Leita í fréttum mbl.is

Arfleifð Darwins: útgáfupartí í dag 5 október 2010

Arfleifð Darwins er víðtækasta lögmál líffræðinnar. Þróunarkenningin er grundvöllur að skilningi á flestum líffræðilegum fyrirbærum, jafnt atferli spóans sem banvænnar stökkbreytingar í erfðamengi mannsins. Hugmynd Darwins og Wallace um náttúrulegt val útskýrir hvers vegna lífverur eru aðlagaðar að umhverfi sínu, og hvernig eiginleikar geta horfið þegar tegund skiptir um umhverfi.

ArfleifdDarwins kapa3Hið íslenska bókmenntafélag gefur út bókina Arfleifð Darwins, sem við höfum kynnt með pistlum á þessari síðu. Valdir kaflar úr bókinni eru aðgengilegir á darwin.hi.is og Facebook síða helguð bókinni hefur verið sett í loftið

Útgáfuhátíðin verður í dag (5 október 2010) í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands (frá 16:30 til 18:00). Um verður að ræða stutta kynningu, tvö 10 mínútna erindi og síðan léttar veitingar.

16:30 Kynning á bókinni Arfleifð Darwins
16:40 – 16:50 Þáttur plöntukynbóta í fæðuöryggi heimsins - Áslaug Helgadóttir, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands
16:50 – 17:00 Hvunndagshetjan Darwin Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður Safna- og flokkunarfræðideildar Náttúrufræðistofnunar Íslands
17:00 – 18:00 Léttar veitingar - bókin verður til sýnis og til sölu.

Útgáfuhátíðin er öllum opin. Fyrirlestrarnir tveir verða fluttir af valinkunnum vísindamönnum, sem bæði eru þekkt fyrir að skemmtilega og lifandi framsögu.

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband