Leita í fréttum mbl.is

Api stýrir stálhendi með hugarafli

Vísindamenn við Pittsburg háskóla í Pennsylvaníu hafa gert apa (Rhesus macaque) kleift að hreyfa vélarm með hugsunum sínum eingöngu. Þetta var gert með því að koma fyrir örflögu undir hauskúpu apanna, örflagan var tengd við 100 raftaugar. Raftaugarnar tengdust síðan inn í tölvu sem túlkaði boðin og hreyfði stálhendina. Á þennan hátt gátu aparnir hreyft arminn og fært banana að andliti sínu til neyslu. Athugið, apinn hefði getað verið lamaður neðan háls og samt verið fær um hreyfa arminn. (sjá myndskeið á myndir af vefsíðu NYTimes eða the Guardian, myndin hér að neðan er af síðu NYTimes).

Reyndar þurfti apinn að æfa sig heilmiklið til að ná valdi á arminum. Hann fékk að horfa á arminn og stjórna honum með gleðipinna (e. "joystick"). Þessu er líkt við þjálfun íþróttamanna, sem fara t.d. í gegnum stangarstökkið í huganum áður en af stað er hlaupið (auðvitað er slík þjálfun ekki bundin við íþróttamenn, allir geta æft sig í huganum en bara við það að hjóla eða hamfletta kjúklinga).

Grein sem lýsir tilraununum er birt í tímaritinu Nature, og rætt eru um hana m.a. í New York Times og the Guardian.

Ég verð að játa að fyrirsögn pistilsins er ónákæm. Vísvitandi notaði ég orðið hugarafl sem hefur þá merkingu að fólk geti látið eitthvað gerast án þess að hreyfa legg né lið (og auðvitað ekki tala!). Ekkert slíkt er á ferðinni hér, tilraunin sannar ekki tilveru yfirskilvitlegra krafta eins og Mulder og Scully eltust við á skjánum hér um árið. Margir hérlendis trúa á einhverskonar yfirskilvitleg fyrirbæri og e.t.v. fylltust viðkomandi hlýlegri eftirvæntingu fyrir fyrirsögninni hér að ofan. Á hinn bóginn er viðbúið að sumum finnist þessi tilraun verulega brjáluð og að nú séu vísindamenn muni næst búa til blending af manni og vél.

Sérkennilegt hvernig sumir eru tilbúinir að trúa eða jafnvel búast við einhverju fjarstæðukenndu, en þegar raunverulegar framfarir verða fara aðrir (eða þeir sömu) í baklás og kyrjar "bönnum símann".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þetta er magnað. Hugsaðu þér þegar hvernig möguleikarnir aukast með þráðlausri tengingu við hluti. Þegar við komum heim með fangið fullt af innkaupapokum þurfum við ekki annað en að hugsa okkur dyrnar opnar til að þær opnist fyrir okkur. Eða hugsað um pizzu og hálftíma síðar stendur pizzusendill við dyrnar hjá okkur.

Steinn Hafliðason, 30.5.2008 kl. 11:58

2 identicon

Spennandi framvinda. Ég gerði þau mistök að segja vinkonu minni frá þessu, hún hryllti sig og hljóðaði, enda meira fyrir stjörnuspeki en einhverja bábilju brjálaðra vísindamanna. It's so lonely out here!

Þóra (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 00:54

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Þetta er merkilegt skref, en mörg horn þarf að slípa til nýta þetta sem meðferðarúrræði fyrir mænuskaddaða (ekki bara pizzuþörf, sem virðist reyndar mannkyninu meðfædd!).

Hef  ekki heyrt um tilraunir White, en þær hljóma "heillandi". Væri til í að heyra meira um þær!

Lífverur eru úr efni, hvítu, gráu, rauðu o.s.frv., en getum við sagt að þær séu klessa? Mér finnst lífverur sýna hreint dásamlega eiginleika, vegna aðlögunar sinnar að umhverfi og hverri annarri. Þær eru sannarlega ekki fullkomnar, en fjarri því að vera eggjahræra á pönnu.

Arnar Pálsson, 31.5.2008 kl. 17:39

4 Smámynd: Jón Grétar Sigurjónsson

Andrea Kübler og samstarfsmenn hennar í Eberhard-Karls háskólanum í Tübingen eru að þróa svipaða tækni fyrir 'locked in' sjúklinga, það er þá sem eru algerlega lamaðir og geta ekki tjáð sig. Fyrstu skrefin eru að þróa almennilega tækni til að þetta fólk geti tjáð sig.

Mjög áhugavert líka að heyra um tilraun White, Halldór ertu nokkuð með einhverja tengla á þetta?

Jón Grétar Sigurjónsson, 2.6.2008 kl. 19:41

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Halldór

Takk fyrir tenglana. Þú lætur okkur kannski vita ef þú dregur eitthvað meira upp um hann.

Það er örlítill Mengele bragur á tilraunum White. Reyndar heyrði ég að tilraunir Mengele hefðu verið meira og minna gagnslausar, illa hannaðar og engin framför fyrir læknavísindin (vinsamlegast leiðréttið mig ef þið vitið betur!). Sem er kannski eins gott því að hann var samviskulaus hrotti sem nýtti sér aðstöðu sína í þriðja ríki Hitlers til að gera tilraunir á fólki. Það væri súrt að eigna slíkum manni einhverjar framfarir í læknisfræði.

Arnar Pálsson, 3.6.2008 kl. 09:11

6 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Já, þetta er kúl, en Brandon vinur minn og aðrir í Donoghue-labbinu hér í Brown eru að gera svipaða hluti í fjölfötluðu fólki. Og það er megakúl.

Heiða María Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband