Leita í fréttum mbl.is

Sexí slagur um um um umfjöllun fjölmiðla um lífvísindi

Tilkynning var að berast um gríðarlega átök. Miklir hagsmunir takast á. Líf og dauði hanga á spýtunni og hausinn sem verður fyrir spýtunni klofnar ef nógu hart er slegið. Dramatík er hluti af daglegu lífi og sláandi fyrirsagnir grípa athygli og fá blóðið til að renna hraðar. Tilfinningar drífa umræðuna ekki rök, sem er einmitt það sem við þurfum í umræðu um ....vísindi. Eins og segir í tilkynningu:

Lífvísindasetur HÍ efnir til málstofu fimmtudaginn 8. mars, kl. 12-13, þar sem rætt verður um umfjöllun fjölmiðla um vísindi, með sérstakri áherslu á lífvísindi. Hvað er vel gert og hvað mætti betur fara? Hvernig getur vísindasamfélagið komið til móts við fjölmiðla til þess að bæta vísindaumfjöllun?

Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræðum, flytur inngangserindi.

Síðan flytja Bergljót Baldursdóttir, fréttamaður RÚV, og Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, erindi og taka þátt í opnum umræðum.
 
Málstofan fer fram í stofu 343, Læknagarði, og eru allir velkomnir.

Ég hvet alla sem áhuga hafa á málefninu til að mæta. Og tjá tilfinningar sínar og fordóma, helst án röksemda og með sexí fyrirsögnum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband