Leita í fréttum mbl.is

Einbeiting, nám og markmið skóla

Hvert er markmið háskólanáms í raunvísindum? Vissulega þarf að þjálfa vísindafólk og frumkvöðla framtíðarinnar, sem eiga eftir að leysa mikilvæg vandamál hagnýt eða fræðileg, og taka þátt í að miðla þekkingunni til næstu kynslóðar. Einnig er mikilvægt að kynna eðli vísinda fyrir þeim nemendum sem munu kenna yngri nemendum eða skipta um geira (verða t.d. stjórnendur, þingmenn, strætóbílstjórar eða bændur). Félagi minn vildi meina að þetta seinna markmið væri ekkert síðra, þar sem eðli vísinda væri misskilin af flestum í samfélaginu, sem leiðir til þess að fólk verði ginkeypt fyrir gróusögum. t.d. um áhrif bólusetninga á einhverfu, hlutverk yfirnáttúrulegra krafta í tilurð tegunda lífvera eða notagildi nálastungu til lækninga.

Við megum samt ekki gleyma að hlúa að greindustu nemendunum, eins og nýleg rannsókn í Bretlandi sýnir (sjá grein í the Guardian "Brightest pupils less able than 30 years ago, research shows", höfundar voru Jessica Shepherd og Polly Curtis). Við þurfum að finna leið til að kenna raunvísindi (og önnur fög) þannig að bestu nemendurnir fái örvun og hvatningu, en um leið þurfa hinir nemendurnir að fá traustan skilning á aðferðum vísinda og grundvallaratriðum viðkomandi fags.

Ein mesta hættan sem stafar að nemendum nú til dags eru rafrænar freistingar, tölvupóstur, spjallrásir, tölvuleikir og vefsíður með sístreymi "upplýsinga" (fótboltaniðurstöður, hlutabréfavísitölur, dópaðar popstjörnur, sápukúlur úr vél). Það hefur verið sýnt fram á að mannsheilinn getur ekki sinnt tvennu í einu, og að við þurfum að skipta á milli verka. Fjölvinnsla ("multitasking") er álitin náðargjöf, en er í raun blekking því heilinn þarf að skipta á milli verka. Og því flóknari sem verkin eru, því erfiðara er það fyrir heilann að setja sig inn í efnið. Er það furða að sumir nemendur virðast engu nær eftir fyrirlestra þegar þeir hafa eytt helmingi tímans í að spjalla á rásinni?

Vandamálið er ekki bundið við nemendur, því allir sem vinna á nettengdri tölvu eiga það á hættu að falla í svipað mynstur (þar á meðal undirritaður). Alina Tugend ræðir þetta í grein í New York Times ("Multitasking Can Make You Lose ... Um ... Focus" eftir ) og kynnir rannsóknir sem sýna hversu alvarlegt ástandið er. Samkvæmt rannsókn Gloria Mark, professors við Kaliforníuháskóla í Irvine: (í stirðri þýðingu AP).

"við fylgdumst með starfsmönnum, sem á u.þ.b. 12 mínútna fresti og án nokkurar sýnilegrar ástæðu hætti að vinna í skjalinu sínu, fór að skoða vefinn eða tölvupóstinn sinn."

Á frummálinu

“As observers, we’ll watch, and then after every 12 minutes or so, for no apparent reasons, someone working on a document will turn and call someone or e-mail,”

Sjálfur er ég montinn yfir því að ritað pistilinn í einum rykk, og fer nú að sinna öðrum verkum.

Alinu Tugend leggur áherslu á að þjálfa einbeitingu, og sýnir að hún tók eftir í blaðamannaskólanum með því að enda grein sína með orðunum..."You, too, can learn the art of single-tasking".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég kannast allt of vel við þetta sem þú ert að segja, ég er með svo mikla upplýsingaáráttu að ég opna alltaf aðrar vefsíður til að lesa á meðan önnur forrit eru að ræsa sig eða ein vefsíða er óvenju lengi að opnast, þá er maður fljótur á ctrl-t til að fá nýjan tab í Firefox.

Stundum á maður tölvulausan dag fyrir einhverjar sakir og finnur hvað maður kemur miklu fleira í verk og er jarðtengdari.

Þetta er ástand sem menn eiga eftir að þurfa að vinna bug á með einhverjum hætti.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 29.10.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Alveg rétt hjá þér, merkilegt hvað maður getur verið óþolinmóður.

Arnar Pálsson, 30.10.2008 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband