Leita í fréttum mbl.is

Notagildi lífrænnar ræktunar

Á föstudaginn verður haldin ráðstefna um lífræna ræktun í Norræna húsinu. Hún er mér hugleikin vegna þess að frændi minn stundar slíkan búskap (framleiðir fyrirtaks jógúrt undir merkinu biobu) og að í líffræðinni lærðum við að hefðbundin ræktun hefur vissa ókosti.

Ráðstefnan er skipulögð af landbúnaðar háskóla Íslands og byrjar 12:45. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Hver er skoðun erfðafræðingsins á lífrænni ræktun vs. erfðabreytingum. Getur þetta kannski farið vel saman, þ.e. hægt að rækta erfðabreyttar nytjaplöntur og dýr með lífrænum hætti?  Er þessi hræðsla við erfðabreytt matvæli ekki óþörf? 

Þorsteinn Sverrisson, 15.5.2008 kl. 19:34

2 identicon

Ég held að lífræn ræktun sé ekki gallalaus. T.d. þyrfti á mínu heimili að þurrka upp slatta af flóa til að ná sömu grasuppskeru ef ekki væri notast við tilbúinn áburð. Það þykir nú ekki fínt hjá líffræðingum.

Þorsteinn. Hvað áttu við með að erfðabreyta með lífrænum hætti? Öll húsdýr og nytjaplöntur eru erfðabreytt með lífrænum hætti gegnum kynbætur.  Svo held ég að þetta sé ekkert spurning um lífrænt vs. erfðabreytt. Er ekki gullni meðalvegurinn alltaf bestur, nota tæknin en passa að við sjálf og umhverfið gjaldi ekki fyrir það.

Jóhannes (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Úff, það er allt of mikið að gerast þennan dag

Það fer náttúrlega nokkuð eftir aðstæðum og afurðum hve praktísk lífræn ræktun getur verið (jeminn hvað þetta hugtak "lífræn ræktun" fer í taugarnar á mér).  Séu menn t.d. með tún umfram þarfir geta menn kosið að nýta þau á þann veg að nota aðeins húsdýraáburð. Það skilar minni uppskeru á flatareiningu en getur gefið möguleika á t.d. lífrænt ræktaðri jógúrt. 

Svo eru aðrir fletir á þessu. Þannig er sauðfjárbúskapur ekki "lífrænn"  þó afurðin (lambakjötið) sé nánast hreinræktuð villibráð.

Varðandi alhæfingu um líffræðinga og framræslu... jú okkur líffræðingum sem stétt, öllum með tölu frá ísaldarlokum, þykir hún eiginlega flokkast með diskótímabilinu

...eða þannig 

Haraldur Rafn Ingvason, 16.5.2008 kl. 00:27

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Þorsteinn

Sem erfðafræðingur hef ég litlar áhyggjur af því að erfðabreyta plöntum og dýrum. En það er ekki þar með sagt að ég haldi að ávinningurinn sé erfiðisins virði! Klassísk ræktun (sem er í raun náttúrulegt val gert af manna höndum) hefur skilað ótrúlega miklum árangri í gegnum aldirnar. Og ég held að ræktun framtíðarinnar komi til með að byggja á sama grundvallaratriði. Það sem gleymist oft er að erfðabreytileiki er auðlind, hvort sem það er fjölbreytileiki í sauðahjörð, salatafbrigðum eða hrísgrjónum (af þeim síðasttöldu eru til 70.000+ afbrigði í fræbanka í Taiwan!). Erfðabreyting í því markmiði að geta notað skordýraeitur er þannig séð ekkert svakalegt mál. Vandamálið er að Monsanto og hin fyrirtækin (sem byrjuðu flest sem efnafyrirtæki en fóru síðar að framleiða fræ) vilja endurheimta fjárfestingu sína, og það er á kostnað fjölbreytileikans. Áður fyrr voru ræktuð fjöldi afbrigða af maís í Bandaríkjunum t.d. en nú til dags eru þau ósköp fá.

Jóhannes

Það er satt að líffrænn landbúnaður er landfrekari, en á móti kemur að aðrir kostnaðarliðir detta niður eins og kjarnfóður og tilbúinn áburður, hvorutveggja sem mjög dýrt nútildags og er oftast innflutt. Að endingu hlýtur að þurfa að meta kostnað í víðara samhengi. Ég held að við séum tilbúin að vernda mýrar og flóa. Þrýstingurinn á frekari framræslu er ekki það mikill núna, sérstaklega þar sem jörðum í ábúð er að fækka!

Haraldur

Lífrænn og sjálfbær eru hvorutveggja hugtök erfið í skilgreiningu. Kostirnir eru lífræn ræktun eða hefðbundin ræktun. Sumir stunda hið fyrra algerlega af hugsjóna ástæðum meðan aðrir sjá fjárhagslegan ávinning (eða í það minnsta ekki tap).

Mannkynið hefur alltaf beygt náttúruna, til að hafa í sig og á. Af sömu ástæðu ættum við að varast það að brjóta hana. 

Arnar Pálsson, 16.5.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband