Leita í fréttum mbl.is

Fuglaflensuveirur hérlendis

Gunnar Þór Hallgrímsson dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, tók þátt í rannsókn á dreifingu veira meðal fugla á norðurhveli.

Niðurstöðurnar sýna að hérlendis finnast margar gerðir fuglaflensuveira, og gæti Ísland verið suðupottur fyrir Evrópska, Asíska og Ameríska fuglaflensuveirur. Flensuveirur eru þeirrar náttúru, að ef tvær gerðir sýkja sama einstakling, geta nýjar gerðir orðið til. Ástæðan er sú að erfðaefni flensuveira er í nokkrum bútum, sem geta valdið því að erfðaefni þeirra stokkast upp.

Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV og Kastljósi.

Í dag var birt ný rannsókn sem Náttúrustofa Suðvesturlands, Háskóli Íslands gerðu í samvinnu við US Geological Survey.  Rannsóknin sýnir að hér á landi finnast bæði evrópskir og amerískir fuglaflensuvírusar auk afbrigða þar sem vírusarnir blandast saman. Þetta er í fyrsta sinn sem vírusar af þessu tagi finnast á sama svæðinu á sama tíma.

Rannsóknin hófst árið 2010 og stóð í tvö ár.  1078 fuglar voru veiddir á Vestur- og Suðurlandi á þeim tíma. Fram til þessa hafa rannsóknir af þessu tagi aðallega beinst að hænsn,- og andfuglum en í þessari rannsókn var sjónum beint að mávum, vaðfuglum og andfuglum.  Fuglarnir voru fangaðir í net og gildrur og voru tekin úr þeim sýni til að kanna hvort í þeim fyndust vírusar.  

Erfðamengi vírusanna voru raðgreind til að kanna uppruna þeirra. Engir flensuvírusar fundust í vaðfuglunum en töluvert magn fannst í mávunum og andfuglunum. Gunnar Þór Hallgrímsson dósent í dýrafræði við Háskóla Íslands ræddi um rannsóknina við Kastljós.

Ítarefni:

Fréttir RÚV 19. mars 2014. Ísland er stökkpallur fyrir fuglaflensur

RÚV 19. mars 2014 Kastljós Ísland suðupottur fuglaflensuvírusa

Dusek RJ, Hallgrimsson GT, Ip HS, Jónsson JE, Sreevatsan S, et al. (2014) North Atlantic Migratory Bird Flyways Provide Routes for Intercontinental Movement of Avian Influenza Viruses. PLoS ONE 9(3): e92075. doi:10.1371/journal.pone.0092075


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ísland er alltaf í miðju alls.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.3.2014 kl. 10:43

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Ísland er nafli alheimsins, og við erum kotroskna kuskið í nafla alheimsins.

Arnar Pálsson, 20.3.2014 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband