Leita í fréttum mbl.is

Arfleifð Darwins: Ljósmyndasýning og tilboð í bóksölu

Hafdís Hanna einn ritstjóra bókarinnar Arfleifð Darwins fór til Galapagoseyja fyrir nokkrum árum til að stunda rannsóknir. Hún tók ógrynni ljósmynda og ætlar að sýna nokkrar þeirra í Te og Kaffi í Eymundsson:

Ljósmyndasýningin "Á slóðum Darwins" verður opnuð laugardaginn 23. október kl. 16 í Te & Kaffi í Eymundsson, Austurstræti.
Á sýningunni ber að líta myndir af lífríki og landslagi Galapagoseyja sem líffræðingurinn Hafdís Hanna Ægisdóttir tók á fimm vikna rannsóknarferð um eyjarnar.
Sýningin er haldin í tilefni af útgáfu bókarinnar "Arfleifð Darwins - þróunarfræði, náttúra og menning" sem nýverið kom út á vegum Hins íslenska bókmenntafélags.

Sýningin mun hanga uppi frá 23. október - 23. nóvember 2010.

ArfleifdDarwins kapa3 Fyrir nokkrum vikum var haldin útgáfuhátíð bókarinnar Arfleifð Darwins, þróunarfræði, náttúra og menning. Bókin er gefin út í tilefni þess að í fyrra voru 150 ár liðin frá útgáfu Uppruna tegundanna og 200 ár frá fæðingu Charles R. Darwin. Markmið bókarinnar er að kynna íslendingum þróunarkenninguna, sem varpar ljósi á flest líffræðileg fyrirbæri og hefur vægi í læknisfræði, jarðfræði og jafnvel tölvunarfræði.

Hið íslenska bókmenntafélag gefur bókina út og býður í samstarfi við Bóksölu stúdenta upp á tilboðsverð á bókinni allan októbermánuð.

Sjá einnig fésbókarsíðu Arfleifðar Darwins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband