Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Sykursýki af gerð 2

Orsakir og afleiðingar sykursýki eru fjarri þvi að vera útskýrðar. Margir hópar hérlendis og ytra hafa krufið sjúkdóminn, og varpað ljósi á mismunandi fyrirbæri sem tengjast honum eða orsaka. Á miðvikudaginn flytur Garth Cooper, Nýsjálenskur vísindamaður erindi um rannsóknir sínar á sykursýki. Hann hefur einbeitt sér að prótínum sem bendluð hafa verið við sjúkdóminn og stofnað tvö líftækni fyrirtæki í kringum niðurstöður sínar. Cooper flytur yfirlitserindi sitt á Háskólatorgi í stofu 101 kl 16:00. Erindið er vitaskuld á ensku, en öllum opið og eflaust fróðlegt mörgum sem vilja skilja sjúkdóminn.

Fyrirlesturinn er sá fyrsti í röð erinda sem boðið er upp á í sameindalíffræði. Erindin eru undir merkjum framhaldsnáms í sameindalífvísindum, svokallaðari "graduate program in molecular life sciences" sem kynnast má á vefsíðunni www.gpmls.hi.is.

Sjá einnig ágrip úr fréttatilkynningu á ensku:

 Professor Garth J.S. Cooper from the University of Auckland, New Zealand will deliver a lecture on his research into type 2 diabetes on Wednesday September 10th. This represents the inaugural lecture of the Graduate program in Molecular Life Sciences which was launched at the University of Iceland this fall. The talk is open to all and will be in English.

Coopers discoveries into diabetes are highly celebrated and he has been awarded several important rewards in the field. Briefly, he discovered amylin precipitate in the spleen of diabetic patients, deficiency of this protein promotes type 2 diabetes. His discoveries have inspired two biotechnological companies, Amylin Pharmaceuticals and Protemix. The latter focuses on developing compounds that reduce the risk of heart-disease in patients with diabetes.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband