Leita í fréttum mbl.is

Neikvæð umhverfisáhrif sjókvíaeldis við Íslandsstrendur

Fimmtudaginn 14. apríl n.k. verður haldið málþing um neikvæð umhverfisáhrif sjókvíaeldis við Íslandsstrendur.

Landssamband veiðifélaga og Landssamband stangaveiðifélaga standa fyrir málþinginu í samstarfi við Angling iQ.

Málþingið hefst kl. 16:10 og mun það fara fram í aðalsal Háskólabíós.

Frummælendur koma víða að en þeir eru: Orri Vigfússon, formaður North Atlantic Salmon Fund, sem berst fyrir verndun laxastofna Norður-Atlantshafsins. Erlendur Steinar Friðriksson, sjávarútvegsfræðingur og doktorsnemi í fiskifræðum. Erlendur mun fjalla um umfang og áhrif sjókvíaeldis á norskum laxi í Eyjafirði. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar. Erindi hans nefnist Áskoranir í íslensku fiskeldi.

Kjetil Hindar, yfirmaður rannsókna hjá Norsk institutt for naturforskning (NINA) er aðallfyrirlesari. Kjetil mun fjalla um erfða- og vistfræðileg áhrif strokinna eldislaxa á villta laxastofna í Noregi. Fundarstjóri er Hilmar Bragi Janusson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Málþingið mun fara fram samhliða veiðisýningunni RISE í Háskólabíó fimmtudaginn 14. apríl og mun standa frá kl. 16:10 til kl. 18:30 með hléi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það verður að tala um hverja eldis-stöð/staðsetningu fyrir sig

en ekki sjókvía-eldið sem 1 fyrirtæki.

--------------------------------------------

Þess má t.d. geta að það er talið að fiskeldisstöðin á Hólum í Hjaltadal hafi t.d haft jákvæð áhrif á lífríkið í Hjaltadalsánni með sama hætti og bændur setja áburð á tún.

Fóðurleyfar geta virkað sem áburður/næringarefni  fyrir annars líflausar og næringar-snauðar ár.

Jón Þórhallsson, 13.4.2016 kl. 13:18

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Fiskeldisfræðingar eru meðvitaðri um það í dag en áður að HVÍLA SVÆÐI MEÐ BREYTTUM STAÐSETNINGUM á kvíum á 2-3 ára fresti.

Jón Þórhallsson, 13.4.2016 kl. 14:24

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þið verðið svo að muna að smá ný gena-innspyting er nauðsynleg öllum kynstofnum/tegundum svo að stofninn úrkuynjist ekki.

Það gilda alveg sömu lögmál tengt laxastofni í á;

og hjá einangruðum frumbyggjum í Amazon-skóginum.

=Verði enginn ný genablöndun þá úrkynjast stofninn.

------------------------------------------------------

Væri það nokkuð verra fyrir íslenska laxa-stofninn að fá eitthvað af kynbættum norskum genum til að hressa upp á stofninn?

=Með sama hætti og íslenskir bændur vilja fá gen úr norska kúa-stofninum af því að þær kýr eru almennt stærri en þær íslensku.

Jón Þórhallsson, 13.4.2016 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband