Leita í fréttum mbl.is

Nýgræðingur sem skellti prófessor

Davíð rotaði Golíat. Hæstvirtur prófessor er afhjúpaður af nýgræðingi. Biblíusaga og saga úr nútímanum. Við elskum góðar sögur, sérstaklega óvænt endalok.

Bakgrunnur sögunnar er sálfræðirannsóknir Barböru Fredrickson, en hún hafði verið að leita orsaka mannlegrar velgengni. Tilgátan hennar var sú að nægilega mikil jákvæðni dugi til að yfirvinna erfiðleika og mislyndi, þannig að sumir einstaklingar blómstri.

Barbara starfaði með Marcial Losada, sem var viðskiptaráðgjafi með reynslu af líkanagerð, og þau settu fram nýstárlega kenningu í vísindagrein. Greinin hét  Positive Affect and the Complex Dynamics of Human Flourishing, og inntakið var það að velgengni einstaklinga ylti á hlutföllum (3 á móti 1) jákvæðra og neikvæðra þátta. Og að um óstöðugt jafnvægi væri að ræða, ef fólk væri með hátt hlutfall hlyti það velgengi, en hinir rynnu í ógöngur.

Fredrickson notaði þessa niðurstöðu og aðrar við skrif bókar sinnar um jákvæðni (positivity), þar sem þessu töfrahlutfalli var haldið á lofti (Top-Notch Research Reveals the 3-to-1 Ratio That Will Change Your Life).

Það var bara einn galli á gjöf Njarðar. Stærðfræðin í greininni var alger grautur.

Til að greina það þurfti nýgræðing í faginu, nánar tiltekið hinn 53 ára gamla Nick Brown sem fór í framhaldsnám seint á lífsleiðinni.

Andrew Anthony fjallar um þessa einstöku atburðarás í grein í The Observer nú um helgina.

Grein hans er fanta vel skrifuð og því best að ljúka þessari litlu ábendingu.

Bestu þakkir til Steindórs fyrir ábendinguna.

Andrew Anthony The Observer, 19 Jan. 2014

The British amateur who debunked the mathematics of happiness
The astonishing story of Nick Brown, the British man who began a part-time psychology course in his 50s – and ended up taking on America's academic establishment

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta var fróðlegt og áhugavert - takk fyrir Arnar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 22.1.2014 kl. 22:02

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sooo sad!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.1.2014 kl. 09:09

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir Sveinn og Vilhjálmur.

Arnar Pálsson, 23.1.2014 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband