Leita í fréttum mbl.is

Lifandi steingervingur með DNA

Sagan af Bláfisknum er ævintýri í hæsta gæðaflokki. Hann lifði af ótrúlega atburði. Hann var vitni að endalokum risaeðlanna. Vísindamenn héldu að hann hafi dáið út fyrir rúmum 65 milljónum ára.

En síðan birtist hann í fiskikörfu árið 1938, ekki alveg sprellifandi - en að minnsta kosti ekki löngu dauður. Þeir sem hafa áhuga a sögu bláfisksins er bent á skrif Örnólfs Thorlacius í Náttúrufræðingnum, og vísindavefspistil Jóns M. Halldórssonar (tenglar neðst).

Nú hefur erfðamengi Bláfisksins verið raðgreint, og í ljós kemur að hann er í raun skyldari spendýrum en öðrum fiskum. Þ.e. að lungnafiskum aðskildum, sem eru okkur aðeins náskyldari en bláfiskurinn.

Þróunarfræðilegar greiningar sýna líka að viss svæði í erfðamengi hans hafa varðveist vel milli bláfiska og spendýra. T.d. eru vel varðveitt svæði við Hox genin sem  duga til að kveikja á þeim í frumum sem byggja útlimi (ugga, vængi eða leggi). Rannsóknin sýnir einnig að viss Hox gen hafa einnig verið endurnýtt, t.d. við að búa til legköku spendýra eða utanfóstursvefi hænsnfugla.

Bláfiskurinn segir því sögu bæði þróunarlegra varðveislu og afhjúpar hvernig gen hafa verið endurnýtt við tilurð nýrra eiginleika og aðlaganna lífvera.

Eftirskrift: Steinbíturinn er ekki alveg jafn gamall og bláfiskurinn (þróunarfræðilega amk.) en hann er sannarlega forvitnileg tegund. Ásgeir Gunnarson mun fjalla um Steinbít á Látragrunni föstudaginn 10. maí 2013.

Ítarefni

Vísindavefurinn: Hvers konar fiskar eru bláfiskar?

Chris T. Amemiya og fl. The African coelacanth genome provides insights into tetrapod evolution Nature 2013. 

Ridley - Evolution: living fossils.

Örnólfur Thorlacius: Sagan af bláfiskinum - Náttúrufræðingurinn 1995, í gegnum tímarit.is.

Lifandi steingervingar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband