Leita í fréttum mbl.is

Þýðingarþjónusta mbl.is

Við höfum áður vakið athygli á dapurlegum vinnubrögðum fréttafólksins á mbl.is. Nú sanna þeir regluna með því að snara grein af vef BBC, setningu fyrir setningu og frekar stirðbusalega.

Frétt BBC

"Scientists say they have taken a big step towards blocking a chemical vital to the growth of many cancers.

They have unpicked the structure of telomerase, an enzyme which, when active, helps keep cells in an "immortal" state.

The chemical is at work in more than nine out of ten types of tumour.

Researchers from Philadelphia's Wistar Institute, writing in the journal Nature, say their efforts could lead to drugs which switch it off.

All cells in the body have a natural clock - the telomeres - which shorten every time the cell divides.

After a fixed number of divisions in most cells, the telomeres are reduced to a certain length, and the cell cannot continue dividing.

This change is responsible for changes within the ageing body, as cell division slows down.

Some cells, such as stem cells within the embryo, use the chemical telomerase to maintain telomere length.

Many tumours have hijacked the telomerase system to fuel their uninhibited growth.

The Wistar team has found a new way to map the structure of the most active part of the chemical."

Og þýðing mbl.is

"Vísindamenn segja að þeir hafi náð miklum árangri í að loka fyrir efni sem er nauðsynlegt fyrir vöxt krabbameins. Vonast þeir til að hægt verði að þróa lyf sem gera ódrepandi krabbameinsfrumur aftur venjulegar.

Þeir hafa kortlagt byggingu ensímsins telomerasa en það hjálpar til við að halda frumum lifandi þegar það er virkt. Það er fréttavefur BBC sem skýrir frá þessu.

Efnið er að finna í níu af hverjum tíu æxlum.

Rannsóknarlið frá Wistar stofnuninni í Fíladelfíu skrifa um árangur sinn í ritið Nature og segja að árangurinn geti leitt til lyfja sem geti skrúfað fyrir þetta efni.

Allar frumur í líkamanum hafa náttúrlega klukku, litningaendana, sem styttast í hvert sinn sem fruma skiptir sér. Eftir ákveðinn fjölda skiptinga í flestum frumum eru litningaendarnir orðnir ákveðið stuttir og fruman getur ekki skipt sér lengur. Þessi breyting, á sama tíma og frumum fækkar, er orsök annarra breytinga í líkama sem er að eldast.

Sumar frumur, svo sem stofnfrumur, nota efnið telomerasa, til að halda við lengd litningaendanna.

Mörg æxli hafa tekið yfir þessa tækni svo þau geti haldið áfram að vaxa endalaust.

Rannsóknarliðið í Wister hefur nú fundið leið til þess að skrá byggingu virkasta hlutans í efninu."

Einhver gæti sagt að bein þýðing sé besta leiðin til að koma merkingu texta áleiðis. En það er ekki rétt, ef þú skilur ekki efnið þá er bein þýðing gagnslaus, og beinlínis skaðleg í sumum tilfellum.

Litningaendar eru forvitnilegt fyrirbæri og þeir koma til með að styttast ef erfðaefnið er eftirmyndað á venjulegan hátt. Slíkt er auðvitað vandamál því lífverur eru alltaf að eftirmynda sig, búa til kynfrumur og einnig skipta frumur í hverjum líkama sér oft og mörgum sinnum. Ef litningaendarnir styttast of mikið geta mikilvæg gen skaddast eða hreinlega horfið.

Elisabeth Blackburn, sem hélt yfirlitserindi í Berlín í sumar, uppgötvaði telomerasa sem viðheldur litningaendum. Telomerasi er flóki RNA og prótíns og er nauðsynlegt til að viðhalda erfðamengi kynfruma, en það er sjaldan tjáð í venjulegum frumum líkama okkar. Skortur á virkni þess er talin vera ein ástæða þess að frumur eldast og deyja. En ef virkni þess er of mikil geta frumur orðið ódauðlegar (þetta er lykilhugtak í krabbameinsfræðum, sem mbl.is tókst ekki að koma til skila). Ódaulegir frumustofnar eru vandamál, því þeir geta vaxið taumlaust, myndað æxli og meinvörp með afdrifaríkum afleiðingum.

Framfarirnar sem rætt er um í greininni eru þær að bygging ensímsins var ákvörðuð, sem gefur möguleika á því að hanna lyf. Vissulega eru niðurstöðurnar spennandi en því fer fjarri að lyf sé í þróun.

Því miður leiða fyrirsagnir og knappir frasar í fréttamiðlum oft til óraunhæfra væntinga.


mbl.is Merkileg uppgötvun í krabbameinsrannsóknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hárrétt hjá þér, Arnar. Algjörlega óþolandi vinnubrögð.

Get samt ekki setið á mér og bendi því á að hver manneskja hefur aðeins einn líkama
Hér er ég að vitna í "...einnig skipta frumurnar í líkömum okkar sér oft."

Jóhann Friðriksson (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 15:16

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Góður punktur Jóhann.

Kannski myndi "einnig skipta frumur í hverjum líkama sér oft" duga.

Arnar Pálsson, 2.9.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband