Leita í fréttum mbl.is

Heimsendir í boði lyfjaframleiðenda

Steindór J. Erlingsson skrifar pistil á innihald.is um nýlegar bók geðlæknisins David Healy, Pharmageddon. Titil bókarinnar þýðir Steindór sem Lyfjarök, sem nokkurskonar hliðstæða Ragnaraka. Þar segir:

Breski geðlæknirinn og prófessorinn David Healy er einn af þekktustu gagnrýnendum lyfjaiðnaðarins. Auk þess að fjalla mikið um stöðu iðnaðarins í dag hefur hann einnig ritað nokkrar bækur þar sem saga geðlyfja og geðlæknisfræði er gerð að umtalsefni. Gagnrýni Healys verður að ýmsu leyti beittari þegar haft er í huga að á tíunda áratug síðustu aldar vann hann náið með mörgum af stærstu lyfjafyrirtækjum heims. Hann þekkir því vel til innviða iðnaðarins og hvar brotalamirnar liggja. Í upphafi ársins kom út ný bók eftir Healy sem nefnist Pharmageddon. Lét ég loksins verða af því í kvöld að byrja á bókinni. Áður en ég held áfram lestrinum langar mig að fara nokkrum orðum um það sem Healy segir í inngangi bókarinnar.

...Lyfjarök vísar því í ferli sem sett var af stað til þess að láta okkur öllum líða betur, en samkvæmt Healy er það nú að snúast upp í andhverfu sína. Það er ekki ofsögum sagt að hrollvekjandi upplýsingar komi fram í formála bókarinnar.

Mér er hlutverk vísinda í samfélaginu hugleikið. Ég vona að þau verði til að bæta líf fólks og vernda náttúruna, en oft lenda vísindin í hringiðu stjórnmála og peninga. Þá kunna grunngildi að kvika, og vísindin (vísindaleg yfirbreiða/ímynd) að vera notuð til að selja fólki dýrar en e.t.v lélegar lausnir eða ónýtar.

Ég hvet fólk til að lesa pistil Steindórs, og kaupa og lesa bók David Healy.

Skrif Ben Goldacre á Bad Science um þessi efni eru einnig vönduð.

Vinsamlegast setjið athugasemdir við pistil Steindórs, ég hef ekki mikið tóm fyrir umræður næstu daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband