Leita í fréttum mbl.is

Rannsóknarþing Verkfræði og náttúruvísindasviðs HÍ

Nýliðin föstudag og laugardag (8. og 9. október) var haldið rannsóknarþing Verkfræði og náttúruvísindasviðs HÍ. Þingið var með svipuðu sniði og Raunvísindaþingin sem Raunvísindadeild HÍ hélt nokkrum sinnum á síðasta áratug.

announcement_0Fjallað var um margskonar spurningar, mengun, sjálfbæra þróun, orku, örtækni og líffræðilegan fjölbreytileika. Ég fylgdist mest með fyrirlestrum um líffræðileg efni, sá erindi um tRNA gen í bakteríum, miRNA í stofnfrumum hjartans og íslenska erfðamengjaverkefnið (sem miðar að því að raðgreina erfðamengi Möttuskófar (fléttu sem heitir Peltigera malacea).

Seinni daginn voru nokkur erindi um líffræðilegan fjölbreytileika (eða fjölbreytni), m.a. um erfðabreytileika íslenskra tegunda, æxlun heimskautaplantna, söng hvala og höfrunga, vistkerfi heitra lækja og lömb sem borða spóaegg...

Meðfylgjandi er mynd af síðu ráðstefnunar. Mér hefur alltaf fundist þetta listaverk dálítið sérkennilegt, af því að fuglarnir stefna allir hver í rassinn á öðrum. Þetta er ekki eðlilegt oddaflug - sbr mynd fyrir neðan af vefsíðu fuglaskoðarans í Chico. Kannski er þetta dæmi um það hversu vel þekking á raunveruleikanum hefur skilað sér út í íslenskt samfélag.

IMG_3096-2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband