Leita í fréttum mbl.is

Steinar Egils Sæbjörnssonar þjófstarta Menningarnótt

Egill Sæbjörnsson* fjöllista- og tónlistarmaður starfar mest í Berlín, en hefur dvalið hérlendis í sumar.

Hann setti meðal annars upp 3 verk í Gallery i8 (Tryggvagata 16). Víðsjá ræddi við Egill í júlímánuði - Egill Sæbjörnsson í Gallery i8 um verk hans. Sýningin er opin til 25. ágúst 2012.

Hann hefur einnig sett saman bók byggða á nýlegu verki með talandi steinum. Úr tilkynningu: 

egill_hen3.jpgFöstudaginn 17. ágúst verður útgáfu bókarinnar Stones According to Egill Sæbjörnsson, eftir myndlistarmanninn Egil Sæbjörnsson fagnað í húsakynnum Crymogeu að Barónsstíg 27. Að því tilefni verða einnig sýnd ný verk Egils sem tengjast bókinni. Útgáfufögnuðurinn hefst kl. 17 og eru allir velkomnir.

Bókin Stones According to Egill Sæbjörnsson er ný útgáfa þýsku listabókaútgáfunnar Revolver Publishing, gefin út í tengslum við sýningu Egils í Künstlerhaus Bremen í Þýskalandi, The Egg or the Hen, Us or Them. Sýning Egils hverfist um spurninguna um samband manns og steins og samband náttúru og manns. Í bókinni leiða fræðimenn úr ýmsum greinum náttúruvísinda, lista og heimspeki saman hesta sína til að varpa ljósi á þessa spurningu sem og skilning okkar á þróun tegunda og félagsheilda og samskipti ólífrænna efna og lífheilda. Þessar hugmyndir eru skoðaður út frá listrænum, jarðfræðilegum, líffræðilegum og félagsfræðilegum sjónarhóli um leið og margbrotnu og glettnu verki Egils eru gerð skil.

Í viðtölum við Dr. Jane Bennett, kennara við John Hopkins háskólann í Baltimore og Dr. Arnar Pálsson, kennara í erfða- og þróunarfræði við Háskóla Íslands kryfur Egill spurninguna um tengsl ólífrænna efna og mannsins sem og spurningar á borð við hvort listin sjálf sé sérstök tegund. Dr. Matthias Mäuser, forstöðumaður Náttúruvísindasafnsins í Bamberg í Þýskalandi og listaheimspekingurinn Albert H.S. nálgast einnig margbreytileg tengsl lífvera og ólífrænnar náttúru og með ljósmyndum af jarðfræðilegum fyrirbærum, teikningum, klippimyndum og heimildum um sýninguna sjálfa opnast heillandi heimur steinsins.

Bókin er gefin út af Revolver Publishing í Þýskalandi, en Crymogea dreifir henni hérlendis.

Myndin er úr sýningunni  The Egg or the Hen, Us or Them sem sett var upp í Kunstlerhaus Bremen.

*Til upplýsingar: Egill er frændi vor, tiltölulega náskyldur. Ég get því ekki talist hlutlaus álitsgjafi, en klæði mig fús í klappstýrugalla en leiðist klappstýrudansinn. Ég naut þeirra forréttinda að liðsinna Agli við gerð bókarinnar, með því að svara nokkrum spurningum um steina, lífið, uppruna þess og eðli. Vonandi gefst mér færi á að rekja þá atburðarás og skyldar hugmyndir síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Gaman að heyra. Ég er mjög ánægð með að vera frænka svona snillinga.

Hólmfríður Pétursdóttir, 16.8.2012 kl. 15:27

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Þú getur vel verið stolt af frændum þínum og frænkum, og sjálfri þér. Stattu upp fyrir sjálfri þér, eins og Blár ópal söng í vor.

Arnar Pálsson, 20.8.2012 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband