Leita í fréttum mbl.is

Uppkomin börn

Rómantíska ástin er ekki það sama og líffræðilega þráin. Fyrir utan nokkrar undantekningar, (t.d.  tvíkynja orma og froska sem skipta um kyn) þá neyðast flestar dýrategundir til þess að leita uppi einstakling af gagnstæðu kynii til þess að fjölga sér.

Einstaklingar af einu kyni þurfa helst að hafa lyst á að nugga saman pörtum eða a.m.k. að sleppa kynfrumum sínum yfir kynfrumur makans. Mannfólk er engin undantekning, við höfum flest áhuga á einstaklingum af gagnstæðu kyni og heillumst að hraustlegu útliti, gæðalegum vexti og persónum sem eru líklegar til að hjálpa okkur við að ala upp unganna og sjá þeim farborða. Sumir geta fjölgað sér bara út á hraustlega útlitið á meðan aðrir heilla tilvonandi maka með bankabókum og alúðlegu athæfi.

Það er löngu vitað að ástarbríminn varir ekki að eilífu, ég man eftir stúdíu sem sagði að heiti blossi sambandsins vari í besta falli ár, og eftir það þurfi að koma til góður félagskapur og "reglulega" fínt kynlíf - sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Ef við lítum til þróunarfræðinnar þá er engin sérstök ástæða fyrir fólk að hanga saman eftir að börnin eru komin á legg. Þeir sem eru komnir úr barneign og hjálpa ekki undir með börnum sínum og barnabörnum eru þróunarfræðilega dauðir - þeirra athafnir og gjörðir skipta engu máli fyrir hæfni gena þeirra.

Annars finnst mér Robert Sapolsky fjalla best um kynhneigð prímata - þar á meðal okkar. Mæli eindregið með myndbandi af fyrirlestri hans.

http://boingboing.net/2009/03/13/stanfords-sapolsky-o.html


mbl.is Ástareldsneytið á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tumi Steingrímsson

Sæll, skemmtileg færsla en þú byrjar á að aðskilja rómantíska ást frá líffræðilegri fjölgunarþrá án þess að gera frekari greinarmun. Lýsa þessi hugtök ekki sama hlutinum frá mismunandi sjónarhornum?

Tumi Steingrímsson, 20.10.2010 kl. 11:17

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Tumi

Ég er reyndar sterkari í líffræðilegri fjölgunarþrá - þ.e.a.s. ég skil hana betur sem rannsóknarviðfangsefni. 

Rómantíska ástin er mér ekki algerlega framandi, en ég get ekki rætt tilurð eða sögu þeirrar hugmyndar á faglegum nótum.

Líklega er þetta rétt hjá þér, að rómantíska ástin er leið til að skilja tilfinningar mannfólks sem eru svo sannarlega samofnar félagsþörf, kynþörf og sjálfstæðisbaráttu ungs fólks. Maðurinn og aðrir prímatar eru svo sannarlega félagsverur, og þau okkar sem búa yfir kynþörf eru líklegri til að fjölga okkur en einstaklingar sem ekki finna til slíkra kennda.

Saploski hefur skrifað um viðþolsleysi ungra einstaklinga, sem vilja brjóta hefðir, yfirgefa hreiðrið - hópinn og kanna framandi lendur jafnvel þótt þær séu stórhættulegar. Þessi byltingar og sjálfstæðisþörf birtist mjög sterkt í karlkynsprímötum sem eru nýorðnir kynþroska.

Mæli með Trouble with Testosterone.

Arnar Pálsson, 20.10.2010 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband