Leita í fréttum mbl.is

"remote contact"

Jodie Foster lék í myndinni "contact" sem byggð var á sögu Carl Sagan, mannsins á bak við "Cosmos" seríu um alheiminn sem naut fádæma hylli á síðustu öld. Það er nægileg tenging fyrir mbl.is til að birta "frétt" um hjúskaparstöðu ungfrú Foster undir tækni og vísindi. Blöðin, 24 stundir, Morgunblaðið og Fréttablaðið helga fleiri tugi síða á dag í myndir af vellöguðu fólki, tíðindi af hjúskaparstöðu þess og persónulegum harmi. En þau geta ekki hunskast til að halda haus þegar kemur að tíðindum af vísindum, sem takast á við hið sérkennilega viðfangsefni raunveruleikan.

Hvernig ætli vitneskja um fyllerí stjarnanna hjálpi okkur við fiskveiðistjórnun?

Eða að berjast við HIV?

Nýta orku sólar?

Nennti ekki að slípa af þessu nöldurtóninn og læt þetta flakka í undirfötunum, með túrbínutopp, koníaksglas í hendi og þrjá plokkaða kjúklinga á LSD í bandi.

Eftirskrif. Merkilegt nokk voru þessi mistök leiðrétt snaggaralega. Gagnrýnin á ofuráherlsu á froðufréttir stendur samt óhögguð. Vonandi læra hlutaðeigendur eitthvað af atinu, yðar auðmjúkur er að fletta upp orðinu fljótfærni.

 


mbl.is Jodie Foster skiptir um kærustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég feginn að þú skulir nenna að nöldra  …..….margir myndu halda því fram að eftirspurn eftir vísindalegri umfjöllun sé lítil og þar af leiðandi sé lítið og oft illa skrifað um þau mál. Hins vegar, þegar maður skoðar vísindavefi margra erlendra blaða eins og þú ert ötull við að benda á,  þá sér maður ljósið þ.e. að það er hægt að gera líffræði rostunga áhugaverðari en skilnaði fræga fólksins og jafnvel, svei mér þá, þá leynist stundum húmor í vísindamönnum sbr. genanöfn........ vísindaumfjöllun í íslenskum dagblöðum verður að vera sterkari á velli og hún gæti jafnvel,kannski, af og til , kannski verið skemmtileg…..

Klara (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Klara

Takk fyrir stuðninginn. Kann reyndar ágætlega við myndirnar hennar Jodie, kvikmyndir, bækur og tónlist hafa mikla þýðingu fyrir fólk.

Forvitnilegt væri að vita hvað drífur fíkn fólks í frægafólksfréttir?

Arnar Pálsson, 22.5.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband