Leita í fréttum mbl.is

Hið viðkvæma lífríki Mývatns

Landsvirkjun hefur hafði undirbúningsframkvæmdir fyrir virkjun í Bjarnarflagi. Landvernd og aðrir aðillar fara fram á að aðgerðum sé hætt, á meðan umræða um Rammaáætlun fer fram.

Lífríki Mývatns byggist á innstreymi af kísilríku heitu vatni. Lífríkið er einnig viðkvæmt, sem birtist í sveiflum í mývargi, og þar með anda og fiskistofnum. Einnig bárust fréttir um að kúluskíturinn, hin sérkennilega boltalaga vatnaplanta sem finnst í vatninu sé á hröðu undanhaldi. (Kúluskíturinn er að hverfa Spegillinn 28. júní 2012).

Japanski plöntulífeðlisfræðingurinn Isamu Wakana er hér á landi í sjötta sinn til þess að rannsaka kúluskítinn í Mývatni en þessi sérstaka vatnaplanta finnst einungis þar og í Akanvatni í Japan. Í dag var hann að við köfun í vatninu að viðstöddu starfsfólki Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn og kom það ekki til af góðu. 

„Við fengum grunsemdir fyrir tveimur árum síðan að kúluskítnum  hefði fækkað svo mikið núna að það væri nánast ekkert eftir af honum," segir Árni Einarsson forstöðumaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn. „Þegar við fundum hann hér fyrst 1978 þá var mjög mikið af honum, þá voru tugir milljóna af kúluskít í Mývatni, núna eru þetta nokkur hundruð sem virðast vera eftir."

Ljóst er að lífríkið er mjög viðkvæmt, og því spurning hvort ekki þurfi nýtt umhverfismat fyrir Bjarnarflagsvirkjun. Árni Einarsson forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn mælti með því í viðtali við  Spegilinn (15. október 2012). Sjá einnig umfjöllun á vef stöðvarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það er ekki spurning að endurnúja þarf gamalt umhverfismat sem er minnir mig 10 ára gamalt. Á þeim tíma hefur margt nýtt komið í ljós í sambandi við umhverfisáhrifum frá stórum gufuaflsvirkjunum, og þar sérstaklega frá Hellisheiðarvirkjunni. Mývatnslífríki er of dýrmætt til þess að setja það í hættu.

Úrsúla Jünemann, 17.10.2012 kl. 12:35

2 identicon

Það er ekki dónalegt að bera svo flottann titil sem kúluskítsfræðingur. ;)

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 00:46

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Úrsúla

Í sjálfu sér þarf 10 ára umhverfismat ekki að vera gallað.

En eins og þú segir réttilega, þá hefur í þessu tilfelli bæst við mikil þekking á vatnsflæði og á áhrifum gufuaflsvirkjana.

Ég er einnig fylgjandi því að vernda lífríki Mývatns.

Guðmundur

Ég öfunda japanann af þessum titli, sjálfur er ég bara fluguvængjafræðingur, á frænda sem er kúlulegudoktor og annan sem er vínflugufræðingur.

Arnar Pálsson, 18.10.2012 kl. 10:49

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við Íslendingar undirrituðum Ríósáttmálann 1992 með skuldbindingunum um sjálfbæra þróun og því tengt að náttúrann nyti vafans.

Hvorugt hefur verið í heiðri haft hér á landi þegar hagsmunir virkjanaaðila hafa verið annars vegar og á greinilega ekki heldur að gera við Mývatn.

Það er ekki aðeins vatnið sjálft, sem er undir. Fyrir austan Bjarnarflagl er eina hversvæðið sem er við hringveginn og á íbúafundi í Reykjahlðið kom fram að þrir möguleikar væru fyrir hendi varðandi Hveraröndina.

1. Ástand hennar verður óbreytt.

2. Hveravirknin mun aukast.

3. Hveravirknin mun minnka eða hverfa.

Sem sagt, alger vafi um áhrifin en þetta náttúrufyrirbæri verður ekki látið njóta vafans frekar en Mývatn.

Ómar Ragnarsson, 18.10.2012 kl. 11:35

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Smá ábending:

Skipulagsstofnun úrskurðaði um mat á umhverfisáhrifum Bjarnarflagsvirkjunar og Bjarnarflagslínu 1 í Skútustaðahreppi þann 26. febrúar 2004. 

Umhverfismatið er því ekki orðið 10 ára, en verður það árið 2014.

 http://www.landsvirkjun.is/umhverfismal/mat-a-umhverfisahrifum/eldri-skyrslur/bjarnarflagsvirkjun

Matsskýrsla Bjarnarflagsvirkjunar  (pdf)

Úrskurður Skipulagsstofnunar  (pdf)

 Með góðri kveðju

Ágúst H Bjarnason, 18.10.2012 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband