Leita í fréttum mbl.is

Hluti af þroskaðri heimsýn

David Attenborough er heimsþekktur sjónvarpsmaður. Hann hefur ferðast um veröldina og kynnst lífríki á öllum meginlöndunum, sem og í hafdjúpunum.

Nýlega kom út ný þriggja þátta sería, sem kallast Lífssögur Attenboroughs (Attenborough’s Life Stories). Í fyrsta þættinum er fjallað um framvindu í myndtækni, frá fyrstu þáttunum sem BBC og Attenborough gerðu, til þeirra stórbrotnu myndatöku sem sést t.d. í Líf með köldu blóði. Í öðrum þætti er fjallað um samspil kvikmyndatækni og vísindalegra rannsókna, m.a. hvernig myndskeið frá BBC hafa staðfest vísindalegar niðurstöður. Í þriðja þættinum er fjallað um áhrif mannsins á náttúruna. Þeir sem hafa fylgst með þáttum Attenborough í gegnum tíðina eru ekki undrandi að sjá slíkan þátt. Þetta viðfangsefni hefur birst í mörgum þáttum, bæði sem aukaatriði og kjarni málsins.

David Attenborough hefur ferðast um heiminn og fylgst með lífríki stranda, skóga og fjalla. Starfsferill hans spannar áratugi, sem gefur honum tækifæri á að sjá og meta breytingar samfara fjölgun mannkyns. Ef hann telur að offjölgun mannkyns sé vandamál, þá ættum við að leggja við hlustir.

NY TIMES A Life of Being Smitten With This Species, That Habitat By NEIL GENZLINGER January 22, 2013.

Ágrip af ævi David Attenboroughs - heiðursdoktors við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ.

 


mbl.is Vill hefta fjölgun mannkyns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Arnar

Takk fyrir pistilinn (og alla hina). Þetta er þörf áminning hjá Davíð og þér. Vandinn er aðsteðjandi og vísindamenn hafa varað við þróun í auðlindanotkun og mannfjölda í áratugi. En við erum varla fær um að hlusta á vísindaleg rök sem ekki snerta okkur sjálf, strax. Okkur er kannski vorkunn, heilinn hefur væntanlega þróast við lausnir nærtækari vandamála. En mig langaði bara að benda á nýja og kristaltæra samantekt Paul og Anne Ehrlich sem birtist nokkrum dögum áður David gaf út yfirlýsingar sínar. Þau fjalla á rökrænan hátt um vandamálin og möguleika okkar á að forðast hrun alheimssamfélagsins.

http://rspb.royalsocietypublishing.org/content/280/1754/20122845.abstract.html

Tómas Grétar Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 13:08

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk kærlega Tommi, þetta virkar áhugaverð grein

Can a collapse of global civilization be avoided? Paul R. Ehrlich and Anne H. Ehrlich  Proc. R. Soc. B 7 March 2013 vol. 280 no. 1754 20122845

Arnar Pálsson, 25.1.2013 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband