Leita í fréttum mbl.is

Arfleifð Darwins: Ljósmyndir í pressunni

Hafdís Hanna Ægisdóttir, einn ritstjóra bókarinnar Arfleifð Darwins og  fór til Galapagoseyja fyrir nokkrum árum til að stunda rannsóknir. Hún heldur nú ljósmyndasýningu: á slóðum Darwins í Te og Kaffi Eymundsson Austurstræti. Hún tók ógrynni ljósmynda, úrval má sjá í Te og Kaffi og fleiri að auki á myndasíðu hennar - http://www.flickr.com/photos/hafdishanna. Fréttablaðið birti um helgina stutta umfjöllun um ljósmyndasýninguna, og á Ferðapressunni var rætt við Hafdísi. Greinin heitir Galapagoseyjar - draumur allra náttúruunnenda.

Þar segir:

Að komast til Galapagoseyja er fjarlægur draumur hjá mörgum enda ferðalag þangað dýrt. Æ fleiri láta þó drauminn rætast og fljúga þá frá Ekvador til eyjunnar Baltra í Galapagoseyjaklasanum og fara þaðan í um vikubátsferð um eyjarnar. Þá er gist um borð í bátnum, siglt á milli eyjanna á næturnar og lífríkið skoðað á daginn...

Hafdís Hanna segir að það sé mjög þægilegt að vera ferðamaður á Galapagoseyjum. Gistingu og mat er hægt að fá á sanngjörnu verði í bænum Puerto Ayora á eyjunni Santa Cruz en hún mælir reyndar með því að fólk kaupi sér  pakkaferð með einhverjum að þeim fjölmörgu leiðsögubátum sem sigla um svæðið. Það sé langbesta og oft eina leiðin til þess að sjá lífríki eyjanna. Slíkar ferðir eru þó dýrar. Eins mælir hún með heimsókn í Charles Darwin rannsóknarstöðina og fyrir þá sem hafa áhuga á því að kafa við eyjarnar þá er viðurkennd köfunarmiðstöð með PADI réttindi í Puerto Ayora.

5105735819_8f438d150cMynd tekin af Hafdísi á Galapagoseyjum, öll réttindi áskilin - copyright.

Sjá einnig fésbókarsíðu Arfleifðar Darwins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband