Leita í fréttum mbl.is

#björk #náttúra #gætagarðsins

Mér finnst pínkulítið merkilegt að tíst stórstjörnunar Russel Crowe sæti tíðindum.

Jú hann minnist nú reyndar á Ísland, og minnimáttarkennd okkar veldur því að við kippumst við af gleði í hvert skipti sem frægir útlendingar segja nafn fósturjarðarinnar.

Tístið er tengt frumsýningu á Nóa Aronofskys í kvöld.

Þess er reyndar ekki getið í fréttinni af tístinu að frumsýningin er í samvinnu við Björk Guðmundsdóttur og íslensk nátturuverndarsamtök.

Í kvöld verða nefnilega stórtónleikar í Hörpu, þar sem Björk, Patti Smith, Highlands, Of Monsters and Men, Samaris, Retro Stefson, Björk, Mammút og Lykke Li koma fram.

Það er glæsilegt framtak og lofsvert.

a_160.jpgHins vegar er umfjöllun mbl.is um þennan stórviðburð heldur rýr. Eina umfjöllunin var 3. mars síðastliðinn, reyndar ágæt grein Halls M. Hallsonar (sjá neðst).

-------

Varðandi titil pistilsins. Svona hroði mun ekki endurtaka sig, því mér finnst tístíska ljótasta tungumálum nútímans. Ég vil ekki leggja alla ábyrgðina á herðar tölvunarfræðinga, en þeir mættu stundum spá í samfélagsleg áhrif verka/brandara sinna.

Ítarefni:

Náttúruverndarsamtök Íslands Gætum garðsins

Sjónmál 14. mars 2014. Stopp! Gætum garðsins

Mynd Arnar Pálsson. Ofan á Esjunni 2010.


mbl.is Crowe sendir kveðju til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband