Leita í fréttum mbl.is

Ályktun um niðurskurð í raungreinum í framhaldsskólum

Til: Mennta- og menningarmálaráðherra

Efni: Ályktun um niðurskurð í raungreinum í framhaldsskólum

Samlíf, samtök líffræðikennara hvetja mennta- og menningarmálaráðherra eindregið til þess að gaumgæfa vel uppbyggingu í raungreinakennslu með áherslu á verklega kennslu til að tryggja að nemendur nái tilsettum hæfni­mark­miðum.

Áhyggjur eru af sívaxandi niðurskurði í skólakerfinu sem leiðir til stærri hópa. Stækkun í hópum bitnar á verklegri kennslu og þar með gæðum menntunar. Áhersla námskrár Mennta- og menningarmálaráðuneytis um hæfni­viðmið er í andstöðu við stærri nemendahópa.

Mennta- og menningarmálaráðherra er einnig hvattur til að tryggja að ekki verði frekari niðurskurður í raungreinum í framhaldsskólum. Í námskrá (1999) fækkaði einingum úr 12 í 9 á bóknámsbrautum öðrum en náttúrufræðibraut. Á náttúrufræðibraut var einingum í raungreinum fækkað úr 36 í 21. Samræmist fækkun raungreinaeininga  í framhaldskólum  markmiðum um fjölgun nemenda í raungreina og tækninámi? Mikilvægt er að tryggja rými til að raungreinar (líffræði, efnafræði, eðlisfræði og jarðfræði) verði veigamikill hluti af námi í íslenskum framhaldsskólum.

Stjórn Samlífs Samtaka líffræðikennara (einnig á fésbók, Samlíf)

Ester Ýr Jónsdóttir, formaður
Rúna Björk Smáradóttir, gjaldkeri
Hólmfríður Sigþórsdóttir, ritari
Arnar Pálsson, meðstjórnandi
Halla Bjarnadóttir, meðstjórnandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þetta er bæði gott og tímabært blogg.Við höfum e.t.v. farið of hratt í breytingar á skólalöggjöf á undan förnum kjörtímabilum og útþynningin því orðið of mikil.

Ég vil geta þess strax, að ég er bara áhugamaður á þeddu sviði en ekki fagmaður.

Bloggvinar kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 17.9.2013 kl. 03:14

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir Kristján

Það er alltaf nauðsynlegt að endurmeta og taka stöðuna. En við þurfum líka að hafa leiðir til að meta árangur af breytingum í skólastarfi og kennsluháttum.

Ég er þeirrar meiningar að með því að kenna fólki gagnrýna hugsun og vísindalega aðferð sé hægt að færa næstu kynslóðum ómetanleg tæki til að takast á við áskoranir og vandamál framtíðar (og fortíðarvanda sem við getum leyst sjálf ;).

Arnar Pálsson, 17.9.2013 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband