Leita í fréttum mbl.is

Að yngjast með aldrinum

Ríkisútvarpið birti nýlega frétt af dýri sem yngist í stað þess að eldast.

Þar segir meðal annars.

Turritopsis dohrnii er ljósum prýtt og gegnsætt sjávardýr, ekki ólíkt klukkulagaðri marglyttu, og heyrir til svokallaðra hydromedusa-sjávardýra, það er hveldýra. Vísindamenn sem rannsakað hafa dýrið hafa komist að því að í stað þess að það verði gamalt og deyi verður dýrið yngra og yngra. Það breytir sér loks í lirfu og endurfæðist. Það er rétt eins og ef kjúklingur breytti sér í egg,  klektist út á ný og endurfæddist.

Japanski sjávarlíffræðingurinn Shin Kubota hefur rannsakað þessi dýr. Hann segir að þau geti hjálpað mönnum við að finna lykilinn að eilífu lífi. Aðrir segja það geti verið gagnlegt við að berjast við sjúkdóma, og við að gera mönnum ellina bærilegri. Vísindamennirnir hafa séð að á yngingarferlinu getur dýrið breytt hlutverki sérhæfðra fruma, t.d. gert húðfrumu að taugafrumu.

Morgunútvarpið ræddi við Snæbjörn Pálsson um þessar skepnur í upphafi vikunnar (Morgunútvarpið: Dýr sem yngist með aldrinum).

Einnig var ítarleg umfjöllum um þetta á vef The New York Times (Can a Jellyfish Unlock the Secret of Immortality?). Um er að ræða mjög ítarlega úttekt, samtal við japanska vísindamanninn sem leiddi rannsóknina (mjög forvitnilegur náungi) og þar var lögð áhersla á mikilvægi þróunarlegs skyldleika, við að skilja djúpstæð líffræðileg fyrirbæri og sjúkdóma. Bútur úr greininni:

Until recently, the notion that human beings might have anything of value to learn from a jellyfish would have been considered absurd. Your typical cnidarian does not, after all, appear to have much in common with a human being. It has no brains, for instance, nor a heart. It has a single orifice through which its food and waste pass — it eats, in other words, out of its own anus. But the Human Genome Project, completed in 2003, suggested otherwise. Though it had been estimated that our genome contained more than 100,000 protein-coding genes, it turned out that the number was closer to 21,000. This meant we had about the same number of genes as chickens, roundworms and fruit flies. In a separate study, published in 2005, cnidarians were found to have a much more complex genome than previously imagined. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hugsum okkur að lykillinn fyndist að eilífu lífi og sá sem fæddist myndi aldrei deyja. Reynum bara að ímynda okkur þær hörmungar sem það hefði í för með sér. Að menn skuli vera að gæla við þennan draum, þessa martröð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2012 kl. 11:39

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir innslagið Sigurður

Ég held að  það séu engar líkur á að finna slíkan lykil.

Ekki frekar en að finna leið til að flytja fólk á móti eða framúr tímanum.

Arnar Pálsson, 17.12.2012 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband