Leita í fréttum mbl.is

Enginn er eins

Þegar erfðamengi mismunandi einstaklinga eru skoðuð sést að engin tvö eru eins. Litningarnir sem við fáum frá móður og föður eru alltaf mismunandi. Enginn annar einstaklingur mun erfa nákvæmlega sömu litninga og litningabúta. Stakar basabreytingar eða innskot og úrfellingar á einum eða fleiri bösum aðgreina gen og heila litninga. Þar að auki er hver kynfruma með nokkrar (~20 erfið tala að meta) nýjar stökkbreytingar. Með því að skoða stakar basabreytingar í erfðamengi nokkura einstaklinga er hægt a fá tilfinningu fyrir þessum breytileika, sem er sýndur á meðfylgjandi mynd af vefsíðu NY times (sjá meðfylgjandi grein).

 

Hver dálkur er einstaklingur, og rauður, svartur og hvítur merkir hvort að viðkomandi sé arfhreinn eða arfblendinn (í táknmáli erfðafræðinnar AA, Aa eða aa). Frábært er til þess að hugsa að þrátt fyrir þennan breytileika eru við öll meðlimir sömu tegundar. Það sem meira er, mynstur erfðabreytileikans getur sýnt okkur hvaða gen hafa verið undir náttúrulegu vali. Bæði gen sem eru vel varðveitt vegna mikilvægis síns, og þau sem hafa stuðlað að aðlögun mannsins, t.d. að umhverfi sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ROBBINN

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum „frænda“ okkar

ROBBINN, 13.8.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband