Leita í fréttum mbl.is

Niðurskurður í rannsóknum

Allt frá því að fjármálafrumvarpið fyrir 2014 var kynnt höfum við fjallað ítarlega um fyrirhugaðan niðurskurð, áhrif hans og fært rök fyrir því að frekar ætti að auka framlag við grunnrannsóknir er skera þær niður.

Fjárlögin voru samþykkt rétt fyrir jól, og var um umtalsverðan niðurskurð að ræða, þótt að einhverjir varnarsigrar hafi unnist.

Á vef Lífvísindaseturs er farið yfir þennan hluta fjárlaga:

Rétt fyrir jól voru fjárlög 2014 og fjáraukalög 2013 samþykkt. Niðurstaðan var eftirfarandi: Hætt var við boðaðan niðurskurð í fjáraukalögum, nema á markáætlun. Hún verður skorin um 200 milljónir.

Dregið var í land með boðaðan niðurskurð á Rannsóknasjóði 2014. Hann verður skorinn úr 1,4 milljörðum (Rannsóknarnámssjóður meðtalinn) í tæpa 1,2 milljarða, en ekki 1.147.000.000 kr. eins og í fyrstu útgáfu frumvarpsins. Því má segja að um 50 milljónir hafi áunnist í Rannsóknarsjóð miðað við boðað fjárlagafrumvarp.

Annar boðaður niðurskurður virðist eiga að standa. Rannsóknasjóður ætti því að geta úthlutað sæmilega núna í janúar.

Mikilvægt er að framfylgja nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs sem hlýtur að hafa þau áhrif að boðaðar áætlanir um niðurskurð til ársins 2016 gangi til baka.

Þótt samþykkt fjárlög hafi ekki verið jafn slæm og fyrstu drög, er samt ljóst að alþingi skilur ekki mikilvægi rannsókna fyrir framfarir í þjóðfélaginu eða verðmætasköpun. Rétt eins og fáir alþingismenn skilja eðli heilbrigðiskerfisins, og hræra saman draumsýn og fákunnáttu, þá er sama uppi á teningnum þegar kemur að rannsóknum og fræðum.

Vísinda og fræðifólk getur vitanlega blótað og bölsóttast eins og það vill, en niðurstaða haustsins er sú að það mun ekkert ávinnast á þessum vígstöðvum án krafts, mælsku, samvinnu og skipulags.

Þeir sem hafa áhuga á málinu ættu að lesa The Geek Manifesto eftir Mark Henderson (The Geek Manifesto: Why Science Matters: Mark Henderson). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband