Leita í fréttum mbl.is

Skýjaborg

Klónun er framkvæmd þannig að erfðaefni venjulegrar frumu er sett inn í kjarnalaust egg. Hin klónaða lífvera á eftir að vaxa og þroskast, líkamlega og andlega. Í tilfelli kóreönsku hvuttana þá átti erfðafræðilegur forveri þeirra að geta fundið lykt af krabbameinum. (Það er alls ekki gefið að það sé mögulegt!!!)

Hvolparnir þurfa ganga í gegnum þjálfun til athuga hvort þeir hafi nokkra hæfileika til að greina krabbamein. Það er alls ekki gefið að þeir geti erfi þennan eiginleika forverans, eða aðra. Ef Íslendingar hefðu leið til að klóna Jón Sigurðsson, er alls ekki víst að JS2 yrði sú fyrirmynd sem við horfum til. Allt eins líklegt er að piltungurinn væri að slæpast í unglingavinnunni eða sleikja umslög utan á tölvupóst fyrir einhvern uppann.

Eins og við höfum rætt hér áður eru til vísindamenn sem þrífast á athygli fjölmiðla, og stundum vakna spurningar um gæði hinna vísindalegu vinnu. Slíkt vísindafólk er stéttinni og samfélaginu til óþurftar, og brenglar sýn almennings á störf vísindafólks. Ekki hjálpar ef tíðindi af vísindalegum framförum fá "hvíslaraleiks"meðferð hjá fjölmiðlum, þar sem varnaglar eru fjarlægðir og veruleikanum fórnað fyrir fréttaskotið.

Sum krabbamein leiða til þess að styrkur ákveðinna prótina í blóði hækkar. Nú eru betri leiðir til að skima prótínsamsetningu blóðs, og fyrir smásameindum (t.d. sykrum, lípíðum, afurðum efnaskipta). Slíkt mun að mínu viti vera farsælli leið til að greina krabbamein en sú fjallabaksleið að klóna hunda.


mbl.is Klónaðir hundar sem þefa uppi krabbameinsfrumur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Hagnýta spurningin er, björgum við lífum með erfðabreyttum hundi eða moskítóneti?

Arnar Pálsson, 18.6.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband