Leita í fréttum mbl.is

Niðurskurður í raungreinum í framhaldsskólum

Íslenskt samfélag byggir á og er samofið náttúrunni. Við búum við heimskautsbaug og efnahagur okkar byggir á t.d. auðlindum sjávar, orku jarðar og óspilltri náttúrufegurð sem ferðamenn sækja í. Það er nauðsynlegt fyrir framtíð þjóðarinnar að við menntum fólk í raunvísindum, sem getur rannsakað þessar auðlindir og hjálpað okkur að nýta þær á sjálfbæran hátt. Einnig byggist þekkingarsamfélag framtíðar því á góðri vísinda- og tæknimenntun, sem byggir á góðu námi í grunn- og framhaldsskólum.

Samlíf, samtök líffræðikennara hvetja mennta- og menningarmálaráðherra eindregið til þess að gaumgæfa vel uppbyggingu í raungreinakennslu með áherslu á verklega kennslu til að tryggja að nemendur nái tilsettum hæfniviðmiðum og að Ísland dragist ekki aftur úr öðrum vestrænum þjóðum.

Við höfum áhyggjur af sívaxandi niðurskurði í skólakerfinu sem leiðir til stærri hópa. Stækkun í hópum bitnar á verklegri kennslu og þar með gæðum menntunar. Áhersla námskrár Mennta- og menningarmálaráðuneytis um hæfniviðmið er í andstöðu við stærri nemendahópa.

Mennta- og menningarmálaráðherra er einnig hvattur til að tryggja að ekki verði frekari niðurskurður í raungreinum í framhaldsskólum. Í námskrá (1999) fækkaði einingum úr 12 í 9 á bóknámsbrautum öðrum en náttúrufræðibraut. Á náttúrufræðibraut var einingum í raungreinum fækkað úr 36 í 21. Samlíf spyr hvort að fækkun raungreinaeininga í framhaldsskólum samræmist markmiðum um fjölgun nemenda í raungreina- og tækninámi? Mikilvægt er að tryggja að raungreinar (líffræði, efnafræði, eðlisfræði og jarðfræði) verði veigamikill hluti af námi í íslenskum framhaldsskólum.

Íslendingar framtíðar þurfa góða menntun, og eiga það skilið að metnaðarfullri námskrá sé fylgt eftir með gjörðum.

Reykjavík, 22. apríl 2014

Til: Mennta- og menningarmálaráðherra

Efni: Ályktun um niðurskurð í raungreinum í framhaldsskólum, ítrekun

Stjórn Samlífs – Samtaka líffræðikennara
Ester Ýr Jónsdóttir, formaður
Rúna Björk Smáradóttir, gjaldkeri
Hólmfríður Sigþórsdóttir, ritari
Arnar Pálsson, meðstjórnandi
Eiríkur Örn Þorsteinsson, meðstjórnandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband