Leita í fréttum mbl.is

Sigurður Richter og Örnólfur Thorlacius heiðraðir

Í tilefni vísindadags voru Sigurður Richter og Örnólfur Thorlacius heiðraðir. Þeir voru umsjónarmenn þáttarins nýjasta tækni og vísindi um árabil og áttu stórann þátt í að kveikja áhuga íslendinga á vísindum.

Hilmar Bragi Janusson forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ veitti þeim viðurkenningu og flutti stutt ávarp.

Örnólfur sagði frá því að tæknilegar ástæður verið fyrir því að hann var settur í mynd. Þættirnir voru teknir upp á spólur, og til að forðast það að taka þyrfti upp allt aftur, var hann klipptur inn á milli myndskeiðanna. Þess vegna varð Örnólfur þjóðþekktur maður, nema á vestfjörðum þar sem ekki var sjónvarp. Ég minnist þess að sem nýnema í MH þótti mér stórmerkilegt að Örnólfur væri rektor skólans. Það voru einnig viss vonbrigði að hann skyldi ekki kenna kenna í neinu líffræðinámskeiði sem ég tók, þó staðgenglarnir væru reyndar hver öðrum betri.

Hvorki Örnólfur né Sigurður vildu kannast við að hafa valið Kraftverklagið, sem hljómaði undir upphafi þáttana síðustu árin. Örnóflur sagði að reyndar hefðu nokkur lög verið notuð, m.a. lag úr amerískum vísindaþætti.

Sigurður lagði einnig áherslu á að hversu erfitt væri að átta sig á notagildi eða mikilvægi einstakra tækninýjunga og uppgötvana vísinda.

Fyrir nokkru hafði Sigurður Richter frætt líffræðinga um að ein kveikjan að þáttunum var ókeypis framboð á frönsku kynningarefni um vísindi. Hann sagði reyndar frá því að líklega væru flestir fyrstu þættirnir tapaðir, vegna þess að Ríkisútvarpið varð að endurnýta spólurnar. 

Einhverjir þættir verða sýndir í Ösku í dag, en einnig er hægt að sjá einn þátt frá 1991 á youtube.

Gott kvöld, í þættinum hér á eftir...

Sigurður H Richter. Nýjasta tækni og vísindi.1991


mbl.is Vísindaveisla í Öskju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband