Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Fléttur og óstöðug erfðamengi

Nokkur spennandi erindi á sviði náttúrufræða og erfðafræði eru á döfunni:

Stephen Meyn fjallar um óstöðugleika erfðamengis og sjúkdóma því tengdu

Miðvikudaginn 22. febrúar klukkan 12-13.

Stephen mun ræða um óstöðugleika erfðamengis og tvo sjúkdóma því tengdu, Fanconi anemia og ataxia telangiectasia. Í erindi sínu mun hann leggja sérstaka áherslu á sameindalíffræðilegar hliðar þessara sjúkdóma.

Fyrirlesturinn fer fram í stofu 343, Læknagarði, og verður fluttur á ensku. Allir velkomnir.

Fræðsluerindi Náttúrustofanna "Samanburður breytinga á stofnum lunda og sílis við Ísland og í Norðursjó

Fimmtudaginn 23. febrúar nk. kl. 12:15-12:45 flytur Erpur Snær Hansen, líffræðingur á Náttúrustofu Suðurlands erindi.

Á sama tíma verður flutt erindi um erfðamengi samlífis.

Fyrirlesari: Ólafur Andrésson, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Heiti erindis:  Erfðamengi samlífis: Hvað býr hið innra með fléttum?
 
Erindið verður haldið fimmtudaginn 23. febrúar kl. 12:20, í bókasafni Tilraunastöðvarinnar á Keldum.
Enda þótt fléttur séu víða áberandi og hafi mikla þýðingu í mörgum vistkerfum auk þess að vera sérlega áhugaverðar þróunarfræðilega, þá hefur enn ekkert erfðamengi fléttu verið birt. Við erum því í ákjósanlegri aðstöðu til að vinna ítarlega lýsingu á erfðamengi, umritamengi og próteinmengi fléttusamlífis. Í heild munu þessar upplýsingar veita djúpan og margbrotinn skilning á fléttusamlífi og þróun þess og leggja grunn fyrir frekari rannsóknir, svo sem á efnaskiptamengi, efnaflæði, smíði kerfislíkana og prófun þeirra. Auk þess gefast tækifæri til að greina ný efni og hvernig þau eru framleidd.
Efniviður rannsóknanna er himnuskóf (Peltigera membranacea) sem safnað er í Keldnagili. Gerð verður stutt grein fyrir hvernig erfðamengi fléttunnar og umritunarmengi (mRNA) hafa verið raðgreind og hvers konar ályktanir má draga af því, m.a. um eðli samlífisins. Einnig verður gerð grein fyrir óvenjulegu efni sem fundist hefur í fléttunni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband