Leita í fréttum mbl.is

Allir að styrkja uBiome

Nú er hægt að rannsaka örverur í meltingarveginum með aðferðum erfðamengjafræðinnar.

Margvíslegar rannsóknir eru stundaðar í þessu forvitnilega fagi.

Umfjöllun Joe Palca hja NPR kynnti nýjan vinkil á þessum rannsóknum, og rannsóknum yfirleitt.

Vísindamennirnir sem standa að uBiome  létu hattinn ganga. Þeir báðu almenning um pening, til að stunda rannsóknir á örverum í iðrum. Almenningur tók tilboðinu vel og hafa lagt $600.000 í hattinn.

Útfærslan er smá skemmtileg, því styrkjendur fá einnig sína eigin örveruflóru greinda. Vísindamennirnir fá pening og efnivið, og styrkjendur nýja sýn á sinn innri mann.

Ítarefni:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband