Leita í fréttum mbl.is

Heyr heyr, lokum bakdyrunum

Það er ákaflega mikilvægt að fólk og þá sérstaklega nemendur átti sig á því hvernig mannkynið hefur öðlast skilning á veröldinni og efnisheiminum. Besta aðferðin til þess atarna er hin vísindalega aðferð, og hún hefur meðal annars sýnt okkur að besta skýringin á tilurð mannsins sé þróun vegna náttúrulegs vals.

Því miður er stór hópur kristinna og múslimskra öfgamanna sem telja sér skylt að boða sköpunarkenningu biblíunar meira eða minna útvatnaða.

Áróður og atgangur þessa hóps er kveikjan að ákalli 30 breskra vísindamanna, þar á meðal þriggja nóbelsverðlaunahafa, sem vilja láta banna kennslu sköpunarhugmynda í breskum skólum. Sköpunarsinnarnir senda helling af vísindalega útlítandi kennsluefni á skóla, heimsækja skóla og leitast eftir því að fá að ræða við nemendur (t.d. í trúarbragðatímum), og dæla út netgreinum og bloggfærslum með vísindalegu orðfæri ef ekki innihaldi.

Ég er fyllilega fylgjandi því að settur verði slagbrandur fyrir bakdyrnar, og lokað á sköpunarsinnana sama hvaða hempu þeir klæðast (þ.a.m. sjali vithönnunar).

Hef þetta ekki lengra núna, visa í umfjöllun Riazat Butt, hjá the Guardian um málið (sjá úrklippur hér að neðan). Afsakið að þetta fylgi hér óþýtt.

A group of 30 scientists have signed a statement saying it is "unacceptable" to teach creationism and intelligent design, whether it happens in science lessons or not. The statement claims two organisations, Truth in Science and Creation Ministries International are "touring the UK and presenting themselves as scientists and their creationist views as science".

"Creationism and intelligent design are not scientific theories, but they are portrayed as scientific theories by some religious fundamentalists who attempt to have their views promoted in publicly funded schools," the scientists say.

"There should be enforceable statutory guidance that they may not be presented as scientific theories in any publicly funded school of whatever type."

The scientists claim organisations such as Truth in Science are encouraging teachers to incorporate intelligent design into their science teaching.

"Truth in Science has sent free resources to all secondary heads of science and to school librarians around the country that seek to undermine the theory of evolution and have intelligent design ideas portrayed as credible scientific viewpoints. Speakers from Creation Ministries International are touring the UK, presenting themselves as scientists and their creationist views as science at a number of schools."

Free schools and academies were not obliged to teach the national curriculum and so were "under no obligation to teach evolution at all," it added.

Scientists demand tougher guidelines on teaching of creationism in schools

Leiðrétting:

Í fyrstu útgáfu pistils voru nokkrar skyssur í einni setningunni. Upphaflega stóð "Áróður og atgangur þessa hóps er kveikjan að ákalli 30 (ekki þriggja) breskra vísindamanna sem vilja láta banna sköpunarkenninguna í breskum skólum." 

Bestu þakkir til Vals Hafsteinssonar fyrir ábendinguna.


mbl.is Vilja banna sköpunarkenninguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg klárt mál, það ætti ekki að vera neitt pláss fyrir svona rugl í menntakerfi 21.aldarinnar. Því miður geta trúfélög haft sína eigin skóla og kennt hvað sem þau vilja, þar sem vísindalegum staðreyndum er sópað undir teppið í staðinn fyrir "staðreyndir" sem eru skrifaðar í trúarrit þessa tiltekna trúfélags. En þetta bann nær ekki til þeirra skóla er það ?

Andri (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 23:41

2 Smámynd: Valur Hafsteinsson

Þeir tala reyndar um í fréttinni um 3 Nóbelsverðlauna hafa.  En það er rétt í fréttinni eins og hjá þer að um mn stærri hóð er um að ræða.

 Annars mætti alveg taka upp þetta bann hérna á skerinu líka. 

Valur Hafsteinsson, 20.9.2011 kl. 00:31

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Andri

Eins og staðan er núna, þá geta sjálfstæðir skólar kennt það sem þeir vilja, og þurfa ekki að halda sig við námsskrá landsins. 

Þessi áskorun snýr samt að skólum sem njóta opinbers fjárstuðnings. Áskorunin í heild sinni er tvíþætt.

Fyrst er ákall um bann við kennslu á sköpunarhugmyndum, og í annan stað er beðið um að þróunarkenningin verði kennd yngri börnum.

Creationism and ‘intelligent design’ are not scientific theories, but they are portrayed as scientific theories by some religious fundamentalists who attempt to have their views promoted in publicly-funded schools. There should be enforceable statutory guidance that they may not be presented as scientific theories in any publicly-funded school of whatever type.

But this is not enough. An understanding of evolution is central to understanding all aspects of biology. The teaching of evolution should be included at both primary and secondary levels in the National Curriculum and in all schools.

http://evolutionnotcreationism.org.uk/ 

Takk Valur fyrir ábendinguna, ég lagaði þetta í meginmálinu.

Ég veit ekki hversu markvissir íslenskir sköpunarsinnar eru, hvort þeir sæki í skóla og reyni að kynna sínar hugmyndir sem vísindi. 

Arnar Pálsson, 20.9.2011 kl. 09:12

4 Smámynd: Arnar

Ég vill fara leiðina sem virðist vera að stefna í í BNA, þar sem trúarskólar geta kennt hvað sem þeir vilja.  Hinsvegar er dómstóll búinn að dæma að engin þarf að taka það nám alvarlega.

Ef þú velur að fara í trúar skóla og læra um biblíulega sköpun (eða hvaða annað andvísindalegt bull) þá verðurðu bara að sætta þig við að það verði hlegið að þér þegar þú sýnir prófskirteinið.

Arnar, 20.9.2011 kl. 09:31

5 Smámynd: Arnar

Annars er þetta 'teach the controversy' algert bull og opnar fyrir það að kenna verði gullgerð í eðlisfræði, jarðmiðjukenninguna í stjörnufræði, heilun í læknisfræði og bubblesort í tölvunarfræði*.

Á ekki einu sinni að þurfa að banna það sérstaklega, heilbrigð skynsemi og almenn þekking ættu að útiloka það.

* Bubblesort er reyndar kennt í tölvunarfræði enda var það sérstaklega fundið upp (var mér amk. sagt) til að sýna hversu slæm n^2 röðunar algrím eru.

Arnar, 20.9.2011 kl. 10:12

6 Smámynd: Arnar Pálsson

Arnar

Ef það væri bara einn sköpunarsinni sem stæði fyrir látunum, þá myndi samfélagið ekki hugsa sig tvisvar um og flokka hann með Helfararhöfnurunum (Holocaust deniers), eða þeim sem haldnir eru ofsóknarbrjálæði (halda t.d. að kakkalakkar séu njósnarar yfirvalda og póstmaðurinn útsendari Siðmenntar).

Alveg sammála um að það að kenna deiluna sé hrein firra.

Annars finnst mér orðalag mbl.is dálítið forvitnilegt. Samkvæmt þeim halda sköpunarsinnar fram sköpunarkenningu sem andsvari við þróunarkenningunni. 

Arnar Pálsson, 20.9.2011 kl. 10:52

7 Smámynd: Arnar

Ég hef reyndar lengi verið forvitin um það hvort það vinni sköpunarsinni hjá mbl.is.  Orðalag á fréttum sem tengjast trú er oft einkennilegt.

En auðvitað vilja sköpunarsinnar stilla sköpunar sögunni upp sem 'kenningu' svo hún fái, í hugum fólks sem veit ekki betur, jafna stöðu á við þróunarkenninguna og stilla sköpun þannig upp sem einhverskonar mótvægi við hinni óhugsandi og óguðlegu þróunarkenningu.  Svona eins og það sé bara val um tvennt, og ef þú ert 'sann kristinn' þá máttu náttúrlega ekki hafna sköpun því þá ertu að hafna guðinnum sem þú segist trúa á.

Væri annars forvitnilegt að vita hvernig kennsla í sköpunarfræðum færi fram. 

Læt Non-Sequitur dagsins fylgja með, skemmtilegt samhengi við umræðu dagsins.

Non Sequitur

Arnar, 20.9.2011 kl. 11:20

8 Smámynd: Arnar

Oh.. gleymdi að breiðar myndir fara ekki vel í blog.is..

http://www.gocomics.com/nonsequitur/2011/09/20 (beinn linkur)

Arnar, 20.9.2011 kl. 11:22

9 identicon

Arnar P,

Ég held að þú sért að taka þetta aðeins of alvarlega. Það er eitt að kenna sköpunarsöguna sem trúarboðskap. Síðan er annað að kenna eitthvað sem heitir "creationism".

Það má líka líta á það að þróunarkenningin er langt í frá einhver staðreynd, en því miður fara sumir vísindamenn í einhvern "trúarbragðagír", þegar þessi mál eru rædd. Kannski er þeim vorkunn að einhverju leyti ;-)

Þróunar"kenningin", hefur tekið breytingum í gegnum árin, og mun gera það áfram. Hún er ekki heilög í dag.

Smári G (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 11:57

10 identicon

Arnar,

Renndi yfir nokkra síðustu pistla þína. Já, það má nú margt segja um þá. Ég vona að þú takir mildri gagnrýni vel. Vona að ég særi þig ekki ;-)

Þú talaðir um Ottóman velidið og Tyrkja. Já, flókið mál, en þú færð einhvern veginn út að þeir hafi verið að ganga til lýðræðisáttar. Já það er margt skrýtið í kýrhausnum. Kallar þú þjóðarmorð á a.m.k. 1 milljón manns,.....lýðræðisumbætur?

Einnig hefur þú, eða kannski aðrir verið að minnast á Bandaríkin, og þá t.d. á heimasvæði George Bush. Ég veit ekki betur en að frá því svæði sem Bush er þ.e. Texas hafa einar mestu framfarir í þekkingu orðið á seinni hluta 20.aldar. Þá erum við að tala um læknavísindin, geimvísindi, efnavísindi, tölvuvísindi o.s.frv.

Þetta gerist allt í Texas ;-).....

Það er þessi tilhneiging sem fer soldið í taugarnar á manni hjá svokölluðum boðberum vísindanna. Það er einhvern veginn að leita að einhverjum ímynduðum "óvinum vísindanna", þá eingöngu til að hefa sjálfan sig upp til skýjanna.

Þetta er kannski svo ljóst, og óþarfi að benda á þetta, en voðalega er þetta samt þreytandi til lengdar ;-)

Smári G (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 13:03

11 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Arnar

Ég hef einnig velt þessu fyrir mér, orðaval og framsetning skiptir máli og getur mótað skoðanir. Er ekki með neina samsæriskenningu um stöðu mbl.is penna í þessu máli, en það vantar sannarlega vandaða fjölmiðlarýni hérlendis sbr. úttekt Úlfhildar Dagsdóttur í sæborginni.

Non-Sequitur skrýtlan er mjög fín.

Sæll Smári

Sem betur fer erum við ekki í sömu stöðu og bretar, hvað varðar áróður og atlögur sköpunarsinna. Átak bresku vísindamannana er viðbragð við tilraunum til að grafa undan vísindakennslu og þróunarfræði með því að predika sköpunar"vísindi" í trúarbragða og samfélagstímum í breskum skólum.

Þróunarkenningin hefur tekið miklum breytingum, en samt má staðhæfa að grunnatriði hennar séu staðreyndir (sjá Er þróunarkenningin bara kenning eða er hún staðreynd? og  Þróunarkenningin er staðreynd).

Engin vísindi eru heilög, en það er einnig óþarfi að leyfa trúarsöfnuðum að kenna sínar grímuklæddu sköpunarsögur í skólum landsins.

Arnar Pálsson, 20.9.2011 kl. 13:09

12 Smámynd: Arnar

Smári, ég væri til í að sjá einhver gögn sem styðja þessar staðhæfingar þínar um Texas.

Ef ég skoða td. http://www.window.state.tx.us/comptrol/wwstand/wws0512ed/ þá sér maður td.:

  • Texas is #49 in verbal SAT scores in the nation (493) and #46 in average math SAT scores (502).
  • Texas is #36 in the nation in high school graduation rates (68%).
  • California has nine nationally recognized research institutions; New York has seven; Pennsylvania has four; while Texas, the second most populous state in the nation, has only three.
  • Out of Texas’ 145 public and private higher education institutions, only one private institution, Rice University, ranked among the nation’s top 50.
  • #35 Percentage of 8th-graders scoring at or above proficient in reading in school year 2005 (26 percent)

  • #35 Percentage of 4th-graders scoring at or above proficient in reading in school year 2005 (29 percent)



Þar sem #XX er væntanlega hvar í röðinni af öllum fylkjum BNA Texas er.

Arnar, 20.9.2011 kl. 13:22

13 identicon

Arnar (hinn),

Þarf ég eitthvað að segja meira;-)

Þarna ertu að vísa í SAT. Veistu hvað það eru margir í skólakerfinu í Texas, þar sem enska er ekki móðurmálið?? Þeir eru mjög margir, skal ég segja þér.

...enn og aftur finnst mér ég vera berja hausnum í stein. Það er alveg sama hvað maður segir. Það skiptir nákvæmlega engu máli ;-)

Þó að einhverjar stofnanir eru ekki á einhverjum lista, þá segir það ekkert allt. Þetta sem ég sagði áðan um hvað Texas hefur verið framarlega á lista um vísindi og fræði í mörgum mikilvægum greinum er einfaldlega staðreynd.

Einnig fara margir frá Texas til annarra fylkja í háskóla. Það er þó ekki pointið. Annars er svona heilstæður samanburður erfiður. UNI of Houston, UT, og SMU, eru allt háskólar sem ættu léttilega að komast inn á topp 50, aftur á móti er kriterían oft mjög skrýtin, og t.d. bara það að þeir þurfa að uppfylla einhver "félagsleg" markmið, þýðir að þeir detta niður af listanum.

Það breytir þó ekki hinu að í Texas eru margar af fremstu rannóknarstöðum heimsins.

Þú verður bara að þroskast karlinn.........ja, eða þróast ;-)

Smári G (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 13:41

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sé að þú villt láta útiloka kenninguna um vithönnun líka Arnar P. Hvaða kenningu viltu láta kenna í staðinn fyrir hana?

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.9.2011 kl. 13:45

15 Smámynd: Arnar

Það er nú meira en SAT í þessari upptalningu minni Smári, td. kemur fram að aðeins 26% 8. bekkinga séu yfir meðallagi læs eitthvað árið.

Og, þótt að margar að fremstu rannsóknarstöðum heimsins væru í Texas þá er ekki sjálfgefið að þær séu mannaðar innfæddum og uppöldum Texas búum.  Reyndar er frekar ólíklegt að þær væru það miðað við menntunarstig Texas.

Ad hominem varðandi þroska- eða þróunarstig eru aldrei neinum til framdráttar.

Arnar, 20.9.2011 kl. 14:00

16 Smámynd: Arnar

Svanur, hvað á að koma í staðinn fyrir eitthvað sem er ekki kennt?

Arnar, 20.9.2011 kl. 14:01

17 Smámynd: Arnar Pálsson

Smári ég tel mig taka svona hófstilltri gagnrýni vel og móðgast sjaldan.

E.t.v. lagði ég ekki næga áherslu á veikleika stjórnar Ataturks og þess sem í kjölfarið fylgdi, ofbeldið, þjóðernishreinsanir og alræði hersins. En ég held að Tyrkland tuttugustu aldar teljist nær lýðræði en Tyrkland nítjándu aldar.

Varðandi bandaríkin, þá gerir ég mér fyllilega grein fyrir því að þau eru mikill grautarpottur og að margar stórkostlegar framfarir eigi rætur sínar þar. Samt þætti mér gaman að sjá rökstuðning þinn fyrir athugasemdinni:

Þetta gerist allt í Texas ;-)..... 

Sannarlega var Los Alamos valinn fyrir rannsóknastöð, og Houston sem miðstöð geimferða, og að háskólar þar eru í fremstu röð. En það gerðist áður en Georg W. Bush tók við og áður en Rick Perry hófst handa við að eyðileggja menntakerfi fylkisins. 

Ég hef mikla trú á getu einstaklinga til að vinna vísindaleg og tæknileg þrekvirki, og það skiptir ekki alveg máli hvaða trúfélagi, ef einhverju þeir tilheyra. Einnig getur verið að það skipti ekki öllu máli hvort að þeir fengu að heyra um þróunarkenninguna í 3 bekk eða tíunda. En ef fyrir þeim á að liggja að vinna á sviði líffræði, læknavísinda og jarðvísinda, þá vona ég að þeir gleymi ruglinu í sköpunarsinnunum sem þeir heyrðu í grunnskóla í Texas.

Þú talar um ímyndaða óvini vísindanna. Repúblikanar hafa margir hverjir ráðist á vísindin. Það er engin ímyndun!

Jonathan Cole sem hélt fyrirlestur hérlendis um háskóla framtíðarinnar fyrr í mánuðinum vitnaði í Pogo - "We have met the enemy and it is us". Það er nóg af göllum við hið vísindalega kerfi, háskólana og styrkjakerfið. En Rick Perry var ekki bara að ráðast að vísindum, hann var að ráðast að upplýsingunni, og grunnhugmyndinni um aðskilnað ríkis og kirkju. Ég tek þetta kannski aðeins of alvarlega, miðað við íslenskan veruleika dagsins í dag, en veröldin er stór og það mun skipta okkur máli ef svo andvísindalega sinnaður forseti sem Rick Perry (og hjálpi okkur Seifur Michelle Bachmann) væri kosinn í Bandaríkjunum.

Arnar Pálsson, 20.9.2011 kl. 14:07

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef að t.d. lestur er ekki kenndur við skóla, væri hægt að taka upp lesturskennslu Arnar. Annars skil ég ekki hvað þú ert að fara frekar en endranær.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.9.2011 kl. 14:08

19 Smámynd: Arnar Pálsson

Svanur

Jones dómari, sem úrskurðaði í Kitzmiller vs. Dover, ályktaði og rökstuddi á 139 síðum að vitræn hönnun er sköpunarhyggja.

In his 139-page ruling on the Dover, Pa., "intelligent design" case, federal district Judge John E. Jones sets out to kill ID's scientific pretensions once and for all. "After a six-week trial that spanned twenty-one days and included countless hours of detailed expert witness presentations, the Court is confident that no other tribunal in the United States is in a better position than are we to traipse into this controversial area," he writes. Jones proceeds to tear ID limb from limb "in the hope that it may prevent the obvious waste of judicial and other resources which would be occasioned by a subsequent trial" on the same question.

Is Creationism Destructible? Where to go from Dover.

By William Saletan

 http://www.slate.com/id/2132807/

Arnar Pálsson, 20.9.2011 kl. 14:10

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvar í þessu ágæta plaggi sínu færir Jones dómari rök fyrir því að þróun  geti ekki verið hluti af sköpun?

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.9.2011 kl. 14:27

21 Smámynd: Arnar

Svanur, ef lestur er ekki kenndur í einhverjum skóla, þá er varla hægt að breyta námskrá og kenna eitthvað annað í staðinn fyrir lesturinn sem er ekki kenndur..

Annars er staður og stund fyrir allt, ekkert við það að athuga að sköpunarsagan sé kennd í trúabragðafræði.

Arnar, 20.9.2011 kl. 14:27

22 Smámynd: Arnar

Svanur, Jones dómari færir rök fyrir því að 'vitræn hönnun' séu aðeins sköpunartrú í dularbúningi.

Reyndu að fá sköpunarsinna til að samþykkja að guðinn hans hafi startað einhverjum efnahvörfum fyrir ~4.7 miljörðum ára og restin hafi gerst af sjálfum sér með ferli sem best er lýst með þróunarkenningunni.  Ég get ekki útilokað það en það væri fróðlegt að fá álit sköpunarsinna.

Arnar, 20.9.2011 kl. 14:30

23 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Arnar; trúarbragðafræðin teygir sig yfir nánast allar aðrar námsgreinar á einn eða annann hátt. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.9.2011 kl. 14:34

24 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Arnar: Ég er sköpunarsinni í þeim skilningi að ég álít að Guð hafi skapað öll eðlislögmálin sem ráða í alheiminum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.9.2011 kl. 14:37

25 identicon

Arnar Pálsson skrifaði

"Ad hominem varðandi þroska- eða þróunarstig eru aldrei neinum til framdráttar."

Samt er það nákvæmlega það, sem mest öll gagnrýni þín byggir á!

Ég vona að þú skiljir að allar reglur hafa undantekningu. Annars er þetta "ad hominem" blaður náttúrulega komið út fyrir allan þjófabálk,og menn farnir að nota þetta í kolvitlausu samhengi.

Arnar,

Kannski í dag eru allra þjóðakvikindi sem starf í Texas, enda vona ég að þú sért ekki að fara beita alþjóðavæðingunni, sem rök fyrir slæglegu uppeldi í Texas ;-)

Málið er að á seinni hluti 20.aldar var Texas(mjög sjálfstæðir) leiðandi á mörgum sviðum í læknavísindum(líklega fullkomnasta spítala-komplex í heiminum þar), einnig geimvísindin(engin tilviljun að þeim var valinn staður þar..come on Los Alamos var valinn vegna landræðilegrar legu ;-)), Texas instruments er eitt dæmi, síðan fjölmörg önnur dæmi í alls kyns öðrum tæknigreinum.

Eins og ég sagði áðan þá er held ég stór hluti af viðleitni "sköpunarsinnar", þetta undarlega afleidda "siðferði" sem margir þróunarsinnar eins og Dawkins o.fl. nota til að "berja á" þeim eru trúaðir.

M.ö.o. held ég að þeir spretta upp úr þeim jarðvegi.

Reyndar finnst mér þessi umræða um vísindi almennt vera á mjög lágu plani. Þetta orð vísindi er orðið svo rosalega þvælt í nútímasamfélagi. Ýmis konar hagsmunir nota orðið miskunarlaust til að réttlæta hitt og þetta. Rannsóknir sem sýna fram á hitt og þetta. Það er komið hálfgert "trúarbragð"(nýyrði) á vísindi og rannsóknir sem slík. Þ.e. ályktanirnar sem dregnar eru af hlutunum eru svo "absolút" að það er varla rými fyrir neitt annað.

Smári G (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 14:51

26 Smámynd: Arnar

Ég aðhyllist kannski full þrönga notkun á orðinu sköpunarsinni, í mínum huga er það þá einhver sem aðhyllist bókstaflega biblíulega sköpun og unga jörð.

Samkvæmt wiki ertu þá líklega í þeim hóp sem gæti samþykkt:

Theistic evolution or evolutionary creation is a concept that asserts that classical religious teachings about God are compatible with the modern scientific understanding about biological evolution. In short, theistic evolutionists believe that there is a God, that God is the creator of the materialuniverse and (by consequence) all life within, and that biological evolution is simply a natural process within that creation. Evolution, according to this view, is simply a tool that God employed to develop human life.

Sjálfur gæti ég alveg kvittað upp á þetta, þó með þeim fyrirvara að guðinn sé líklega ekki til.

Varðandi að trúarbragðafræði tegi sig yfir nánast allar aðrar námsgreinar þá þarftu að útskýra það eitthvað betur.  Í framhaldskóla komu trúarbrögð jú eitthvað fyrir í sagnfræði en ekki í stærðfræði, ensku, dönsku, þýsku, íslensku, tölvufræði(tölvunotkun), hagfræði, bókfærslu, eðlisfræði, lífræði eða leikfimi (vona að ég sé ekki að gleyma neinu).  Og í mínu háskólanámi í tölvunarfræði bæði í Háskóla Íslands og Háskólan í Reykjavík var ekkert minnst einu orði á trúarbragðafræði og ég varð ekkert var við það í öðrum deildum sem áttu einhverja samleið með mínu námi.

Arnar, 20.9.2011 kl. 14:55

27 Smámynd: Arnar

Smári:

Arnar Pálsson skrifaði

"Ad hominem varðandi þroska- eða þróunarstig eru aldrei neinum til framdráttar."

Samt er það nákvæmlega það, sem mest öll gagnrýni þín byggir á!

Ég vona að þú skiljir að allar reglur hafa undantekningu. Annars er þetta "ad hominem" blaður náttúrulega komið út fyrir allan þjófabálk,og menn farnir að nota þetta í kolvitlausu samhengi.

Það var reyndar ég.

Hvar beiti ég Ad hominem, hver er undantekningin á notkun þess og hvernig var ég að nota það í kolvitlausu samhengi þegar þú sagðir að ég væri vanþroskaður/vanþróaður? 

Arnar, 20.9.2011 kl. 15:06

28 Smámynd: Arnar Pálsson

Smári

Varðandi Texas, þá held ég að við séum að hluta til sammála. Texas var merkilegt fylki í tækni og vísindastarfi, amk á fyrstu 70 ár síðustu aldar. Eftir það fór að halla undan fæti, og tölurnar sem Arnar dreki setti fram eru ekkert nema áfellisdómur um menntastefnu yfirvalda í Texas.

Síðan skil ég reyndar ekki eftirfarandi setningu, þú vilt kannski umorða hana fyrir mig:

Eins og ég sagði áðan þá er held ég stór hluti af viðleitni "sköpunarsinnar", þetta undarlega afleidda "siðferði" sem margir þróunarsinnar eins og Dawkins o.fl. nota til að "berja á" þeim eru trúaðir. 

Ég er sammála þér að umræða, og þá sérstaklega fréttaflutningur af vísindum hérlendis vera oft á frekar lágu plani. Þetta er ekki mikið skárra erlendis, en þar er allavega eftirfylgni, hlutirnir settir í samhengi og skírskotað til snertiflata vísinda, siðferðis og samfélags.

Ef þú hefur áhuga á viðfangsefninu skora ég á þig að lesa Sæborgir Úlfhildar Dagsdóttur, þar sem hún tekur fyrir fjölmiðlaumræðu íslenska um lífvísindi.

Það er sannarlega sorglegt að vera vísindamaður og sjá fréttamiðla rangtúlka eða öfugsnúa niðurstöðum eða staðreyndum, til að kreista út hnyttna og grípandi fyrirsögn. Ég var að lesa frásagnir Ian Wilmuts, sem var einn þeirra sem klónuðu Dolly, af fjölmiðlafárinu í kringum vesalíngs gimbrina. Allir vísindamenn vilja gera eitthvað samfélaginu til góðs, en margir þeirra fá áfall þegar fjölmiðlasirkusinn mættir á svæðið.

Arnar Pálsson, 20.9.2011 kl. 15:18

29 Smámynd: Arnar Pálsson

Svanur

Jones dómari ályktaði að vitræn hönnun væri sköpunarhyggja í dulargervi, lestu bara úrskurðinn.

Svanur

Hvar í þessu ágæta plaggi sínu færir Jones dómari rök fyrir því að þróun  geti ekki verið hluti af sköpun?

Dómarinn var ekki að fjalla um þessa spurningu, bara þá hvort vitræn hönnun væri vísindi eða ekki.

Svanur:

Ég er sköpunarsinni í þeim skilningi að ég álít að Guð hafi skapað öll eðlislögmálin sem ráða í alheiminum. 

Þú flokkast líklega með þeim sem meðtaka Theistic Evolution & Evolutionary Creationism

Creationism does not have to be incompatible with evolution; there are many who believe in a creator god(s) and who also accept evolution. They may have deistic beliefs and believe a god started everything then let it run without interference. Theistic Evolution encompasses theism, some system of traditional religious beliefs, and the idea that a god or gods used evolution to develop life on earth.
http://atheism.about.com/od/creationismcreationists/tp/CreationismTypes.htm
Þeir sköpunarsinnar sem herja á breska skóla eru flestir af öðrum gerðum.

Arnar Pálsson, 20.9.2011 kl. 15:24

30 identicon

Arnar (hinn),

Ég sagði ekki að þú værir vanþroskaður/vanþróaður. Einfaldlega sagði að þú mættir vera aðeins þroskaðri/þróaðri í þinni skoðanamyndun á sköpunarsinnum, og í að vera segja aðrar þjóðir ekki nógu sniðugar vegna þess að vísindin eru ekki hafðar uppi á einhverjum stalli. Síðan tók ég dæmi frá Texas. Ég held reyndar að þú skiljir þetta nú ef þú reynir ;-)

Annars ekki fara að flokka mig í orðabók, eftir einhverri netorðabók... ;-)

Reyndu nú að lesa það sem ég skrifa, þegar ég ræddi um vísindin og stöðu þeirra. Ég er ekkert að ráðast á vísindin .....merkilegt samt hvað "talsmen" vísindanna eru nánast viðkvæmari fyrir gagnrýni á þau, heldur en trúfélög. Jaaá, þetta er reyndar stórmerkilegt ef maður pælir í því. Reyndar á þetta meira við um netsamfélagið en annað, en samt. Netsamfélagið er líka fólk ;-)

Smári G (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 15:27

31 identicon

Arnar P.

Þú ert nú full dramatískur. Mér finnst nú vísindamenn meira NOTA fjölmiðla til að koma sínum hugmyndum, og störfum á framfæri. Það er nú soldið sérstakt að nota klónunina um dolly sem dæmi, þar sem vísindamennirnir þar áttu nú einna stærsta þáttinn í öllu havaríinu.....

Vísindamenn eru nú ekki alveg svona bláeygðir ;-)

Ég skil samt upp að vissu marki hvað þú ert að fara. Fréttaflutningur fjölmiðla á Íslandi er nú ekki til að hrópa húrra yfir, og það á mörgum sviðum. Ekki bara vísinda.

Gott að við erum orðnir sammála að Texas sé stórmerkilegt varðandi vísindi og tækni(eða var að þínu mati). Ég held að þetta stangist á við sýn flestra.

Líklega hefur eitthvað dregið úr hjá þeim á kannski síðsutu 20 árum, en ertu ekki soldið að rembast með því að tengja það sérstaklega við menntakerfið ;-) Þeir eru ennþá í fremstu röð þrátt fyrir allt, sérstaklega í læknavísindum.

Smári G (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 15:45

32 Smámynd: Arnar

Hvar sagði ég:

.. aðrar þjóðir ekki nógu sniðugar vegna þess að vísindin eru ekki hafðar uppi á einhverjum stalli.

?

Með sérstakri tilvísun í

Reyndu nú að lesa það sem ég skrifa..

 :)

Annars tel ég mig hafa mjög þroskaða skoðun á sköpunarsinnum (as in YEC).

Arnar, 20.9.2011 kl. 16:31

33 identicon

Arnar (hinn),

Þú átt voðalega erfitt með að halda þræði Arnar. Þú hoppar úr einu í annað, og reynir að fara út í hártoganir á einhverju "ad hominem" kjaftæði, sem þú eflaust skilur varla hvað þýðir. Hversu kaldhæðið er það að þegar menn tala um þetta, þá er það oftast vegna þess að þeir eru að reyna forðast umræðuefnið??

Smá leikrit um Arnar, þ.e. mynd af froski Arnar ;-)

...Arnar: Þú ert fyrrtur allri skynsemi

Viðmælandi: Mér finnst þetta frekar óþroskað viðhorf hjá þér.

Arnar: Einmitt, á nú að koma með "ad hominem".

....upp úr því fer umræðan út í veður og vind, og umræðuefnið gleymist.

Sorglegt, en mikið skuggalega er þetta nærri lagi....oopss.

Smári G (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 17:35

34 identicon

Þetta á bara ekkert heima í vísindum eða líffræði. Þetta á bara heima í kirkjunni, uppeldi eða trúabragðafræði. Það sem pirrar David er þegar "creationists" reyna að dulbúa þetta sem einhver vísindi sem er bara bull.
Þetta á bara ekkert að kenna þar sem staðreyndir eru annarsvegar(vísindi). Svo eiga trúarbrgð ekkert heima í skólum, fyrir utan til að skilja grunninn í íslenskri menningu.

Agnar (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 17:53

35 identicon

Agnar,

Það er samt allt í lagi að vera opinn fyrir vangaveltum. Menn hafa komið með kenningar í hinu og þessum stjörnufræði, sem hafa á sínum tíma verið taldar hálfgerður vísindaskáldskapur, en síðan komið í ljós að hafa verið furðu nærri lagi.

......og í hina áttina hafa kenningar sem hafa verið mjög vinsælar dottið úr tísku, og virkað frekar barnalegar eftir á. Þannig er þetta. Það er einfaldlega gangur þekkingarinnar.

Síðan er eitthvað sem er erfitt að staðreyna, sem er síðan annar angi af þessu,en kannski annað mál að hluta.

Menn verða einfaldlega að fara ræða þetta á þroskaðan hátt, og ekki endalaust að fara í skotgrafir.

Smári G (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 18:28

36 identicon

Svanur segir: Ég trúi því að það sé galdrakarl þarna úti, hann galdraði allt upp..
Þvílíkt rugl mar   Svanur er svo sjálfsleskur, hann er faktískt að segja: Væl og vol ég neita að trúa að ég eigi eftir að drepast, ég er svo special, ég verð ljós sem flýgur um alheiminn, ég trúi á allt sem styður við ranghugmyndir mínar um mitt specialness; Ég er svona new age útgáfa af Mofa

DoctorE (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 18:54

37 identicon

doktore,

Hefurðu einhvern tímann getað komist í gegnum eina færslu án þess að hegða þér eins og algjört fífl?

......bara pæling ;-)

Smári G (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 20:13

38 identicon

Mig langar að spyrja ArnarP aðeinu:

Í ljósi þess að bæði stórheimur (macrocosmos) og smáheimur (microcosmos) setja vísindum að því er virðist óyfirstíganlegar hindranir, trúir þú því samt að vísindi geti yfirhöfuð svarað öllu?

Þú hefur enga sönnun, eða hvað?

Jóhann (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 20:33

39 identicon

Þá skal líka vera bannað að kenna þróunarkenninguna ef bannað verður að kenna sköpunarkenninguna.

Björn Ingi (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 20:39

40 identicon

Vitanlega á ekki að kenna sköpunarsögu Biflíunnar, nema í trúarbragðasögu.

En það jafngildir ekki því að vísindi hafi öll svör.

Jóhann (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 20:49

41 identicon

Sköpunarsaga biblíu er ekki kenning í dag, þetta er bara gömul hjátrú. Það væri ekki nokkur maður(Nema ruglukollar) að spá í að þetta sé raunverulegt í nútímanum nema vegna þess að við deyjum;
Ef vísindin kæmu með "eilíft" líf í dag, Svanur myndi taka það fram yfir hjátrú sína, Mofi myndi gera það, biskupinn, Gunnar á krossinum, Jónina Ben og Friðrik Scram + páfinn;  En ekki ég, ég nenni ekki að lifa að eilífu.
Þúsundir guða hafa komið og farið í gegnum tíðina, sama mun gerast með Allah/Guð kórans og biblíu

Vísindin hafa ekki öll svör, það táknar ekki að hjátrú sé eitthvað vitræn.

Smári: Fíflaskapur/skop og kaldhæðni er það eina sem dugar gegn trúarbrögðum; Rök virka ekki, eða mjög illa á trúhausa sem eru blindaðir af ást á sjálfum sér.

DoctorE (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 21:48

42 identicon

Mikið áttu nú bágt, doktore...

Jóhann (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 21:50

43 identicon

doktore,

Þannig að þú ert að viðurkenna að þú hegðir þér eins og fífl....jæja, þú viðurkenndir það þó ;-)

..kaldhæðni. Ég held að jafnvel kaldhæðnin roðni, þegar þú leggur þér það orð í munn!

Sá eini sem er blindaður af ást á sjálfum sér, ert klárlega þú sjálfur!

Smári G (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 22:01

44 identicon

Bara "sorry" strákar; Það er ekki neinn munur á Sússanum ykkar og svo hindúum að kyssa rassinn á margarma fílastyttum, hoppandi galdravúddú gaurum, Xenu geimverugoði eða whatever; Þetta er allt sama steypan.
Menn horfa á önnur trúarbrögð en sín eigin og furða sig á hvernig menn geta virkilega trúað slíkri vitleysu, sjá að þetta er gaga, en eru svo blindaðir fyrir samskonar rugli í eigin trú.
Reyna jafnvel að segja að trúleysi sé trú, týna út eina vísindakenningu, þrónunarkenninguna, sem er líkast til best sannaða kenning vísindanna og segja hana vera trúarbrögð/lygar/samsæri sett til höfuðs Sússa eða Mumma.
Svo ef beðið er um sannanir fyrir guð(um)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 22:16

45 identicon

Ég ætlaði nú ekki að fara þrátta um þetta, en nú ertu kominn í nauðvörn. Þú einhvern veginn gefur þér svo rosalega mikið. Þú ert í senn fífl, en á sama tíma ætlastu til að vera tekinn alvarlega. Kæmi mér ekki á óvart ef hausinn á þér myndi fljúga af þér að lokum;-)

Ef broskarl virkar ekki, þá detturðu í linka, síðan í myndir, svo í tilvitnanir, að lokur í myndir, og síðan í myndir með texta o.s.frv.

....hvað ætli komi næst ;-)

Smári G (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 22:41

46 identicon

Það er alveg merkilegt hvað þessi umræða getur alltaf verið snúin, þegar í raun er hún mjög einföld.

Yfirnáttúrulegir hlutir eru ekki afsannanlegir svo sem álfar, guð eða einhver skapari.

Þar sem þeir eru ekki afsannanlegir er það brot á grunnlögmáli vísindalegs ferlis.

Þannig að sköpunarsagan eða vithönnun eru ekki vísindi.

Sköpunnarsinnar eru að reyna að dulbúa trú sinni sem vísindi þannig að þeir geta sniðgengið stjórnarskrá þessara landa um að trúarbrögð séu ekki kennd í opinberum skólum, þeir vilja nefnilega að þetta sé kennt samhliða þróunarkenningunni.

Þetta er það sem þessir merku menn eru að berjast fyrir að gerist ekki, og er ég þeim mjög sammála.

Guð blessi ykkur :)

Hrói (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 10:33

47 identicon

Það er alveg drepfyndið að lesa þruglið í Mofa þar sem hann gerir árás á Attenborough með fáránleika eins og: Flestir vísindamenn í gegnum söguna aðhylltust sköpun og voru trúaðir, þess vegna er vit í sköpunarsögu biblíu... hahahaha maðurinn er alveg að snappa, týnir þrugl úr AiG alveg hægri/vinstri, vitnar í copy/paste frá sjálfum sér.
Núna missir hann örugglega vinnuna aftur.. hann sóar öllum vinnutímanum enn og aftur í að styðja við galdrabókina og galdrakarlinn sinn... hahaha

DoctorE (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 11:09

48 Smámynd: Valur Arnarson

Ég held að flestir hér geti tekið undir það að ekki eigi að kenna sköpunarsöguna í náttúruvísindalegu samhengi enda á hún ekkert skylt við náttúruvísindi.

Sköpunarsagan er fyrst og fremst trúarleg og er samþykkt á þeim forsendum. Það sem hún segir, eða lýsir yfir, er að það hafi verið Guð sem skapaði heiminn (alheiminn ef útí það er farið). Menn geta svo haft sínar skoðanir á því hvort það sé rökrétt eða ekki en það er umfjöllunarefni heimspekinnar (hugvísinda).

Varðandi þróunarkenninguna þá passar hún vel inní náttúruvísindin og á algjörlega heima þar, hún er hins vegar heimspekileg rökvilla og það sem er í mótsögn við sjálfan sig getur ekki verið sannleikur. Ef maðurinn er afurð tilviljunarkenndrar og hugsunarlausrar þróunnar, ef það er engin vitræn hönnun á bak við hann, ef uppruna hans er aðeins að finna í hinum efnislega heimi, þá væri illa hægt að taka mark á því sem frá honum kæmi. Kenningin um þróun er ekki undanskilin frá því.

Nú væri hægt að segja að það hefði verið Guð (hönnuður/hugsanleg orsök alheimsins) sem kom ferlinu af stað og því sé það sannarlega ekki hugsunarlaust. En út frá þeirri forsendu, hvað gerir mannin sérstakan? Er það sem frá okkur er komið eitthvað réttara og merkilegra en það sem kemur frá t.d. hvölum? Guð setti, samkvæmt þessari forsendu, einnig það ferli af stað.

Þetta hlýtur að leiða okkur að spurningunni: Hver er tilgangur mannsins hér á jörðinni? Er ekki hægt að finna tilgang í flest öllu öðru lífi? Hver er tilgangur mannsins ef hann er aðeins afurð tilviljunarkenndrar þróunnar eins og annað líf?

Útfrá þeirri forsendu að það sé engin Guð, þá er skiljanlega engin æðri tilgangur. Það er engin sem grípur inní atburðarrásina að neinu marki. Það gæti komið loftsteinn úr beltinu milli júpíters og mars á morgun sem myndi eyða öllu lífi á jörðinni. Það myndi ekki breyta neinu ef litið er á heildarmyndina. Fæðing og dauði er sama marki brennd, þ.e. engu.

Útfrá þeirri forsendu að það sé til Guð sem kom atburðarrásinni af stað en lætur sig ekki varða frekar um ferlið, þá er erfitt að sjá hver tilgangur mannsins er ef sú forsenda er rétt. Slíkur Guð hefði trúlega engan áhuga á því hvað við gerðum og tilvera okkar væri ekki háð því að eiga samfélag við hann hvorki í þessu lífi né í eilífðarlífinu ef það væri eitthvað slíkt útfrá þessari forsendu. Tilgangur mannsins væri því sama marki brennd og útfrá fyrstu forsendunni, þ.e. engu.

Hins vegar útfrá þeirri forsendu að það sé hönnuður/skapari sem skapaði manninn til að eiga við sig samfélag, sköpunin er ekki tilviljunarkennd og svo sannarlega ekki hugsunarlaus þá er tilgangurinn einmitt samfélag við æðri veru sem geymir uppruna okkar (og alls efnisheimsins) í sér (þetta á líka við um forsendu nr. tvö.)

Valur Arnarson, 21.9.2011 kl. 12:46

49 identicon

Hrói,

Nú er Hötturinn að djóka...er það ekki annars.

Þú ruglar öllu saman í einn graut, bara til að getað ályktað eitthvað voðalega fínt sem samræmist þinu viðhorfi.

Er það ekki málið að þegar menn fara að tala um þetta öðruvísi en í einhverju rugli, þá kemur í ljós að menn hafa kannski ekki kynnt sér málið nógu vel, og hlustað í blindni á menn sem titla sig "vísindamenn", því þeir hljóta að hafa rétt fyrir sér......bara svona í öllu, almennt séð.....því jú, þeir vísindamenn.

.......já ef heimurinn væri bara svona einfaldur ;-)

...já, og af gefnu tilfefni þá vil ég taka það fram að ég styð ennþá vísindarannsóknir í háskólum.........(maður verður víst að taka svona fram, svo steypt er umræðan).

Smári G (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 13:11

50 Smámynd: Rebekka

Ef maðurinn er afurð tilviljunarkenndrar og hugsunarlausrar þróunnar, ef það er engin vitræn hönnun á bak við hann, ef uppruna hans er aðeins að finna í hinum efnislega heimi, þá væri illa hægt að taka mark á því sem frá honum kæmi. Kenningin um þróun er ekki undanskilin frá því.

Valur, þetta er þín eigin hugsanavilla, ekki viðurkennd rökvilla.  Þar að auki er þróun að sjálfsögðu hugsunarlaus, en hún er aðeins að hluta til tilviljunarkennd. 

Og af hverju þarf alheimurinn alltaf að snúast í kringum rassinn á mannkyninu?  Búðu þér til þinn eigin tilgang!  Mannkynið hefur í sjálfu sér engan tilgang, aðeins einstaklingarnir ákveða farveginn sem þeir vilja beina lífi sínu í.

Rebekka, 21.9.2011 kl. 13:39

51 Smámynd: Valur Arnarson

Rebekka,

Þú viðurkennir að þróun sé hugsunarlaus og viðurkennir þar með að um viðurkennda rökvillu sé að ræða. Þetta er einmitt rökvillan ef við erum afurð hugsunarlausrar þróunnar þá er ekki hægt að treysta því sem frá okkur kemur, þróunarkenningin er ekki undanskilin frá því.

Mér sýnist þú annars taka undir flest annað sem í athugasemdinni er.

Valur Arnarson, 21.9.2011 kl. 13:59

52 Smámynd: Arnar Pálsson

Smári G

Afsakaðu töfina á svari. Þú segir:

Þú ert nú full dramatískur. Mér finnst nú vísindamenn meira NOTA fjölmiðla til að koma sínum hugmyndum, og störfum á framfæri. Það er nú soldið sérstakt að nota klónunina um dolly sem dæmi, þar sem vísindamennirnir þar áttu nú einna stærsta þáttinn í öllu havaríinu.....

Vísindamenn eru nú ekki alveg svona bláeygðir ;-)

Vísindamenn vilja vitanlega kynna niðurstöður sínar fyrir almenningi, en því miður fara fjölmiðlar oft mjög skrautlega með staðreyndirnar! Ég myndi tæplega tala um að vísindamenn séu að NOTA fjölmiðla, flestir þeirra forðast fjölmiðla eins og svarta dauða og bölsóttast út í mistúlkanir.

Dolly gengið birti alveg jafn merkilega grein árið á undan en það vakti enga athygli, en um leið og Dolly fangaði athygli heimsins var skrattinn laus úr sauðaleggnum.

Ég skil samt upp að vissu marki hvað þú ert að fara. Fréttaflutningur fjölmiðla á Íslandi er nú ekki til að hrópa húrra yfir, og það á mörgum sviðum. Ekki bara vísinda.

Gott að við erum orðnir sammála að Texas sé stórmerkilegt varðandi vísindi og tækni(eða var að þínu mati). Ég held að þetta stangist á við sýn flestra.

Líklega hefur eitthvað dregið úr hjá þeim á kannski síðsutu 20 árum, en ertu ekki soldið að rembast með því að tengja það sérstaklega við menntakerfið ;-) Þeir eru ennþá í fremstu röð þrátt fyrir allt, sérstaklega í læknavísindum.

Ég skil reyndar ekki hvers vegna þú ert svona viðkvæmur fyrir gagnrýni á Texas. Viltu deila því með okkur, hefðir þú varið Kaliforníu af sama þrótti?

Bandaríska kerfið hefur náð langt, ekki vegna góðrar grunnmenntunar, heldur vegna áherslu a grunnrannsóknir og afburða kúltúr í stærstu háskólum og stofnunum (sem eru reyndar ekki það margar í Texas nú til dags), og þess að þeir soga til sín besta fólkið frá útlöndum.

Arnar Pálsson, 21.9.2011 kl. 14:13

53 Smámynd: Arnar Pálsson

Aðrir

Vík að öðrum atriðum umræðunar síðar í dag.

Arnar Pálsson, 21.9.2011 kl. 14:14

54 identicon

@Smári

Þar sem þú komst ekki með neitt málefnalegt við það sem ég sagði þá spyr ég þig:

Er það þín skoðun að sköpunarsagan eða vithönnun sé vísindi.

Hrói (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 14:21

55 identicon

Það er ekki neinn æðri tilgangu Valur; Við getum öll verið dauð á morgun, alveg eins og risaeðlurnar.

Það deyja daglega ~30 þúsund börn úr hungri/sjúkdómum og vosbúð.. .Hvar er guðinn þinn.

DoctorE (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 14:31

56 identicon

Arnar,

Það er s.s. hægt að segja bæði, þ.e. vísindamenn heimta athygli fjölmiðla og þeir heimta vinnufrið. Málið er hins vegar að í nútímasamfélagi er samkeppni um aurinn oft mikil, og frjálslega farið með staðreyndir til að fanga athygli. Ýmiss vísindarit fara líka "frjálslega" með staðreyndir til að selja sig. Það getur síðan verið mis alvarlegt í hvert skipti.

Varðandi gagnrýnina á Texas, þá er einfaldlega soldið þreytandi að hlusta á fólk með þessa rosalegu fordóma um t.d. Texas, og marga hluta Bandaríkjanna.

Ástæða fyrir því að t.d. Texas(hef aldrei pælt í því fyrr en nú), er einfaldlega að þeir voru mjög séðir í að byggja upp sitt. Núna í dag eiga kannski þau rök að "besta" fólkið komi þangað, en ekki fyrir einhverjum áratugum. Reyndar bjó ég nú sem skiptinemi í Houston fyrir 17 árum. Var steinsnar frá Rice Uni. sem er einn besti skóli Bandaríkjanna ...og virkilega fallegur campus.

Reyndar kenndi "bandaríska mamma mín" mörgum af barnabörnum Bush eldri, þ.e. í high school, þá akkúrat líffræði, jarðfræði o.fl. hún væri reyndar akkúrat manneskjan til að spyrja út í þetta....en ég ætla nú að hlífa henni ;-)....

p.s. til að fyrirbyggja misskilning þá er þessi umræða hér, svo langt fyrir utan allt sem maður var að velta fyrir sér. Fólk þarna er mjög hógvært, ólíkt okkur Íslendingum LOL, maður fær reyndar vont bragð í munninn á að bera þetta saman ;-)

Hrói,

Ég er ekki að segja að það sé vísindi. Kannski er ég að segja að það sé trúarbrögð ;-)

Þú mátt nú ekki gleyma því að það voru munnkar og margir sem unnu í tenglsum við trúarlegar stofnanir, sem voru með þeim einu sem sinntu fræða-og vísindastörfum lengi vel. Einn helsti erfðafræðingurinn var t.a.m. prestur, þ.e. Gregor Mendel.

Ég er ekkert að segja að menn í þessum geira, geti eitthvað einir eignað sér heiðurinn af fræðastörfum, heldur að þeir eru ekkert fráhverfir þannig störfum.

..Ég er að reyna vera eins hógvær og ég get.. vona að ég fái þá viðleitni borgaða til baka ;-)

Hitt er það að þróunarkenningin skoðar einn hlut. Hún segir að við aðlögum okkur að umhverfinu, og að þeir hæfustu lifa. Það er gott. Það segir bara svo lítið.

Þetta útilokar ekkert hvort annað. Ég er ekkert að vilja massífa kennslu í vithönnum, heldur að það sé allt í lagi að minnast á það í skólum.

Smári G (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 15:41

57 Smámynd: Valur Arnarson

Ég veit ekki hvort það verði eins og að hella olíu á eldin að svara Rebekku og Doctore en mér finnst það afar merkilegt þegar fólk virðist ekki vera hæft til þess að ræða hlutina nema útfrá einni forsendu og þá náttúrulega bara útfrá þeirri forsendu að lífsskoðun þeirra sé sú rétta.

Rebekka spyr mig hvers vegna allt þurfi að snúast í kringum rassinn á manninum. Útfrá þeirri forsendu að það sé engin guð eða útfrá þeirri forsendu að það sé til einhver guð sem skipti sér ekkert af atburðarrásinni þá þarf skiljanlega ekki allt að snúast í kringum rassinn á manninum. Einmitt útfrá þessum forsendum þá ættu hlutirnir ekkert fremur að snúast í kringum manninn en annað líf jarðarinnar, maðurinn væri ekkert merkilegri en annað líf enda viðurkennir Rebekka að tilgangur mannsins sé engin, sem er heiðarlegt í sjálfu sér. Hins vegar útfrá þeirri forsendu að til sé Guð sem ekki er sama um atburðarrásina og lætur það sig varða hvað við gerum, Guð sem skapaði okkur í þeim tilgangi að eiga við okkur samfélag og geymir uppruna okkar í sér, þá snýst eðlilega allt í kringum manninn (hér á jörð).

Doctore bendir mér á að 30 þúsund börn deyji á degi hverjum úr hungri og vosbúð, hann spyr mig svo hvar "guðinn minn" sé. Ef hann er til og skapaði alheiminn úr engu, þá er hann skiljanlega utan við alheiminn, það hlýtur að vera heiðarlegasta svarið við því hvar hann sé. En einhvern vegin grunar mig að spurningin hafi tengst barnadauðanum og við því hef ég náttúrulega ekkert svar og hlýt að gera ráð fyrir því að Guð hafi svarið þar sem staða hans og okkar er skiljanlega mjög ólík ef forsenda nr. 3 er rétt.

Ef ég myndi tapa öllum mínum peningum og yrði sendur einhvert til Afríku allslaus og peningalaus til þess að deyja, þá gæti ég ekki ætlast til þess að mér yrði bjargað af Guði aðeins vegna þess að ég er kristinn. Við sem erum kristnir trúum því einmitt ekki að réttur okkar til "góðs" lífs sé til staðar. Við eigum einmitt að fela allt í Guðs hendur hann mun á endanum vel fyrir sjá. Vegir Guðs eru æðri vegum mannanna, það sem við sjáum í augnablikunu sem vonlausa stöðu getur verið byrjunin á einhverju sem er mikið betra. Trú gengur einmitt útá það að treysta og þá í mínu tilfelli að treysta Guði. Ef ekkert gott gerist í þessu lífi þá gerist það svo sannarlega í því næsta, ef forsenda 3 er rétt.

Valur Arnarson, 21.9.2011 kl. 17:14

58 identicon

Veistu Valur að meira en helmingur allra manna sem hafa fæðst á þessari jörð(minnir að það séu meira en 50 milljarðar), hafa dáið tilgangslausum dauða á barnsaldri; Já og hafa ekki einu sinni haft þroska til að hafa frjálsan vilja til þess að geta kosið réttan guð, guðinn þinn.


Það er ekkert nema fáránlegt að halda í þetta sem þú kallar trú/guð; Þessi guð er ekkert nema þú sjálfur, þú ert að tilbiðja sjálfan þig og ekkert annað, það er augljóst og kristaltært.

DoctorE (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 17:56

59 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hún er merkileg þessi eyðimerkurganga guðleysispredikara þessa heims. (Ætti kannski að segja þessa bloggs) -

Að halda því fram að háð og skætingur sé það eina sem gagni á viðmælendur sem eru á annarri skoðun, lýsir ekki aðeins algjörri málefnalegri uppgjöf, heldur einnig mikilli reiði og pirringi sem sprottin er af vanmáttarkenndinni sem fylgir tilgangsleysis-heimssýninni. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.9.2011 kl. 18:28

60 Smámynd: Valur Arnarson

DoctorE,

Útfrá þeirri forsendu að lífsskoðun þín sé sú rétta, þá er dauðinn vissulega tilgangslaus, líkt og fæðinginn. En ég held að við séum komnir aðeins útfyrir umræðuefnið hér. Eigum við ekki bara að segja þetta gott í bili, DoctorE?

Valur Arnarson, 21.9.2011 kl. 18:29

61 identicon

doktore,

Þú einhvern veginn sannfærir mann svo vel að þú sért gjörsamlega týndur og skyni skroppinn, en ég ætla að hafa þá trú að það sértu ekki.....

...það þarf bara einhvern að faðma þig!! ;-)

Smári G (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 18:37

62 identicon

Hámark tilgangsleysins hlýtur að vera það að sóa eina lífi sínu í undirbúning fyrir líf EFTIR að menn eru DAUÐIR. Byggja líf sitt á fáránlegum galdrabókum sem eru augljóslega skrifaðar af fáfróðum fornmönnum í augljóum pólitískum tilgangi.
Svanur, ef ég segi þér að yfirnáttúrulegur Andrés önd hafi hannað mig, að hann hafi tilgang fyrir mig eftir að ég er dauður.. ef ég kvaka eftir einhverju dogma; Þá er bara hægt að hafa slíkt að háði og spotti, rétt eins og þetta guðarugl allt saman, þetta er hlægilegt rugl mar.

Mér líður bara mjög vel í mínu lífi, á fjölskyldu sem ég elska og hún elskar mig á móti, ég á mér hin ýmsu áhugamál sem ég skemmti mér við að sýsla í; Svo einn daginn þá verð ég dauður, game over, no continue; Ekkert sem ég get gert í því, sóun að vera að velta sér upp úr því.

DoctorE (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 18:54

63 identicon

doktorinn skrifar, "sóun að vera velta mér upp úr því"......;-)

eins og fyrri daginn þá veit maður ekki hvort maður eigi að brosa eða gráta þegar þessi fígúra á í hlut.

Ég var nú kominn á þá skoðun að hann væri bara með fíflalæti, en velti því reyndar fyrir mér, hvort hann sé raunverulegu svona að upplagi. Ótrúlegt hvað hatur og fáfræði getur haldið mönnum gangandi, já eiginlega mjög skugglegt.

Er Arnar horfinn af svæðinu?

Allavega þú hlýtur að skilja núna af hverju sumir hreyfa við þessum hugmyndum um sköpunarkenningu. Ég held að trúað fólk, sem flest allt er mjög umburðarlynt, sé einfaldlega komið með nóg af svona mönnum eins og t.d. Dawkins og fleirum af hans kalíberi. Þá er ég ekki endilega að meina hans fræðilegu menntun, heldur allt sem hann ályktar út frá henni.

Smári G (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 22:39

64 identicon

Sköpun er ekki kenning heldur trúarbragða kjaftæði.

http://en.wikipedia.org/wiki/Theory#List_of_notable_theories

Arnar M. (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 00:28

65 identicon

Arnar,

Anda karlinn anda ;-)

Trúarbrögð eru ekki kjaftæði..

...og margt í þróunarkenningunni eins og hún var sett fram fyrir 150 árum er í dag algjört kjaftæði.

....þetta var staðreynd, sem ég sagði þér ;-)

...ekkert að þakka, og alveg ókeypis ;-)

Arnar P,

Ertu sofnaður karlinn?

Smári G (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 01:38

66 identicon

Sjáið nú þennan ruglukoll: http://thorhallurh.blog.is/blog/thorhallurh/entry/1192905/

Almenningur borgar þessum manni, tja líklega um milljón á mánuði, konan hans er líka í þessum galdrabransa; Það fara tugir milljóna í þau á ári; Þvílík skömm, þvílíkt hneyksli. Hér er fólk sem á ekki fyrir mat, getur ekki farið með börn sín til tannsa.. en þessi maður fær tugi milljóna á ári, galdrastofnunin sem hann tilheyrir fær ~5000 milljónir ár ári; Fyrir fokking rugl.

Við gætum útrýmt fátækt hér með þessum peningum, algerlega.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 10:07

67 Smámynd: Arnar Pálsson

Agnar:

Þetta á bara ekkert heima í vísindum eða líffræði. Þetta á bara heima í kirkjunni, uppeldi eða trúabragðafræði.

Eg er sammála fyrri setningunni. Það sem bresku vísindamennirnir voru að biðja um var að fjarlægja sköpunarkenningar úr trúarbragðafræði, sem kennd væri í skólum. Líklega eru sköpunarsinnar að koma í trúarbragðafræðitíma og boða vithönnun, sem er eins og ef djöfladýrkendur mættu í smíðatíma og kynntu hugmyndir sínar um að tunglið sé úr osti.

Arnar Pálsson, 22.9.2011 kl. 11:33

68 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það sem bresku vísindamennirnir voru að biðja um var að fjarlægja sköpunarkenningar úr trúarbragðafræði, sem kennd væri í skólum.
Hvar eiga sköpunarkenningar heima ef ekki í trúarbragðafræði?

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.9.2011 kl. 11:49

69 identicon

Arnar Páls,

Ég hélt að þeir væru að koma með þetta sem mótvægi við þróunarkenninguna..

Ég held að þú sért nú aðeins of dramatískur ;-)

Bara kominn í bullandi vörn, og með skringlega hæðni í gangi, varðandi osta og djöfladýrkendur. Ég átti nú von á meiru frá þér ;-)

Smári G (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 13:49

70 Smámynd: Valur Arnarson

Ég held að orðin "áróður og atgangur" eigi frekar við um menn (eins og Arnar Pálsson) sem vilja banna allt í skólum sem samrýmist ekki þeirra lífsskoðun og heimsmynd.

Skelfilegt væri til þess að vita ef slíkur fasismi kæmist til valda í menntakerfi landsins. Öfgafyllri hugmyndir hef ég bara ekki séð.

Valur Arnarson, 22.9.2011 kl. 13:55

71 identicon

Valur þín trú var búinn til af konu. Og þið eru þegar með sköpun kallast kristinnfræði. Þetta á ekki heima í líffræði né vísindum. Fasismi bs.

Arnar M. (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 14:07

72 Smámynd: Valur Arnarson

Arnar M,

Má ég skilja athugasemd þína þannig að þú hafir engin rök við athugasemd minni frá því kl. 12.46 í gær?

Í staðinn býður þú okkur uppá sama barnalega bullið og nafni þinn. Svona er það þegar menn eru komnir í rökþrot.

Valur Arnarson, 22.9.2011 kl. 14:28

73 identicon

Segir manneskjan sem ræðst að mér en ekki að efninu týpskur trúarnöt.

 Valur vil sem sagt líka örugglega kenna Vísindakirkjutrúna annars er það fasismi :-)

Arnar M. (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 14:43

74 Smámynd: Valur Arnarson

Fyndið að lesa þetta:

Því miður er stór hópur kristinna og múslimskra öfgamanna sem telja sér skylt að boða sköpunarkenningu biblíunar meira eða minna útvatnaða.

Þessir svokölluðu öfgamenn eru nú ekki meiri öfgamenn en svo að tilvist þróunarkenningarinnar virðist ekki trufla þá að neinu ráði, enda þegar heimsmynd þróunarkenningarinnar, án Guðs, er skoðuð þá sjá allir hverslags fásinna þetta er. (smbr. rök mín frá því 21.9 kl. 12.46)

Hins vegar virðist það trufla öfgamanninn , Arnar Pálsson, afskaplega mikið að eitthvað sé kennt í skólum sem samræmist ekki hans lífsskoðun eða heimsmynd, hann gengur meira að segja svo langt að hann vill banna þetta truflandi fyrirbæri.

Ekki er umburðalyndið mikið hjá ykkur Náttúruhyggjusinnum og mér sýnist þessi færsla sýna það best hversu hættulegir samfélaginu þið eruð. Viljið stýra menntakerfinu með boðvaldi og heilaþvotti. Fólki er ekki treyst til þess að taka upplýsta afstöðu.

Valur Arnarson, 22.9.2011 kl. 14:47

75 Smámynd: Valur Arnarson

Arnar M,

Er ég týpíski trúarnöttinn að ráðast að þér? Ó, fyrirgefðu viðkvæma blóm, ég skal aldrei segja styggðaryrði við þig framar

Þú kennir ekki trú, enda er engin að tala um það hér. Það er verið að tala um að kynna fyrir fólki hugmyndir trúarbragðanna, fólk getur svo tekið afstöðu um hvað því finnst skynsamlegt og hvað ekki.

Valur Arnarson, 22.9.2011 kl. 14:54

76 identicon

Hræsnari talar um heilaþvotti ekki ferðu að gagnrýna Presta fyrir að fara í leikskóla hálfviti. Þið vilja ráða öllu. Þegar með sunnudags skólana.Enda viljið ná í krakkana þegar heilinn er ekki fullþroska.

Og notar þennan hællæris bloskall og svo er það við sem erum barnalegir lítu spegill bjáni. Ég hefi ekki umburðalyndi fyrir fólki sem á það ekki skilið og heldur því fram að þeir séu með betra siðferði en aðrir.

Arnar M. (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 15:09

77 identicon

"enda viljið ná í krakkana þegar heilinn er ekki fullþroska"

...þannig að það er best á "ná í" fólk þegar það er orðið fullþroska. Það er nú bara þannig að sumir verða aldrei fullþroska.....

Þú talar solidð um siðferði. Þannig að skv. þér eiga börn og unglingar markvisst að vera haldið frá t.d. kristinni trú, en heldur þú ekki akkúrat að nákvæmlega sú stefna hafi akkúrat þau "þroskandi" áhrif á þau, að þau verða fráhverf t.d. kristinni trú.

Er síðan í öðru lagi ekki óeðlilegt að börn verði fyrir endalausum áhrifum af alls kyns hlutum og mótast, en síðan á einhver lágmarks trúariðkun að hafa slæmd áhrif á þau.

.....en síðan ert þú sá umburðarlyndi, og hinir hræsnararnir.......???...??...?

Maður veltir því fyrir sér hvort markmið fólks eins og þíns sé það eitt að rugla umræðuna? Bara heiðarleg spurning held ég.

Ég er ekki reyna vera leiðinlegur við þig, en ég meina það verður allavega að vera eitthvað innihald í skoðunum þínum.

Arnar P.

Ertu alveg sofnaður???

Vona allavega að þú sért ekki jafn fordómafullur út í trúað fólk og ja fyrir 2 dögum.

Smári G (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 16:58

78 identicon

Því svo elskaði maðurinn sjálfan sig að hann bjó til galdrakarlasögu þar sem geimpabbi elskar alla sem elska galdrakarlasöguna..

Eruð þið ekki að kveikja á því að ef þessi guð ykkar skapaði manninn þá er það mesta feil allra tíma; Langflestir menn veraldarsögunnar hafa ekki trúað á hann, upplýstir nútímamenn geta ekki trúað sögunni, því meiri sem þekking okkar verður, því ótrúlegri verður sagan um galdrakarlinn; Já í dag er hreinlega hægt að afsanna mikið af þruglinu í biblíu, krakkar á grunnskólaaldri hafa nægilega þekkingu til að getað hafnað með fullvissu miklu af því sem biblían segir.
Ef biblían væri tekin eins og hver önnur bók, þá myndu menn henda henni frá sér eftir smá stund vegna þess að plottið er svo götótt, þversagnirnar eru í hverri setningu; Já bókin er virkilega svo slæm og illa unnin, þó svo að menn hafi verið að hanna hana í árþúsundir; Það er vegna þess að hönnuðir bókarinnar voru margirhverjir geðsjúklingar og/eða fáfróðir með afbrigðum; Eitt vissi þó kaþólska kirkjan, að það mætti alls ekki leyfa "venjulegu" fólki að lesa hroðan, það yrði banabiti trúarinnar.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 17:14

79 identicon

'Eg hef mjog gaman ad innleggjum Doctore um trumal. Tho broddurinn i innleggjum hans s'e hvass og 'omyrkur er stadreyndin s'u ad thetta er r'ett sem hann segir

Pall (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 20:35

80 identicon

Valur,

Ég er farinn að halda að þessir menn, geti hreinlega ekki rætt um þessi málefni. Annað hvort algjör steypa, eða menn flæmast burt, án þess að snerta á málinu.

Þetta er greinilega MJÖG viðkæmt mál, en alltaf reynt að búa til grýlu úr þeim sem maður er ósammála.

...þetta er nánast lygilegt, en nær sannleikanum en menn vilja kæra sig um.....held það reyndar....

p.s. Það er s.s. hægt að segja að þetta séu bara vitleysingar, en það er bara svo mikil uppgjöf!!

Smári G (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 20:42

81 identicon

Páll(doctore),

Æi, karlinn er eitthvað að naga þig búna. Hvar er "tuddan" þín ;-)

Smári G (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 20:43

82 Smámynd: Valur Arnarson

Smári,

Við skulum gefa þeim breik :)

Mér sýnist Arnar M, vera orðin bálreiður. Þetta sem hann segir í síðustu athugasemdinni er með því fyndnara sem ég hef lesið. Vonandi róast hann nú fyrir svefninn kall anginn. Varðandi Doctore, þá þykir mér alltaf svolítið vænt um hann og vona nú að hlutirnir fari að falla með honum, alltaf leiðinlegt þegar gengur illa. Við biðjum bara fyrir þessu.

Ég hef nú ekki miklar áhyggjur af Arnari M og Doctore, þeir gera samfélaginu nú lítin skaða nú ef nokkurn. Hins vegar eru menn eins og Arnar Pálsson, sem eru þröngsýnin og fórdómafyllin uppmáluð, stórhættulegir. Það er slæmt til þess að vita að maðurinn sé kennari við Háskóla Íslands, með þessa rörsýni á heiminn og umhverfið sitt. Mikla hefur hann þekkinguna, en viskan er engin. Enda sýnist mér hann vera horfin úr umræðunni og tekin til við að kokka upp ráðabrugg gegn þessum ímynduðu óvinum sínum sem reyna með "atgangi og áróðri" að trufla hans silkimjúku veröld þróunnar :)

Valur Arnarson, 22.9.2011 kl. 21:36

83 identicon

Endilega vertu að snúa út úr Smári.

Valur segir hver veit ekki betur en þinn (cult) hafi rekið Friðrik eftir að hafa komist að því að hann væri samkynh.

Arnar M. (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 22:27

84 identicon

Já, hann Arnar P. virðist hafa horfið?!

Maður fær nú smá velgju, miðað við englabossa-taktana í honum, en vonum bara að hann sé upptekinn eitthvað!!

Annars hef ég nú minnstu áhyggjur af þeim. Það er orðið ljóst að eina sem vakir fyrir þeim er að vera með pirring, og læti. Held að þeir hafi lúmskt gaman af því, já, litlir eru sumir ;-)

Smári G (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 22:47

85 Smámynd: Arnar Pálsson

Afsakið allir, ég hvarf smávegis, hafði öðrum hnöppum að hneppa.

Er enn að rekja þráðinn.

Byrja á athugasemd Jóhanns

ljósi þess að bæði stórheimur (macrocosmos) og smáheimur (microcosmos) setja vísindum að því er virðist óyfirstíganlegar hindranir, trúir þú því samt að vísindi geti yfirhöfuð svarað öllu?

Ég á dálítið bágt með þessa setningu. Getur útskýrt aðeins hvað er i) smáheimur, ii) stórheimur og iii) hvernig þessar hindranir virka á vísindin.

Ég trúi því ekki að vísindin geti svarað öllu, t.d. hví Ísland tapaði 14-2 fyrir herraþjóðinni, eða hvers vegna Mahatma Gandi ákvað að fara í labbitúr til að mótmæla saltskatti. En ég trúi því að vísindin hafi heilmikið að segja um þau lögmál og krafta sem virka í hinum náttúrulega heimi. Þau hjálpa okkur að skilgreina lögmál efnis, sameinda, rafkrafta, lífefna, fruma, tauga, stofna, vistkerfa og e.t.v einhvern tíman lögmál mannlegra samskipta.

Hvaða spurningu ertu annars með sem þú heldur að vísindin geti ekki svarað?

Arnar Pálsson, 23.9.2011 kl. 00:28

86 Smámynd: Arnar Pálsson

Kanna annars einhver að stilla bloggið þannig að athugasemdir komi með númeri?

Arnar Pálsson, 23.9.2011 kl. 00:28

87 Smámynd: Arnar Pálsson

Smári

Takk fyrir að útlista þetta með Texas. Nú kemur mína Ameríkusaga.

Ég bjó í 5 ár í Norður Karólínu og 3 ár í Chicago. Í báðum tilfellum vann ég við háskóla, og kenndi töluvert (sérstaklega í Norður Karólínu). Ég hef ekkert slæmt um ameríku að segja, og er ekki með neina fordóma gagnvart landi, þjóð eða fylkjum. Ég kynntist trúuðu fólki og vantrúuðu, asíubúum og Tyrkjum, republikönum og græningjum, allt frábæring einstaklingar og góðir vísindamenn. Engum þeirra datt í hug að það væri skynsamlegt að kenna sköpunarsögu í skólum.

Ég veit einnig frá fyrstu hendi að innan Bandaríkjanna finnast hópar sköpunarsinna og andvísindasinna sem veigra sér ekki við lygum og blekkingum til að reyna að vinna málstað sínum vinsældir og fylgismenn.

Það er svo sérkennilegt við Bandaríkin, að þau skuli skara fram í grunnrannsóknum á meðan sterkar hreyfingar hafa rutt sér til rúms sem virðast hreinlega ganga út á andvísindalegan áróður og afstöðu. Ef þessi Teboðsbylting mun ná völdum, þá er líklegt að ekki bara grunnskólakerfi Texas verði rústað, heldur öllum skólastigum  í öllum bandaríkjunum, þegar allt klabbið verður einkavætt og niðurskurður í menntakerfinu nemur tugprósentum á ári.

Arnar Pálsson, 23.9.2011 kl. 00:44

88 Smámynd: Arnar Pálsson

Smári segir

Hitt er það að þróunarkenningin skoðar einn hlut. Hún segir að við aðlögum okkur að umhverfinu, og að þeir hæfustu lifa. Það er gott. Það segir bara svo lítið.

Ég held að þú sért búinn að afgreiða þróunarkenninguna án þess að  gefa þér tíma til að skilja hana.

Þróunarkenningin var sett fram til að svara tveimur spurningum: 

Hvers vegna eru sumar lífverur mjög áþekkar að upplagi og starfsemi, á meðan aðrar eru greinilega miklu ólíkari?

Hvers vegna virðast sumar lífverur aðlagaðar að umhverfi sínu?

Svar Darwins við fyrri spuringinn var tré lífsins. Sumar lífverur eru mjög líkar, af því að þær eru náskyldar á meðan ólíkar lífverur eru fjarskyldari. Því fjarskyldari, því ólíkari í byggingu (seinni tíma niðurstöður á DNA renna frekari stoðum undir þetta).

Svar Darwins við seinni spurningunni var náttúrulegt val. Það þarf ekki að skírskota til guðlegra sköpunar, til að útskýra aðlögun lífvera. Það sem til þarf er breytileiki, erfðir, mishröð æxlun og barátta fyrir lífinu... sem yfir nægilega margar kynslóðir leiðir til þess að stofnar lífvera breytast og aðlagast umhverfi sínu.

Þetta útilokar ekkert hvort annað. Ég er ekkert að vilja massífa kennslu í vithönnum, heldur að það sé allt í lagi að minnast á það í skólum.

Þróunarfræðin er vísindi, þar sem hægt er að prófa tilgátur og hafna þeim. Vithönnun er ekki vísindi, sbr athugasemd og tengil á úrskurð Jones dómara hér að ofan.

Ef við leyfum kennslu á vithönnun, þá verðum við sanngirninar vegna líka að kenna tilgátuna um vitrænt fall í stað þyngdarlögmáls Newtons, tilgátuna um að fækkun stofni sjóræningja valdi hlýnunjarðar (http://www.venganza.org/about/open-letter/) o.s.frv. 

Ég er í sjálfu sér ekki á móti trúarbragðafræði, en algerlega á móti því að predikanir sköpunarsinna fái að fara bakdyrameginn inn í skólanna.

Að lokum. 

Hér reyni ég að svara fólki efnislega og færa rök fyrir máli mínu. Þinn stíll virðist mér vera að blanda saman athugasemdum um efni og blammering ýmiskonar um viðmælendur. Þú afsakar ef ég nenni ekki að þrasa við þig um viðurnefni og "dramatík" en mun eftir fremsta megni og nennu svara málefnalegri hlutum athugasemda þinna. 

Arnar Pálsson, 23.9.2011 kl. 01:02

89 identicon

Takk fyrir svörin,

Þetta er orðið nógu langt. Ætla því líka að stoppa hér. Samt leiðinlegt hvað svona umræða fer oft út í rugl, en svona er þetta bara.

Smári G (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 01:04

90 Smámynd: Arnar Pálsson

Þakka þér athugasemdirnar Valur

Hins vegar eru menn eins og Arnar Pálsson, sem eru þröngsýnin og fórdómafyllin uppmáluð, stórhættulegir.

Ég er bara upp með mér, en vísa annars í lokaorð mín til Smára hér að ofan. Reyni að komast í að rýna og svara málflutningi þínum með morgninum.

Arnar Pálsson, 23.9.2011 kl. 01:04

91 identicon

Arnar,

Ef þú myndir lesa sumar athugasemdirnar sem ég svara, þá á ég bágt með að sjá að ég sé að blammera viðmælendur......reyndar langt í frá.

Allavega þetta mál, náttúrulega krossast á hitt og þetta, en þú verður nú líka að sjá ruglið hjá hinum, þó að þeir séu "þín megin".

Smári G (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 01:16

92 Smámynd: Valur Arnarson

Arnar Pálsson,

Ég á afskaplega erfitt með að átta mig á því hvert þú ert að fara með þessari færslu. Þú talar um eitthvað sem heitir "sköpunarkenningin" og talar um hana í sömu andrá og þróunarkenninguna. Eins og ég hef alltaf skilið þetta þá er þróunarkenningin viðfangsefni náttúruvísindanna en sköpunarsagan viðfangsefni Guðfræðinnar sem er grein sem tilheyrir hugvísindum. Hins vegar er tilvist og uppruni alheimsins (og þá sérstaklega orsök hans) viðfangsefni heimsfræðinnar.

Þú hlýtur að átta þig á því, Arnar Pálsson, að það eru ekki allir með sömu lífsskoðun og sömu sýn á heiminum og þú. Ég sé ekki hvaða hætta er fólgin í því að kynna nemendum fyrir t.d. hugmyndum frumspekinnar, ef við tökum t.d. hugmyndir Platóns sem dæmi og þá er ég t.d. að tala um frummyndakenninguna en hún gerir klárlega ráð fyrir æðri veru sem geymir uppruna okkar í sér.

Mér hefur fundist málflutningur þinn í þessari færslu benda til þess að þú viljir loka á allt nema það sem samræmist þinni heimsmynd. Ef ég hef misskilið þig þá máttu endilega leiðrétta þetta og þá væri gott að fá það á hreint hvert þú ert eiginlega að fara.

Þó svo að þróunarkenningin samræmist ekki minni heimsmynd eða lífsskoðun þá sé ég ekkert athugavert við kennslu hennar í skólakerfinu, einmitt þvert á móti, þá finnst mér mikilvægt að allir fletirnir séu kynntir fyrir nemendum. Þeir geta svo tekið upplýsta afstöðu hvað þeim finnst skynsamlegt og hvað ekki. Þetta hlýtur að vera hin fordómalausa sýn á málið. Ég veit t.d. ekki um neinn kristinn mann sem vill banna kennslu um önnur trúarbrögð í skólum, slíkt væri verulega öfgafullt og fáránlegt. Slíkar hugmyndir væru beinlínis hættulegar.

Þú segir hér:

Ég er í sjálfu sér ekki á móti trúarbragðafræði, en algerlega á móti því að predikanir sköpunarsinna fái að fara bakdyrameginn inn í skólanna.

Er ekki sköpunarsagan, einmitt efni trúarbragðafræðinnar? Hvernig ætlar þú að kynna hugmyndir múslima, gyðinga og kristinna manna ef þú ætlar að banna kennslu um útskýringar þeirra um tilurð alheimsins og mannsins?

Valur Arnarson, 23.9.2011 kl. 08:41

93 identicon

14-2? Saltskattur?

Kannski hefur það farið framhjá þér, en samkvæmt viðtekinni heimsmynd vísinda þá eru einhver 96% alheims svonefnt "huldduefni" og "hulduorka".

Upphaf Miklahvells er hulið.

Í smáheimi þá duga engar athuganir lengur til að gæjast í smæstu einingar efnis. Þar er ekki lengur sannanlegt, heldur aðeins mislíklegt.

En þakka þér þetta svar:

  "En ég trúi því að vísindin hafi heilmikið að segja um þau lögmál og krafta sem virka í hinum náttúrulega heimi."

Jóhann (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 08:51

94 identicon

Valur, það er ekkert til sem heitir "Guðfræði", þetta er bara fancy nafn yfir Biblíu fanboys; Ekki fara menn að stofna eitthvað sem heitir "Galdrafræði" og taka galdra sem alvöru dæmi vegna vinsælda Harry Potter. Og svo að virða menn sem eru "Galdrafræðingar".

Sköpunarsaga biblíu og annarra trúarbragða verður varla kennd, það má segja frá þessu, hvernig fornmenn og fávísir græðgispúkar á 21 öldinni þvinguðu sjálfa sig í að segjast trúa þessu bulli vegna óánægju þeirra með að vera dauðir þegar þeir eru dauðir.

Þetta eru bara gamlar draugasögur Valur; Spurningin er hvort þú ætlar að vera en af síðustu Krissaeðlunum á Íslandi ásamt Mofa og einhverjum öðrum sem aldir eru upp í ofsatrúarsöfnuðum og heilaþvegnir með þessum þvættingi.

Þú vilt ekki fara með þessa lygasögu á bakinu í gröfina mar.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 09:06

95 Smámynd: Valur Arnarson

Þú gerir þér grein fyrir því, DoctorE, að áhugi þinn á þessu málefni gerir lítið annað en að styðja við rökin fyrir því að Guð sé til ;)

Ef að hann væri ekki til, þá myndi þetta trúlega ekki trufla þig eins mikið og raun ber vitni.

Valur Arnarson, 23.9.2011 kl. 09:37

96 identicon

Trúleyingjar/atheism dettur út um leið og skipulögð trúarbrögð hverfa af sjónarsviðinu; Þetta er einfaldlega ekkert nema andspyrna við skipulögðum trúarbrögðum.

Ég hef ekkert á móti því að fólk trúi einhverju rugli EN um leið of menn fara að selja ruglið/bora því inn í menntakerfið, fara á spena hjá ríkinu, selja lækningar, setja ruglið inn í landslög, hindra eðlileg mannréttindi.. þá verður að berjast gegn slíku af alefli.

Trúleysingar eru ekki óvinur trúarinnar, það eru skipulögð trúarbrögð sem eru óvinur trúarinnar numero uno.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 09:47

97 Smámynd: Valur Arnarson

DoctorE,

Það eru á milli 5-6 milljarðar manna í heiminum sem aðhyllast þekkta trúarsannfæringu. Svo er náttúrulega fjöldin allur sem aðhyllist hin ýmsu trúarbrögð sem ekki er vitað mikið um. Ég held að ég sé ekki að rugla þegar ég segi að fjöldi jarðabúa séu 7 - 8 milljarður. Þannig að það er auðvelt að sjá útfrá þessu að trúleysi er í miklum minnihluta.

Þegar þú talar um að setja ruglið/bora því inní menntakerfið, þá ert þú aðeins að lýsa þinni eigin þröngsýni á málinu. Ef þú heldur að lausnin sé að stuðla að fáfræði um trúarbrögð, sögu þeirra og þátt í hinum mannlega lífi þá skjátlast þér hrapalega. Staðreyndin er nú bara sú að fólk sækist einmitt í þess konar fróðleik, óháð lífsskoðun þess. Þú gerir þér grein fyrir því að það eru til trúleysingjar sem stunda nám í trúarbragðafræði.

Þú talar um skipulögð trúarbrögð. Nú er erfitt að átta sig á því hvert þú ert að fara. Skipulögð trúarbrögð virka þannig fyrir mig að ég segi fólki frá Jesú og hvað hann hefur gert fyrir mitt líf, þ.e. ef fólk hefur áhuga á að hlusta. Ég get ekki séð þá hættu sem leynist í því. Ef þú ætlar að útrýma þessu þá ertu farin inná braut fasismans. Þessar hugmyndir þínar fela í sér verulega skerðingu í tjáningafrelsinu svo ekki sé fastara að orði kveðið.

Ef þú ætlar að útrýma skiplögðum trúarbrögðum þá þarftu að skerða tjáningafrelsið.

Þú segir að trúleysingjar séu ekki óvinir trúarinnar. Þar er ég þér algjörlega sammála, enda eru nokkrir vina minna trúleysingjar og við eigum ekki í neinum vandræðum í okkar samskiptum enda umræðan um heimsmyndina yfirleitt á hófsömum nótum. Hins vegar eru allir öfgar slæmir og því er öfgatrúleysi ekki bara ógn gagnvart hinum trúaða heldur gagnvart öllu samfélaginu.

Valur Arnarson, 23.9.2011 kl. 10:23

98 identicon

Þetta er ekki trúarsannfæring, þessu rugli er borað í börn frá unga aldri; Trúleysi er það sem vex örast í heiminum í dag, á öllum "vígstöðvum" eiga trúarbrögð í vök að verjast. Meira að segja í kristnasta landi í heimi USA, þar er kristni á hröðu undanhaldi.

Það er ekki nema í Afríku sem þetta fer vaxandi, já og svo í Kína vegna þess að almenningur í Kína telur að vesturlandabúum þyki trúarbrögð eitthvað kúl. Evrópa er að verða algerlega trúlaus, trúin hangir einna helst í löndum fyrrum Sovétríkjum, þú veist, þar sem allt re grátt og myglað, mikil fátækt og lágt stig menntunnar.

Ég get lofað þér því Valur, að áður en þessi öld er liðin þá verður hjátrú í algeru lágmarki; Eftir ekki svo mörg ár mun fólk vera steinhissa á því að fólk á 21 öldinni hafi trúað slíkri vitleysu sem trúarbrögð eru.

Hvað er öfgatrúleysi eiginlega??? Það er ekkert dogma í því að trúa ekki á guð(i); Trúleysingar vilja ekki rústa trú, það er ekki hægt að setja trúleysi inn í menntun; Þekking einfaldlega eyðir vanþekkingu, þetta er þróun & náttúruval í þessu eins og öðru.

Trúarbrögðin geta ekki lifað af breytingar, það er innbyggt í þau að þau séu óumbreytanleg, Guddi sagði það, ekkert fær því breytt... það er samasem merki á að trúin mun eyða sjálfri sér; Ef guðinn ykkar væri raunverulegur, hefði staðið að baki biblíu, þá hefðum við ekkert til að ræða um, bókin væri fullkomin; En sorry, bókin er svo ófullkomin, svo mikil vanþekking og villimennska í henni að hún getur bara verið frá mönnum komin, fornmönnum.

Og þar endar þetta allt. Self-destruction er innbyggð í trúarbrögð vinur minn.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 11:14

99 identicon

Hér er ágætt dæmi um það hvernig þessi viðurstyggilegi heilaþvottur fer fram á börnum... Hræðilegt alveg
http://doctore0.wordpress.com/2011/09/21/fox-news-how-to-use-deathtragedy-to-brainwashconvert-children-to-christianity/

Þú sérð hvað þetta er hræðilega ömurlegt þegar þú horfir td á þetta sama hjá múslímum, taktu nú skref út fyrir kristna kassann og heilaþvottinn sem þú sjálfur varðt fyrir; Þá sérðu hvað þetta er ömurlega ömurlegt

DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 11:39

100 Smámynd: Valur Arnarson

DoctorE,

Mér sýnist trú þín á betri tíð vera mikil og í rauninni svolítið fyndið að lesa í gegnum predikanirnar þínar. Þú kemur með mikið af órökstuddum fullyrðingum um hvað sé vaxandi og hvað sé minnkandi í heiminum en þeir sem kynna sér málið sjá að staðreyndirnar tala sínu máli. Það eru langflestir í heiminum í dag sem trúa einhverju og þannig hefur það verið svo langt sem sögulegar heimildir ná. Þú virðist tengja trú við menntunarleysi en staðreyndin er nú bara sú að það er einmitt mikið af vel menntuðu fólki trúað, ég gæti komið með dæmi en ég held að það myndi lítið hjálpa umræðunni. Við verðum bara að skrifa þessar fullyrðingar þínar á þröngsýni og fordóma.

Þú spyrð mig hvað öfgatrúleysi sé. Við því er einfalt svar. Prófaðu að lesa í gegnum athugasemdirnar þínar og setja t.d. þróunarkenninguna í staðinn fyrir trúarbragðafræði og sjá hvernig þær myndu hljóma. Þeir sem vilja útrýma því sem þeir hræðast eru öfgafullir, þeir sem vilja skerða tjáningarfrelsi fólks eru öfgafullir. Það virðist því miður eiga við um þig kæri vinur.

Röksemdarfærsla þín um að trúarbrögðin muni eyða sér vegna þess að þau eru óumbreytanleg er svo einkar furðuleg. Er ekki einmitt það sem er stöðugt og staðfast líklegast til þess að lifa af?

Ekki sé ég marga í dag sem tilbiðja löngu dána Egypska kónga eða Rómverska keisara enda voru þeir breytingum háðir ólíkt t.d. Guði Biblíunnar.

Ef þú skoðar frumspeki þá voru þetta einmitt hugmyndir Platóns, þ.e. að frummyndin væri óbreytanleg meðan eftirmyndin væri sífellt verðandi.

Valur Arnarson, 23.9.2011 kl. 11:42

101 Smámynd: Valur Arnarson

Þú sérð hvað þetta er hræðilega ömurlegt þegar þú horfir td á þetta sama hjá múslímum, taktu nú skref út fyrir kristna kassann og heilaþvottinn sem þú sjálfur varðt fyrir; Þá sérðu hvað þetta er ömurlega ömurlegt

Kæri DoctorE, slæm hegðun mannsins er ekki afsönnun á tilvist Guðs og ég hef einmitt hér á þessum umræðugrundvelli horft út fyrir kristna kassann, ólíkt viðmælendum mínum sem virðast bara vera hæfir til þess að ræða hlutina útfrá sinni eigin sýn á heiminum.

Valur Arnarson, 23.9.2011 kl. 11:47

102 identicon

Láttu ekki svona Valur, guðinn þinn er búinn að "vera til" skemur en margir aðrir guðir; Guðinn þinn er samankurl af mörgum öðrum guðum sögunnar.

Þú veist þetta vel mar.. Jesúinn þinn er 3 í einum Gudda. Múslímar trúa á sama guð og þú, bara viðurkenna ekki að Jesú sé guð, bara spámaður eins og Mummi; Prestar í fornöld ákváðu fyrir þig að svona yrði þetta með hann Jesú, að hann væri guð, þeir voru í bullandi pólitík alveg eins og Mummi og áhangendur hans.

Alveg eins og L Ron Hubbard sem bjó til Xenu geimveruguðinn.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 12:24

103 identicon

P.S. Valur, þegar þú hugsar útfyrir kassann með trú þína, þá verður þú að taka ÞIG algerlega út úr dæminu, hugsa þetta upp á nýtt með ENGUM VERÐLAUNUM og ENGUM ÓGNUM.

Horfðu algerlega hlutlaust á trú þína

DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 13:02

104 Smámynd: Róbert Björnsson

Flottur pistill Arnar og sem fyrr er ég þér algjörlega sammála. Trúaðir mega mín vegna segja börnum sínum frá sköpunarkenninguni heima hjá sér eða í sunnudagaskóla viðkomandi trúsöfnuðar á sínum forsendum. Þó svo það sé vissulega sorglegt þegar foreldrar kjósa að fylla saklaus börn sín af ranghugmyndum og ótta við yfirnáttúrulegar verur, sem í mörgum tilfellum móta sálarlíf þeirra ævilangt, þá er það víst þeirra réttur.

Hitt er gersamlega óásættanlegt - að þessi fáfræði sé viðurkennd eða jafnvel upphafin í opinberum menntastofnunum. Sem betur fer virðist samfélagið vera á réttri leið hvað þetta varðar en við megum ekki sofna á verðinum né gefa tommu eftir yfirgangi þeirra sem vilja óáreittir menga sálir skólabarna og heimta jafnvel til þess opinbera styrki!

Valur Arnarson: Sæll gamli nágranni og skólabróðir! Gaman að sjá þig á blogginu - þó svo við séum greinilega á öndverðum pólinum hvað varðar umrætt málefni. Nú rifjast upp fyrir mér skondið atvik - við vorum saman í Samfélagsfræði í Fjölbraut á Selfossi anno 1993 og lentum saman í hóp sem átti að fremja einhversskonar frumsamið leikrit/skemmtiatriði. Eitthvað var þetta að vefjast fyrir okkur en þú fékkst mig á endanum til að standa á sviðinu og lesa upp úr Genesis kafla Biblíunnar!!! Hvorugur okkar hefur greinlega borið þess bætur síðan hahaha! Þvílík íronía! ;-)

Róbert Björnsson, 23.9.2011 kl. 13:16

105 identicon

Arnar Páls,

Tökum t.d. Róbert sem dæmi, ef þú lest fyrri hlutann hjá honum, þá sérðu þetta nú....

Það þarf engan vísindamann til að sjá þetta ;-)

Róbert,

Hvað gerðist eiginlega hjá þér. Þó að þú hafir átt erfiða barnæsku, eða eitthvað í þeim dúr, þá er óeðlilegt að hafa svona rosalegt hatur í sér. Ég meina það.

Síðan að vera blanda barnauppeldi inn í þetta, og segja að ef fólk ali börn sín trúarlegu uppeldi á einhvern hátt, þá sé það hræðilegt.

Þú talar mikið um umburðarlyndi, en framkvæmir lítið af því....

Smári G (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 14:44

106 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

"Því svo elskaði maðurinn sjálfan sig að hann bjó til galdrakarlasögu þar sem geimpabbi elskar alla sem elska galdrakarlasöguna.." segir doctorinn. -

Ein af frumforsendunum þess að þróunarkenningin gangi upp er einmitt að maðurinn hafi í sér sjálfselskuna. - Að elska sjálfan sig er einnig forsenda þess að þú getir elskað aðra, segja sjálfshjálparbókmenntirnar allar sem byggja á humanískum grunni.

Einu kenningarnar sem segja að lífið ætti að helgast baráttunni gegn sjálfselskunni eru einmitt kenningar trúrabragaðanna. -

Ef að það er sjálfselskan ein sem fær manninn til að trúa á Guð og framhaldslífið er einungis við sjálfselska genið að sakast. Samkvæmt lífssýn DrE. er trúin á Guð og framhaldslíf manninum eiginleg. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.9.2011 kl. 22:54

107 Smámynd: Valur Arnarson

DoctorE,

Ekki er þekking þín á sögu trúarbragðanna mikil ef þú heldur að Guð Biblíunnar sé búin að vera til skemur en aðrir guðir. Lítum á hvað hinn ágæti vefur Wikipedia hefur að segja um málið:

Gyðingdómur eru trúarbrögð Gyðinga (sem er þó hugtak sem nær yfir meira en einungis fylgjendur gyðingdóms). Þau eru eingyðistrúarbrögð af abrahamískum stofni, eins og kristni og íslam, en Gyðingdómur er eitt elsta dæmið í sögunni um eingyðistrú og einnig eitt af elstu lifandi trúarbrögðum heims með yfir 4000 ára sögu.

Það er ekki með glöðu geði sem ég set þessa tilvitnun hér inn en hvatinn er sprottinn af kröfu þinni, DoctorE, um fáfræði í málefnum trúarbragðanna. Þessa kröfu um fáfræði sjáum við líka hjá öfgamönnunum í Vantrú sem reyna einmitt að villa um fyrir fólki með svipaðri þvælu og þú kemur með hérna, ég hélt að þú væri yfir þetta hafinn DoctorE. Við vitum öll að kristnin á sér uppruna í gyðingadómi og gyðingadómur á sér sögulegar rætur svo langt sem elstu sögulegar heimildir ná til. Þannig að upprunin er í rauninni ekki vitaður með vissu.

Þessi þráður sýnir okkur hvað trúarbragðafræðsla og þá sérstaklega kennsla í sögu trúarbragðanna er mikilvægur þáttur í menntakerfinu einmitt svo að fórdómar þeir sem hér hafa sést á þessum þræði þrífist síður í samfélaginu. En við upprætum fórdóma með fræðslu.

Þegar ég horfi út fyrir hinn kristna kassa, sem ég geri stöðugt, þá tek ég einmitt sjálfan mig og mína sannfæringu útúr myndinni. Ég er t.d. hæfur til að segja: Út frá þeirri forsendu að engin guð sé til þá er Biblían skiljanlega upplogin skáldskapur frá grunni. En öfgatrúleysingin er ekki hæfur til að segja: Út frá þeirri forsendu að Guð sé til og Bilbían sé innblásið orð frá honum þá er Guð skiljanlega óendanlega máttugur, geymir uppruna okkar í sér og siðferðislega staða hans og okkar er útfrá því skiljanlega mjög ólík.

Ef þú ætlar að lifa í samfélagi við aðra menn þá þarftu að vera tilbúin til þess að umbera sannfæringu þeirra, lífsskoðun og heimssýn.

Það er eins og það gleymist oft að náttúruhyggja er lífsskoðun sem gerir kröfu um að vera sönn rétt eins og guðstrú. Ef að ég gæti ekki umborið náttúruhyggju og ætlaði með látum að ráðast inní menntakerfið og útrýma öllu því sem tengdist henni með boðvaldi og heilaþvotti þá væri ég að stuðla að broti á gagnkvæmisreglunni gegn þeim sem aðhylltust hana (náttúruhyggju).

Á sama hátt eru þeir sem fyrirlíta trúarbrögð og vilja útrýma kennslu um þau úr menntakerfinu með boðvaldi og heilaþvotti að brjóta gagnkvæmisregluna gegn hinum trúaða. Þeir vilja boða náttúruhyggju án guðs sem það eina sanna, líkt og Talíbanar í Afganistan vilja gera hvað Íslam varðar.

Eitt annað sem ég vildi benda á:

Það virðist vera útbreiddur misskilningur að kristin trú byggist á einhverskonar ótta gagnvart æðri mætti. Þegar ég var trúlaus (fyrir rúmum 2 árum) þá óttaðist ég einmitt hið óvænta. Ég bjó í heimi sem innihélt lögmál sem voru til vegna þess að þau voru til. Það var engin sem hannaði þau og því var hið óvænta óhjákvæmilegt.

Þetta er einmitt ekki svona samkvæmt kristinni trú. Samkvæmt kristinni trú þá er höfundur bak við lögmálin og við sem erum kristnir trúum því að sá höfundur sé góður og muni vel fyrir sjá. Það mun ekkert gerast án hans vilja og við getum treyst honum. Ég hef aldrei verið rólegri í verunni en akkúrat núna síðustu 2 árin. Ég kenni syni mínum það að það geti ekkert illt snert hann því Guð sé með honum, eftir að við hjónin frelsuðumst hef ég einmitt tekið eftir jákvæðum breytingum á honum (syni mínum). Þess vegna skil ég ekki þetta tal um slæma innrætingu sem trúaðir foreldrar eiga að vera að stunda á börnum sínum. Er það ekki einmitt frekar slæm innræting að segja barninu að líf þess hafi engan æðri tilgang, að á morgun gæti komið loftsteinn sem myndi eyða öllu lífi á jörðinni eða að það gæti komið loftsteinn sem myndi eyða mest öllum auðlindum jarðarinnar en eitthvað af mannfólki myndi lifa af en deyja hægt og rólega úr hungri í litlausum og myrkum heimi eftir einhverskonar tilviljunarkenndar stórhamfarir.

Valur Arnarson, 24.9.2011 kl. 11:34

108 Smámynd: Valur Arnarson

Sæll Róbert,

Sömuleiðis gaman að sjá þig, ég hef þá fengið þig til að lesa Sköpunarsöguna uppá sviði. Jahérna, satt er að margt hefur breyst síðan þá :)

En ekki líkar mér fyrri hluti athugasemdar þinnar. Ég á erfitt með að sjá hættuna sem er fólgin í því að kynna nemendum fyrir hinum ólíku hugmyndum um tilurð alheimsins og stöðu mannsins innan hans. Ef þú ætlar að móta alla í sama farið þá verður samfélagið óneitanlega litlaust og leiðinlegt, ekki langar mig til að lifa í þannig samfélagi þar sem gagnrýnin hugsun í menntun er höfð að engu, ég sé ekki hverjum myndi gagnast slík einhæfni.

Ef þú lest athugasemdina mína frá 21.9 kl 12.46, þá sérðu einmitt að ekki er sjálfgefið að tilurð alheimsins sé útskýrð án Guðs. Annars þyrftum við bara að hittast og spjalla um þetta. Það væri líka gaman að heyra hvað hefur á daga þína drifið.

Kær kveðja,

Valur Arnarson, 24.9.2011 kl. 11:50

109 identicon

Valur þú ert aumkunarverður þið eigið meira sameignlegt með Talibönum.

Og þú þekkir örugglega engan í Vantrú heldur stimpla alla eins.Veistu hvað það eru margir í Vantrú?  

Ríkiskóli á ekki að kenna sköpunarsöguna.

Arnar M. (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 12:47

110 Smámynd: Valur Arnarson

Ég held svei mér þá að Arnar M sé að reyna að hafa samskipti við mig sem er furðulegt í sjálfu sér þar sem ég er: aumkunarverður, hálfviti, bjáni og hræsnari í hans augum.

Valur Arnarson, 26.9.2011 kl. 09:21

111 identicon

Ég held svei mér þá að Valur þurfi að skera yfirlætið niður um 95% til að komast á par við Jóhönnu og Steingrím...

Jónas (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 13:03

112 identicon

Ég set þér Valur í sama hat og Guðbergur Ísleifsson ásamt Kryppa.com

Arnar M. (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 14:33

113 Smámynd: Valur Arnarson

Arnar Pálsson,

Mikið er mér nú farið að leiðast þófið, ekkert ætlar að bóla á mótrökum frá þér í þessu máli en ég hef einmitt rökstutt það hvernig tilurð alheimsins og tilvera mannsins innan hans er rökrétt þegar Guð er tekin með í myndina.

Ekki ert þú góður málsvari fyrir guðlausa náttúruhyggju þegar rökin þín fyrir því að sköpunarsöguna skuli fjarlægja úr trúarbragðafræði eru: Bara af því bara!

Ekki nenni ég að bíða eftir þessu frá þér lengur en ráðlegg þér að hugsa málið til enda áður en þvílík vitleysa er sett fram eins og raun ber vitni í þessari færslu.

Valur Arnarson, 27.9.2011 kl. 10:12

114 identicon

Skólar ættu að kenna um heimsmynd og sköpunarsögu sem flestra trúarbragða og menningararfleiða. Að banna kennslu um slíkt í skólum er það sama og að gera fáfræði lagalega skyldu manna. Og það er aðför að menntunarfrelsi og stuðlar að Kremlin-style heilaþvotti og miðstírðum hugsunarhætti sem mun hamla skapandi hugsun og vísindalegum framförum um leið, því alvöru vísindamenn búa yfir sjálfstæðri, skapandi hugsun, en eru ekki hlýðnir utanbókarpáfagaukar og kennarasleikjur að eðli sinni ólíkt mörgum þrælslunduðum líffræði framhaldsskólakennaranum sem ekkert getur fundið upp og er eins langt frá Einstein og apaköttur.

Jóhannes (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 12:57

115 identicon

Goðssögur eru nauðsynlegar ímyndunarafli manna. Goðsögur Biblíunnar lýsa táknrænum, andlegum veruleika, og það þarf að læra kabbalah til að skilja þær. Gyðingarnir hafa alltaf vitað það, það eru bara kristnir menn og múslimar sem eru nógu heimskir til að taka þetta bókstaflega þegar Jesús sjálfur sagði "Ég tala í líkingum" og "Guðsríki er innra með yður" etc ;) Engar goðsögur = engin list = engin vísindi. Maður sem þekkir engar goðsögur getur heldur ekki skilið sagnfræði.

Jóhannes (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband