Leita í fréttum mbl.is

Samsæriskenningar sköpunarsinna

Síðar í mánuðinum fer áróðursmyndin Expelled í almenna dreifingu í Bandaríkjunum. Hún er unnin af Ben Stein, og reynir að kasta rýrð á vísindin, sérstaklega þróunarkenninguna. Titill myndarinnar, Rekinn (e. expelled), á að vera skírskotun til þess að margir þeirra sem gagnrýna þróunarkenninguna séu reknir frá akademískum stofnunum. 

Aðalefni myndarinnar er áras á þróunarkenninguna, í þeirri von að ef fólk fer að efast um ágæti hennar þá muni það frekar aðhyllast sköpunarsögu kristinna manna.

Í fyrsta lagi stendur þróunarkenningin sterkum fótum, við vitum að lífið á jörðinni er af einum meiði, og náttúrulegt val er eina vísindalega útskýringin á aðlögun lífvera að umhverfi sínu. Vísindamenn rökræða og þræta um hlutfallslegt mikilvægi náttúrulegs vals, og annara krafta, svo sem tilviljunar, eða um skyldleika lífvera, eru hvalir skyldir gíröffum eða kúm? En það er rökræða um hvernig ekki hvort þróunin gerðist.

Í öðru lagi, er það alger rökleysa að halda, að ef rýrð sé varpað á þróunarkenninguna, þá standi sköpunarsaga biblíunar eftir sem eini möguleikinn. Sköpunarsögur eru ekki vísindalegar, því þær kalla til almáttugar verur sem lúta ekki lögmálum náttúrunnar, (það sem ekki lýtur lögmálum náttúrunnuar er ekki hægt að rannsaka með aðferðum vísinda!). En ef (mjög fjarstæðukennt) þróunarkenningin er afsönnuð, og ef við viljum endilega trúa á yfirnáttúrulegt inngrip í lífheiminn, þá eru margar jafngildar sköpunarsögur til reiðu, sagan um Ask og Emblu er jafngild sögunni um fljúgandi spaghettískrímslið.

Myndin er stappfull af rangtúlkunum og útúrsnúningum, sem eru raktir og hraktir á ágætri síðu (Expelled exposed.com). Þrátt fyrir það er viðbúið að íslenskir sköpunarsinnar kætist við útgáfu myndarinnar, þótt hún eigi meira skylt við áróðursmyndir Göbbels en heiðarlega heimildamynd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Theódórsson

Fann þessa athyglisverðu frétt um daginn.

"Archaeologists said yesterday they have discovered the remains of a man-made structure more than 300 feet below the surface of the Black Sea, providing dramatic new evidence of an apocalyptic flood 7,500 years ago that may have inspired the Biblical story of Noah."

Evidence of the Flood
Washington Post, Sept. 13, 2000, pg. A01

Elías Theódórsson, 15.4.2008 kl. 14:06

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Aðal vandamálið er hve erfitt er að rökræða þessa hluti. Þróunarkenningin er þannig oft afgreidd með því að ekki finnist nein millistig milli lífvera A og B. Þessar hugmyndir byggja gjarna á þeim misskilningi að tegundir séu stöðugar og óbreytanlegar og að ef þróun sé til staðar þá hljóti hún að hafa stefnu, A stefni á að þróast í B og því hljóti AB að vera millistigið.

Bendi á athyglisverða og að mörgu leyti flott bók (Atlas of Creation) þar sem sorglega miklu púðri er eytt í þetta. Það sem gerir þessa bók kannski athyglisverðari en ella er að höfundurinn er múslimi. 

http://www.harunyahya.com/books/darwinism/atlas_creation/atlas_creation_01.php

Haraldur Rafn Ingvason, 15.4.2008 kl. 23:29

3 identicon


Þetta er nú ekki beint sköpunarsaga biblíunnar sem þeir eru að halda fram. Reyndar er það misjafnt eftir mönnum, en þeir eiga þá skoðun sameiginlega að einhversstaðar potaði eitthvað yfirnáttúrulegt(Guð) í ferlið svo að við erum hér í dag. Það er nú yfirleitt ekki útskýrt hvenær og hvernig en meira púðri veitt í að sýna fram á ófullkomleika þróunarkenningarinnar sem þessir menn virðast ekki alltaf hafa mikla þekkingu á.

Jóhannes (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:34

4 identicon

Þetta er svona eins og efasemdarmennirnir um gróðurhúsaáhrifin.

Geir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 00:45

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Góður punktur Haraldur

Oft er bent á göt í steingervingasögunni, og því haldið fram að þau afsanni sameiginlegan skyldleika lífvera og tilveru þróunartrésins, og sanni þar með sköpunarsögu biblíunar. Þetta er rökleysa, e.t.v. best lýst með dæmum.

Við vitum ekki ekki allt um 14-2, atferli leikmanna fyrir leikinn, hreyfingu allra leikmanna á vellinum meðan á leik stóð, hreyfingu vöðva og liða hvers leikmans, hvað þeim flaug í hug á hverju augnabliki leiksins og þar fram eftir götunum. En, samt, út frá þeim takmörkuðu gögnum sem við höfum vitum við, með töluverðri vissu, að Danska knattspyrnulandsliðið lagði hið Íslenska með 14 mörkum gegn tveimur.

Önnur reyndar klaufalega þýdd líking: "net er fullt af götum, og þó að þú getir bent á götin er netið raunverulegt. Fiskarnir geta staðfest það! (snarað úr ensku, "A fishnet is made up of a lot more holes than strings, but you can't therefore argue that the net doesn't exist. Just ask the fish"). Tilvitnun er úr ritdóm Jeffrey Kluger fyrir Time magazine, sem er reyndar frekar mildur, New Scientist var mun harðorðari, og jafnvel Fox News (þarf að fletta neðar á siðu til að finna umsögnina) lagði hana lárétta.

Atlas of Creation er hluti af áróðursherferð sköpunarsinna, og þessi texti er sendur stjórnmálamönnum og stofnunum um allan heim, líklega í þeirri von að vinna þá á band bókstafstrúarmannana. 

Arnar Pálsson, 16.4.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband