Leita í fréttum mbl.is

Háskóladagurinn í Öskju 18. febrúar

Síðustu þrjú ár höfum við í líffræðinni opnað tilraunastofur okkar í Öskju á Háskóladeginum. Það hefur virkað mjög vel, við fengum mikið af gestum bæði framhaldskólanema og fjölskyldufólk.

Hveljurannsoknir_FannarTheyr

Í ár ætlum við að vera með svipaða dagskrá (milli 12 og 16 í þann 18. febrúar í Öskju - Náttúrufræðihúsi HÍ - gengið er inn Norrænahús megin):

 

 

 

  • Við sýnum nýjasta landnema við Ísland - grjótkrabbann
  • Við sýnum örverur, erfðabreytta sveppi og klónaðar plöntu
  • Sýndar verða höfuðkúpur mismunandi dýra, frá hrefnu til manns
  • Hægt að spreyta sig á því að einangra DNA úr lauk
  • Við sýnum verkfæri og aðferðir sem notaðar eru við rannsóknir á fiskistofnum
  • Fólk fær að kynnast DNA örflögum sem skoða tjáningu allra 21000 gena í erfðamengi okkar í einu
  • Dýrafræðingarnir sýna fuglshami, furðulega hryggleysingja og tennur úr hákarli.

visindavaka_2332.jpg

augndiskur Háskóladagurinn í HÍ verður í fleiri byggingum og í Öskju bætast við félagar okkar á Verk og náttúruvísindasviði.  Meðal þess sem er á boðstjólum eru: 

  • Vélaverkfræðinemar sýna líkan að kappakstursbíl sem þeir eru með í smíðum, einnig verður keppnisbrautin í hönnunarkeppninni til sýnis.
  • Byggingarverkfræðinemar kynna burðarþol brúa með skemmtilegum hætti.
  • Nýstárlegar kynningar verða á stærðfræði og eðlisfræði.
  • Jarðvísindamenn kynna tækjabúnað sem þeir nota á eldfjallavaktinni.
  • Grillaðar pylsur í boði frá hádegi og meðan birta leyfir.

Mynd 1. Fannar Þeyr Guðmundsson - tekin í Eyjafirði við rannsóknir. Mynd 2. tekin á vísindavöku 2010, af yðar æruverðugum. Mynd 3. Taugar og stoðfrumur í auga ávaxtaflugu´- mynd og copyright Sigríður Rut Franzdóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband