Leita í fréttum mbl.is

Mörg andlit krabbameina

Nýjasta grein ÍE um krabbamein varpar ljósi á spurningar um tengsl húðlitar og húðkrabbameins. Við föla fólkið erum í aukinni hættu á að fá sortuæxli og húðkrabbamein, en tengslin eru ekki eingöngu í gegnum lit húðarinnar. Greinin sem um ræðir sýnir að erfðaþættir sem auka líkur á húðkrabbameini (basal cell carcinoma: BCC) sýna engin tengsl við ljóst litarhaft, hár eða augnlit. Það sýnir að aðrir eiginleikar húðarinnar og frumna við grunnhimnu hennar skipta einnig máli fyrir áhættu gagnvart þessari gerð krabbameina.

Við höfum áður rætt um "endurprentum tilkynningar" stíl Íslenskra blaðamanna, sem sést mjög skýrt á þessari frétt. Vissulega eru niðurstöðurnar spennandi og vel frétta verðar, en það á einnig við um aðrar vísindagreinar sem birtust þessa vikuna. Í Nature Genetics, sem birti grein ÍE eru til dæmis nokkrar greinar um tengsl við sjúkdóma eins og gigt, nýrnabilanir og líka við B12 vítamín styrk (sjá efnisyfirlit). Einnig fundu tveir hópar (1 og 2) tengsl gena við skalla sem hlaut töluverða athygli (sjá BBC) (Nokkrir starfsmenn ÍE meðal höfunda annarar greinarinnar).

Athyglisverða lesning vikunnar fannst mér samt grein Oliviu Judson um smitandi krabbamein sem er á góðri leið með að útrýma Tasmaníu skollanum. Skollinn er smávaxið rándýr af ætt pokadýra sem finna má á eyjunni Tasmaníu suður af meginlandi Ástralíu. Krabbameinið leggst á andlit dýranna og smitast þegar þeir narta hvor í annan. Smitandi krabbamein eru sem betur fer ekki algeng, en þó eru dæmi um að líffæraígræðslur hafi þær aukaverkanir að duldar krabbameins frumur komist á legg í líkama líffæraþegans. Til að slíkt gerist þarf ónæmiskerfið að vera bælt eða í lamasessi. Skora á ykkur að lesa fyrirtaks pistil frú Judson.

Leiðrétting 30 maí 2010: Í fyrstu útgáfu færslunar var talað um Tasmaníu djöfulinn, rétt nafn er Tasmaníu skolli.


mbl.is Varpa ljósi á hættu á húðkrabba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband