Leita í fréttum mbl.is

Mörkun og ákvörðun kynfruma

Í líkömum dýra eru fjölmargar frumugerðir. Einfaldasta skiptingin er samt á milli kynfruma og líkamsfruma. En þar sem við komum öll úr frjóvguðu eggi verður, á einhverjum tímapunkti í þroskun, að greina á milli fruma sem koma til með að mynda kynfrumur og hinna. Hinar frumurnar byggja líkamann sjálfan, í allri sinni dýrð, frá meltingarvegi til beina.

Í spendýrum gerist þetta frekar snemma í þroskun (sjöunda degi í þroskun músa), í klasa fruma sem liggja inni í fóstrinu. Erna Magnúsdóttir, nú nýdoktor við lífvísindasetur HÍ, birti nú í ágúst grein í Nature Cell Biology um rannsóknir sínar á þessum þroskunaratburðum og þeim stjórnprótínum sem.

Úr tilkynningu:

Erna, sem er nýkomin til starfa við Lífvísindasetrið, vann að rannsókninni í rannsóknarteymi Azim Surani, prófessors við Gurdon-stofnunina við Háskólann í Cambridge. Hópurinn sérhæfir sig í að rannsaka svokallaðar kímfrumur í mönnum og músum. Kímfrumur verða til mjög snemma við fósturþroska og verða að kynfrumum við kynþroska. Vanti kímfrumur verður viðkomandi einstaklingur ófrjór og eru rannsóknir á sérhæfingu kímfrumna því afar mikilvægar. Rannsóknir á kímfrumum geta einnig varpað ljósi á grundvallarspurningar um svokallaða fjölgæfni, sem er hæfileiki stofnfruma til sérhæfingar í allar mismunandi frumur líkamans.

Ítarefni:

Magnúsdóttir E, Dietmann S, Murakami K, Günesdogan U, Tang F, Bao S, Diamanti E, Lao K, Gottgens B, Azim Surani M. A tripartite transcription factor network regulates primordial germ cell specification in mice. Nat Cell Biol. 2013 Aug;15(8):905-15. doi: 10.1038/ncb2798. Epub 2013 Jul 14.
 

Fréttatilkynning frá HÍ. Rannsókn varpar ljósi á þróun kynfruma

Lífvísindasetur HÍ

Erna Magnúsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Það er reyndar ansi sorglegt að starfsfólk HÍ, þar á meðal Erna sjálf, hefur ekki aðgang að tímaritinu sem hún birti greinina í.

Auðvitað eru áskriftir að vísindatímaritum fáránlega verðlagðar af stórum útgáfufyrirtækjum, og við ættum öll að miða á að birta í opnum tímaritum.

En þessi staðreynd sýnir okkur líka að HÍ er ekki fyrsta flokks háskóli. Hann er í besta falli annars flokks skóli, því auk lélegs aðgengis að tímaritum, vantar stuðning við nýja vísindamenn, stuðning við endurnýjun og rekstur tækja, stuðningur við framhaldsnema og nýdoktora er í mýflugumynd og vísindasjóður HÍ útdeilir smákrónum í hlutfalli við undurfurðulegar mælistikur.

Og hananú.

Arnar Pálsson, 14.8.2013 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband