Leita í fréttum mbl.is

Vinna: rekstrarstjóri Lífvísindaseturs HÍ

Lífvísindasetur HÍ er regnhlíf yfir rannsóknir í sameindalíffræði hérlendis. Að setrinu standa aðillar við Heilbrigðis og Verk og náttúruvísindasvið HÍ, Háskólann í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands og Keldur, rannsóknastöð í meinafræði.

Nú er verið að ráða rekstarstjóra fyrir lífvísindasetur, umsóknarfrestur er til 2. júni. Úr auglýsingu á starfatorgi:

-------------------------------

Laust er til umsóknar 100% starf rekstrarstjóra við Lífvísindasetur Háskóla Íslands.

Lífvísindasetur HÍ er samstarfsvettvangur rannsóknahópa við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Keldur og Landspítala Háskólasjúkrahúss sem vinna á sviði lífvísinda. Rannsóknahóparnir eiga það sameiginlegt að notast við aðferðafræði sameinda-, erfða-, frumulíffræði og lífeðlisfræði til að greina þroskun og starfsemi lífvera og eðli sjúkdóma.  Starfsmenn setursins koma einnig að kennslu, bæði í grunn og framhaldsnámi.

Starfslýsing

Rekstrastjóri Lífvísindaseturs HÍ sér um daglegan rekstur Lífvísindaseturs. Hann hefur umsjón með vefsíðu stofnunarinnar, skipuleggur fyrirlestra innlendra og erlendra fyrirlesara, samhæfir rekstur tækja og aðstöðu, skipuleggur innkaup og stuðlar að samvinnu milli mismunandi rannsóknahópa. Rekstrarstjóri aðstoðar við fjármögnun rannsókna og vinnur að því að efla tengsl við atvinnulífið. Rekstrastjóri starfar í umboði stjórnar Lífvísindaseturs og er formaður stjórnar hans næsti yfirmaður.

Hæfniskröfur

  • Doktorsgráða í lífvísindum
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð er forsenda ráðningar
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Gott vald á íslenskri og enskri tungu
  • Góð tölvukunnátta

Ráðið verður í stöðuna til þriggja ára, með möguleika á framlengingu ef hægt er að tryggja frekara fjármagn. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september 2013.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband