Leita í fréttum mbl.is

Skrif fyrir fjölmiðla og vísindatímarit

Óðinshani syndandi á tjörn, beygir til hægri og vinstri, myndar hringi, slaufur og rósir. Þetta merkilega atferli er kveikjan að viðurnefninu skrifari, þar sem hægt er að ímynda sér að hann sé að draga skrautlegastafi með tengiskrift.

Annars eru það aðallega manneskjur sem standa í þeim ósköpum að skrifa niður, birgðastöðu þorpsins, boð til konungsins eða ástarbréf til hinnar undurfögru. Nú á öld hraðans er margt skrifað, en hið ritaða mál er ansi misjafnt að gæðum.

Í gærkveldi stóð Innihald.is fyrir fundi um ábyrgð fjölmiðla. Fundurinn var ágætlega sóttur og erindin sem ég heyrði voru ákaflega hugvekjandi og umræður góðar. Gunnar Hersveinn ræddi fyrst um skoðanamyndandi áhrif fjölmiðla, hvernig hefðir, ritstjórn, beinir og óbeinir hagsmunir geta haft áhrif á skrif fréttamanna. Hann útskýrði aðstæður blaðamanna og einnig þá kosti sem þeim standa til boða ef samviska og ritstjórnarstefna stangast á (rífast við ritstjórann, hætta eða láta yfir sig ganga).

Elva Björk Árnadóttir flutti ljómandi erindi um möguleg áhrif fjölmiðla á sjálfsmynd stúlkna og drengja. Skilaboðin sem tímarit, vefmiðlar og sjónvarp senda eru ólík eftir því hvors kyns markhópurinn er. Drengir eru hvattir til hreysti og félagsskapar, en stúlkur eru sífellt minntar á það hversu fita er hættuleg og mikilvægi þess að vera grannur (ekki endilega hraustur).

Ég missti af tveimur erindum vegna ótímabærrar íþróttaiðkunar (og seinkunnar á dagskrá). Mitt erindi fjallaði um vísindaveffréttir, og vonandi næ ég að vinna úr því greinarstúf seinna. Hluti af umfjölluninni var samt ábyrgð vísindamanna. Þeir þurfa að geta sagt frá rannsóknum á skiljanlega hátt (í þeim tilfellum sem þeir eru að gera skiljanlegar tilraunir).

Í því samhengi langar mig að beina fólki á all skemmtilegan pistil eftir Adam Ruben (höfund bókarinnar: Surviving Your Stupid, Stupid Decision to Go to Grad School). Það að fara í framhaldsnám á ekki að vera léttvæg ákvörðun, miklar kröfur eru gerðar til nemenda á mörgum ólíkum sviðum.

Til að mynda þurfa vísindamenn að geta skrifað, rökrétt, skýrt og jafnvel einnig laglega. Ruben fjallar einmitt um það hvernig bókmenntalegur metnaður hans fékk skell þegar leiðbeinandi hans sagði við hann:

You don’t write like a scientist

Vandamálið er að Adam hafði notað orðið "only" 5 sinnum í málsgreininni og tilfinning hans fyrir nánd orða ýtti honum til þess að nota orðið "lone" í staðinn, yfirmanninum til mikillar gremju. Hann rekur nokkur atriði sem einkenna vísindamál (og gerir stólpagrín af því leiðinni):

We’re taught that scientific journal articles are just plain different from all other writing. They're not written in English per se; they're written in a minimalist English intended merely to convey numbers and graphs. As such, they have their own rules. For example:

1. Scientific papers must begin with an obligatory nod to their own relevance, usually by citing exaggerated figures about disease prevalence or other impending disasters. If your research does not actually address one of these issues, pretend it does, because hey, that didn’t stop you on the grant application. For example, you might write, “Twenty million children die of scabies every day. OMG we built a robot kangaroo!”

2. Using the first person in your writing humanizes your work. If possible, therefore, you should avoid using the first person in your writing. Science succeeds in spite of human beings, not because of us, so you want to make it look like your results magically discovered themselves.

Og svo verð ég að taka með eina gullvæga setningu úr lokahluta greinarinnar.

Many scientists see writing as a means to an end, the packing peanuts necessary to cushion the data they want to disperse to the world. They hate crafting sentences as much as they hate, say, metaphors about packing peanuts.

Ítarefni:

Adam Ruben 23. mars 2012. How to Write Like a Scientist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband