Leita í fréttum mbl.is

Erindi: súrnun sjávar og lífríki hafsins

Hrönn Egilsdóttir er doktorsnemi við Líf og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnun. Doktorsverkefni hennar lýtur að rannsóknum á áhrifum súrnunar sjávar á kalkmyndandi lífríki í hafinu við Ísland. Hún lauk BS prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 2007 og meistaraprófi í sjávarlíffræði frá Háskólanum í Plymouth 2008. Úr grein hennar á loftslag.is.

Frá því iðnvæðing vesturlanda hófst fyrir 250 árum hafa orðið gríðarlegar breytingar  á magni koltvíoxíðs (CO2) í andrúmslofti jarðarinnar.  Eftir því sem iðnvæðingin hefur orðið hraðari og útbreiddari hefur þetta magn aukist hraðar.  Ein afleiðing þessara breytinga er súrnun sjávar sem er ekki síður alvarleg þróun en hlýnun jarðar....

Súrnun sjávar getur haft áhrif á ýmis lífeðlisfræðileg ferli í lífverum en dýr og þörungar sem mynda kalk eru í mestri hættu vegna þess hve kalkmettun sjávar (ΩCaCO3) er nátengd sýrustigi sjávar. Mikill fjöldi tegunda í hafinu myndar kalk og koma kalkframleiðandi lífverur við sögu í flestum fæðukeðjum ásamt því að byggja upp búsvæði fyrir fjölda annara lífvera og má þar helst nefna kóralrif og rauðþörungabreiður.

Föstudagfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru öllum opnir með húsrúm leyfir og eru fluttir á íslensku (nema annað sé tekið fram).

Þeir fara milli kl. 12:30 og 13:10, í stofu 131 í Öskju náttúrufræðahúsi HÍ. Þeir eru öllum opnir meðan húsrúm leyfir.

Fulla dagskrá má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.

3/18/11 Súrnun sjávar - Hrönn Egilsdóttir
3/25/11 Stofnvistfræði minks - Róbert A. Stefánsson
4/1/11   Tengsl búsvæða og svipgerðar í stækkandi fuglstofni - Tómas G. Gunnarsson
4/8/11   Stofnfrumur og þroskun lungna - Sigríður Rut Franzdóttir
4/15/11  DNA polýmerasar og viðgerð - Stefán Þ. Sigurðsson
4/29/11  Bakteríudrepandi prótín - Guðmundur Hrafn Guðmundsson
5/6/11   Selarannsóknir við Selasetur Íslands  - Sandra Granquist
13/6/11  Galapagoseyjar: lífríki og hættur - Hafdís H. Ægisdóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég stefni að því að mæta, gæti orðið fróðlegur fyrir okkur á loftslag.is. Hrönn skrifaði einnig gestapistil hjá okkur í janúar, mjög fróðlegur, Súrnun sjávar og lífríki hafsins

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.3.2011 kl. 13:50

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Svatli

Hrönn er skýr í framsögn, þetta verður örugglega forvitnilegt erindi.

Arnar Pálsson, 17.3.2011 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband