Leita í fréttum mbl.is

Hvað vilt þú gera við genin þín?

Tækni til að greina erfðaefni og breytileika í því fleygir fram. Breytileiki í erfðaefninu tengist mörgum sjúkdómum og eiginleikum mannsins, þótt áhrif umhverfis og tilviljunar séu líka sterk og í flestum tilfellum veigameiri en genanna.

Hefðbundnar erfðarannsóknir byggja á því að vísindamenn bjóða fólki með ákveðinn sjúkdóm að taka þátt í rannsókn. Hugsanlegir þátttakendur, og fólk í viðmiðunarhópi, fá upplýsingar um rannsóknina, hvaða sjúkdóm er verið að rannsaka og fleira í þeim dúr. Síðan er þeim boðið að skrifa undir samþykki, svokallað upplýst samþykki.

Kjarninn í þessu samþykki, og öðrum læknisfræðilegum rannsóknum t.d. með lyf eða nýjar meðferðir, er sá að einstaklingar eða hópar (þjóðir) sem þeir tilheyra muni njóta góðs af ef rannsóknin leiðir til góðra niðurstaðna.

Undanfarna tvo áratugi hefur opið samþykki rutt sér til rúms. Það felur í sér að fólk er fengið til að taka þátt í rannsókn á mörgum sjúkdómum og jafnvel öðrum einkennum. Fólk fær upplýsingar um erfðafræðina og einhverja sjúkdóma, en ekki um allt sem gert verður við gögnin.

Þetta var notað af ÍE sem rannsakaði t.d. erfðir litarhafts (augna, hárs, húðar og frekna). Sum þessi einkenni tengjast sjúkdómum, þ.a. gen sem tengjast vissum litargenum auka líkurnar á  húðkrabbameini. Önnur tengjast ekki sjúkdómum.

Í kjölfar átaks Íslenskrar erfðagreiningar, sem miðar að því að fá fleiri sýni í erfðarannsóknir þeirra, hefur spunnist svolítil umræða um átakið og hvert við viljum fara í rannsóknum á erfðum sjúkdóma og annara eiginleika.

Hvað vilt þú gera við genin þín?


mbl.is Reynt að skapa „þjóðarstemningu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bruce Lipton hefur farið yfir þetta á skilmerkilegan hátt. Umhverfið hefur eingöngu áhrif.

Ekki gen.

https://www.youtube.com/watch?v=jjj0xVM4x1I

Sleggjan og Hvellurinn, 13.5.2014 kl. 15:01

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég ætla bara að eiga mín gen sjálf.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2014 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband