Leita í fréttum mbl.is

Drungalegur fróðleiksmoli

Reyndar eru fróðleiksmolarnir nokkrir, og verða raktir hér. Fólk hefur vitað um nokkuð skeið að dánartíðni nýbura er hærri en eldri barna. Af einhverju ástæðum er hættulegt að fæðast, hver svo sem orsökin er. Fæðing er ekki rólegasti atburður sem manneskja upplifir, hvort sem um er að ræða móður eða barn. Nýburinn þarf einnig að virka í nýju umhverfi, anda að sér súrefni, og takast á við nýja nærningu, nýja sýkla og allt sem því fylgir.

Eins og fyrirsögnin á frétt mbl.is, þá er dánartíðni drengja hærri en stúlkubarna, sem einnig hefur verið vitað um nokkuð skeið. Ástæðan er aftur á móti ókunn. Ein kenning þróunarfræðinnar er að fóstur og móðir takist á um næringu, og e.t.v er þessi togstreita hatrammari milli mæðgina.  

Grein Drevenstedt og félaga í PNAS byggir á niðurstöðum Trovato og Lalu frá 1996, sem sýnir sinn fram á að dánartíðni kynjanna hefur breyst á síðustu árum (sjá agrip). Niðurstaðan er sú að dánartíðni karlkyns nýbura var jókst um rúmlega helming frá 1870 til 1970 (um er að ræða hlutfallslega dánartíðni drengbarna miðað við stúlkubörn, sem var 10% milli 1751 og 1870, en um 30% 1970). En síðan virðist tilhneygingin vera að ganga til baka á síðustu 30 árum. Rétt er að árétta að gagnasettið sem byggt er á er mjög umfangsmikið, frá mörgum þjóðlöndum og spannar um tvær aldir (www.mortality.org). Niðurstöður Drevenstedt og félaga eru mjög forvitnilegar, og leiða eðlilega til tveggja spurninga.

Hvað er það sem jók dánartíðni drengja á vesturlöndum á tímabilinu fram til 1970?

Getur eitthvað útskýrt lækkunina í dánartíðni eftir þann tíma?

Svarið við fyrri spurningunni gæti verið það að umhverfið hafi breyst, t.d. varð fæðuframboð betra, læknisfræðinni fleygði fram og þar fram eftir götunum. Höfundar greinarinnar leiða að því rök að framfarir í læknisfræðinni, sérstaklega aukning á keisaraskurðum, sé ástæðan fyrir því að hlutfallslegar lífslíkur drengja sé að aukast aftur. Rakið er í greininni að meiri líkur er á að drengbörn lendi í vandræðum í fæðingu. Augljóst er að frekari rannsókna er þörf til að útkljá málið.

Með aukningu á keisarskurðum og betri aðhlynningu fyrirbura, koma upp spurningar um það hvernig fyrirburum farnast í lífinu. Nýleg samantek, rædd í the Guardian, bendir til þess að fæðingar fyrir tímann dragi úr lífslíkum, öll æsku og unglings árin. Áhrifin eru sterkust fyrir börn sem fæðast mjög snemma, en eru einnig umtalsverð fyrir þá sem fæðast milli 28 og 32 viku. 

Orðaræða um rannsóknir á þessu sviði eru eilítið drungalegar, enda viðfangið dauðinn. Viðfangsefnið er erfitt fyrir fólk (sem er e.t.v. ástæðan fyrir því að engin hefur skrifað pistil við þessa frétt), og af einhverjum ástæðum erfiðara en smit eða erfðasjúkdómar. Er það furða að áherslan sé á rannsóknir á langlífi?


mbl.is Meiri líkur á að nýfæddir drengir deyi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæl Kolbrún

Eitthvað liggur að baki þessum "kerlingarbóka"mola, því stærri börn eru lengur í fæðingu, en minni. Og þar sem drengir eru að meðaltali stærri, gætu þeir orðið fyrir meira álagi í fæðingunni. 

Nokkrir aðrir þættir skipta einnig máli, stúlkubörn eru með betra ónæmiskerfi, líklegra er að drengir þjáist af lungnakvillum.

Mögulegt er að bætt næringarástand á síðustu öld, hafi leitt til stærri barna og þar með aukið hlutfallslega dánartíðni drengja. Annar  möguleiki er að næring nýtist stúlkubörnum hlutfallslega betur, og þannig aukið munin á lífslíkum kynjanna.

Það eru rannsóknir á erfðum langlífis, en ég hef ekki heyrt um rannsóknir á erfðaþáttum sem tengjast lífslíkum ungabarna. 

Arnar Pálsson, 31.3.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Dálítið síðbúið komment... tek mig annað slagið til og rápa á blogginu...

Getur vel farið saman að bætt mataræði hafi leitt til stærri barna á meðgöngu, en á sama tíma hafi mæðurnar ekki búið við jafn gott atlæti í sínum uppvexti og því ekki verið í stakk búnar til að ala svo stór börn. Svo eftir 1970 er komin ný kynslóð mæðra, sem eru betur á sig komnar.

Soffía Sigurðardóttir, 10.4.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband