Leita í fréttum mbl.is

Vísindi á mannamáli á youtube

Vísindi á mannamáli er ný fyrirlestraröð Háskóla Íslands sem efnt er til að frumkvæði Lífvísindaseturs og Líffræðistofu Háskóla Íslands.

Markmiðið er að varpa ljósi á það hvernig vísindamenn háskólans reyna að afhjúpa leyndardóma náttúrunnar og hvaða þýðingu vísindarannsóknir hafa fyrir daglegt líf fólks, t.d. baráttu við sjúkdóma eða náttúruöflin eða til að auka lífsgæði og takast á við nýjar áskoranir tengdar breytingum í umhverfinu.

Fyrirlestrarnir eru teknir upp á myndband, og er hægt að horfa á þá á netinu.

Fyrstu þrír fyrirlestrar raðarinnar eru aðgengilegir á vef Háskóla Íslands.

Vísindauppgötvanir á Íslandi tengdar veirusjúkdómum í sauðfé og mikilvægi þeirra.
 
Verðmæti vísinda - Frá grunnrannsóknum til lækningavara á markaði - Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
 
Brjóstakrabbamein og leitin að bættri meðferð - Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, fjallar um rannsóknir á krabbameini og möguleika á að nýta nýja þekkingu til bættrar meðferðar.

mbl.is Smekkfullt á fyrirlestri um eldgosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband