Leita í fréttum mbl.is

Dauðaprótínið er ættað úr bakteríum

Prótínið sem James Whisstock og félagar hafa verið að rannsaka heitir perforin. Prótínið myndar göng í himnu óæskilegra fruma, t.d. sýkla og leiðir til dauða hennar (sjá mynd af vef ScienceDaily.com).

101031154015-large

 

Perforín er hluti af ónæmiskerfinu og  í þegar perforín genið er fjarlægt úr músum myndast hvítblæði hraðar og greiðar en í eðlilegum músum. Prótínið er því bæði hluti af vörnum líkamans gegn sýklum og hluti af lögreglu líkamans, sem heldur aftur af krabbameinsfrumum.

Það kom einnig í ljós að perforín er svipað prótínum sem finnst í nokkrum tegundum baktería (Listeria og Streptókokkar m.a.). Bakteríurnar nota þessi prótín til að ráðast á aðrar frumur. Það er sem forfeður okkar hafi rænt þessu geni frá bakteríum, og noti það núna til að verjast þeim og öðrum ógnum.

Í umfjöllun um niðurstöður James Whisstock og félaga er gert töluvert úr þeim möguleika að hægt verði að stjórna starfsemi perforíns og nota það sem lyf eða vörn. Mig grunar að það sé hæpinn möguleiki, enda þarf ansi margt að ganga upp til að svo geti orðið. Á hinn bóginn finnst mér jákvætt að það er tilgreint að hópurinn hefur verið að rannsaka perforín og byggingu þeirra í 10 ár. Þetta undirstrikar þá staðreynd að vísindindalegar framfarir gerast hægt, mörg lítil skref þarf til að komast milli húsa i Undralandi.

Ítarefni:

ScienceDaily Human Immune System Assassin's Tricks Visualized for the First Time


mbl.is „Dauða“ prótín gegn sjúkdómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband