Leita í fréttum mbl.is

Listaverk í undirdjúpunum

Lífverur eru listaverk. Lauf musteristrjáa og eika eru ótrúlega falleg, sem og kúluskíturinn, innri píplur nýrna, ríbósómin í frumum, DNA helixinn og síðast en ekki síst hinn tveggja frumu þykki vængur ávaxtaflugunar.

En lífverur eru ekki bara listaverk, sum dýr búa til listaverk sjálf.

Þekktustu dæmin eru laufskálafuglarnir sem vefa stórkostleg form úr greinum og stilkum, síðan skreyta þeir rýmið með sérvöldum gripum (blómum, lituðum steinum, lirfum eða plasti).

underwater-mystery-circle-11-580x348.jpg

Mynd af vefnum Spoon & Tamago / picture from Spoon and Tamago.

http://www.spoon-tamago.com/2012/09/18/deep-sea-mystery-circle-love-story/

Japanskir náttúrufræðingar fóru að athuga mynstur sem áhugakafarinn Yoji Ookata hafði fundið. Samkvæmt japönsku vefsíðunni Spoon & Tamago og Jerry Coyne á Why Evolution is True var um að ræða rúmlega hringlaga form í sandinum á hafsbotni.

Mynstrin eru mjög regluleg og ansi fjölbreytt. Sumir hringirnir eru einfaldir, aðrir samanstanda af nokkrum baugum og jafnvel skrauti í miðjunni.

Um áratuga skeið var ekki vitað hvað eða hver byggi til hringina. En nýleg athugun leiddi í ljós að  listfengin kúlufiskur (pufferfish - Torquigener sp., Tetraodontidae) er ábyrgur fyrir herlegheitunum. 

Náttúrufræðingar hafa löngum velt vöngum yfir þessu yfirdrifna stússi.

Af hverju eðlast ekki bara fuglarnir eða fiskarnir í stað þess að standa í þessu baksi?

Charles Darwin setti fram hugmyndina um kynval (sexual selection), þar sem kvendýr velja maka á grundvelli glæsileika eða hæfileika. Darwin braut heilann um stél páfuglsins, sem olli honum líkamlegri angist, en þótti líklegast að með þessu "baksi" væru páfuglarnir að keppa um hylli kvendýra. Sem veldu síðan glæsilegasta fuglinn - og hann fengi þá að koma genum sínum til næstu kynslóðar.

Nóg er af ósvöruðum spurningum. Hvers vegna velja kvendýrin glæsilegasta fuglinn eða sandhringinn? Karlfiskurinn skapar stórkostleg verk, og kvendýrin velja... en hvað? Velja þær þá duglegustu eða hæfileikaríkustu? Velja þær samhverfuna, reglulegasta mynstrið eða hvað.

Listamaðurinn og bókahöfundurinn David Rothenberg fjallaði einmitt um fegurð í náttúrunni í bók sinni, Survival of the beautiful. Hann vill meina að margar dýrategundir hafi innbyggða þörf til að skapa og að njóta fegurðar. Þetta birtist meðal annars í laufskálafuglunum og kúlufiskunum, en einnig í þeirri tilfinningalegu sælu sem fylgir því að upplifa fegurð lista eða náttúru.

Ég held þvi ekki fram að kvenkúlufiskar tárist við að sjá fallegan sandhring, en verður veröldin ekki örlítið forvitnilegri ef við leyfum okkur amk að velta þeim möguleika fyrir okkur.

Ítarefni og heimildir

Spoon & Tamago. 2012 The deep sea mystery circle—a love story

 

Jerry Coyne 2012 A marine mystery solved (and a bit about birds)

Hiroshi Kawase, Yoji Okata & Kimiaki Ito Role of Huge Geometric Circular Structures in the Reproduction of a Marine Pufferfish Scientific Reports 3, 2106 doi:10.1038/srep02106

Survival of the Beautiful by David Rothenberg

Arnar Pálsson | 18. mars 2010  Hin kenning Darwins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband