnar Pálsson, 16.9.2010 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband