Leita í fréttum mbl.is

Fuglafár - háfleygt fuglaspil

Það er sönn ánægja að tilkynna að Fuglafár er komið í forsölu á Karolina Fund! Endilega kíktu á málið hér:

https://www.karolinafund.com/project/view/1495

Ef þú vilt fylgjast með má lesa fésbókina og sömuleiðis skoða heimasíðu í loftið spilsins.

https://www.facebook.com/fuglafar
www.fuglafar.is

Fuglafár er hugarsmíð vinkvennanna Birgittu Steingrímsdóttur og Heiðdísar Ingu Hilmarsdóttur. Hugmyndin kviknaði þegar við áttuðum okkur á því hve lítið við vissum um fugla þrátt fyrir að þeir séu mjög áberandi í daglegu umhverfi okkar og svo til einu villtu dýrin sem við sjáum hér á Íslandi. Í dag erum við forfallnar fuglaáhugamanneskjur og með Fuglafári viljum við smita þennan áhuga út frá okkur. Í spilinu færð þú að kynnast 30 fuglum sem allir eru einkennandi fyrir íslenska náttúru. Spilið prýða vatnslitamyndir eftir Jón Baldur Hlíðberg sem er einn færasti náttúruteiknari landsins og þó víðar væri leitað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband