Leita í fréttum mbl.is

Læknadeilan er kanarífuglinn í kolanámunni

Magnús K. Magnússon formaður læknadeildar Háskóla Íslands fjallar um læknadeiluna í stærra samhengi. Hann segir;

Það lögð mikil áhersla á það að læknadeilan sé sérstök og ekki megi líta á hana í stærra samhengi. Ráðamenn segja að aðrar stéttir megi alls ekki læra neitt af þessari deilu. Ég held að þetta sé ekki rétt. Læknadeilan er, svo maður noti klisju, kanarífuglinn í kolanámunni.

...

Við lifum í opnu samfélagi þar sem vinnumarkaður Íslendinga nær til allrar Evrópu og fyrir þá sem skara fram úr standa dyr opnar um allan heim. Það sama gildir um um Ísland. Við getum laðað til okkar úrvalsfólk hvaðanæva að úr heiminum til uppbyggingar í okkar samfélagi. Þetta er mikilvægasta efnahagsmál framtíðarinnar; það er að búa til samfélag sem laðar til sín vel menntað fólk sem skapar raunveruleg verðmæti. Slík verðmætasköpun byggir á góðri menntun og nýtingu vísinda og tækni, sköpunar og lista. Auðlindir eins og orka og fiskur geta hjálpað en án vel menntaðs mannauðs munu þær einungis skapa láglaunastörf.

...

Ef að íslenskir pólitíkusar halda áfram að beina sjónum sínum fyrst og fremst til þeirra sem fjármuni og völd eiga í nútíð og fortíð í stað þess að beina augunum að þeim sem munu skapa verðmæti í framtíðinni munum við ekki skapa samfélag sem getur boðið fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu, menntun, listir eða önnur raunveruleg verðmæti. Ég lýsi því eftir djarfri framtíðarsýn; fjárfestum í menntun, vel menntuðu fólki, vísindum, nýsköpun og listum. Þeir sem ganga aftur á bak inn í framtíðina og dást að fortíðinni munu fyrr en síðar vera staddir í heldur dapurri nútíð.


mbl.is Felur í sér algjöra uppstokkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband