Leita í fréttum mbl.is

Nóbelsverðlaun í veirufræði

Greint hefur verið frá því að veirufræðingarnir Harald zur Hausen, Luc Montagnier og Françoise Barré-Sinoussi hafi fengið Nóbelsverðlaun í læknisfræði 2008. zur Hausen sýndi fram á að mannavörtuveiran (Human Papilloma Virus - HPV) eykur líkurnar á leghálskrabbameini. Nánar má fræðast um leghálskrabba og veiruna á vísindavefnum.

Hinir verðlaunahafarnir skilgreindu alnæmisveiruna (human immunodeficiency virus - HIV) sem veldur sjúkdómnum alnæmi (einnig kallaður því óvinalega nafni eyðni) (sjá vísindavef og www.aids.is). Skilgreining á eiginileikum HIV og samspili hennar við ónæmiskerfið hefur verið lykillinn að þróun lyfja gegn veirunni. Þótt engin lækning sé til og bóluefni virki ekki (vegna hraðrar þróunar veirunnar) þá hafa líf- og læknavísindin fundið nokkrar leiðir til að draga úr fjölgun veirunnar og hægja á sjúkdómnum.

Listi yfir nóbelsverðlaunahafa í læknisfræði sýnir að verðlaunin eru veitt líffræðingum og læknum jöfnum höndum, bæði fyrir grundvallar uppgötvarnir eins og genastjórn í þroskun og stýrðan frumudauða, þróun aðferða til að erfðabreyta músum og fyrir að skilgreina hlutverk baktería í sjúkdómum (sjá síðu nobelprize.org).

Við höfum áður reytt hár okkar og skegglýju yfir döprum vinnubrögðum á mbl.is en nú keyrir um þverbak. Úr fréttastúfnum:

"Barré-Sinoussi og Montagnier fyrir uppgötvun á vírus sem veldur ónæmisbresti. "

Hversu illa er viðkomandi að sér að vita ekki um HIV og alnæmi? Bæði HIV og HPV eru veirur sem sýkjast með kynmökum, og spurning er hvort að fréttablókin sé orðin kynþroska, eða nógu þroskuð til að muna grundvallaratriði kynfræðslunar?

Ég skora á mbl.is gera nóbelsverðlaununum betri skil!


mbl.is Þrír deila Nóbelsverðlaunum í læknisfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef maður hefði látið sér nægja að lesa þessa "frétt" hefði maður engu verið nær um fyrir hvað verðlaunin hefðu verið veitt. Ég vissi ekki að það væri til nein manneskja hér á landi sem þekkti ekki HIV, en nafnlausi aðilinn sem skrifaði "fréttina" er greinilega einstakur.

Harpa (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 12:37

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Fréttaskotið frá Reuters og reyndar umfjöllun nokkura annara fjölmiðla hefur ýjað að því að Robert Gallo ætti líka heiður að því að skilgreina HIV veiruna. Samkvæmt mínum heimildum er Gallo einstaklega óvandaður vísindamaður sem hefur verið staðinn að því að stela niðurstöðum, efnum og frumum frá öðrum vísindamönnum. Vonandi gefst okkur tækifæri til að kafa betur í "starf" hans, því það er öðrum víti til varnaðar.

Arnar Pálsson, 9.10.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband